Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 12
Orðabókahöfundurinn og rithöfundurinn Samuel Johnson. málið. Það er ekki hlutverk skrásetjarans að velja réttu orðin." (A dictionary is an inventory of the language. It is not the task of the maker to select the good words.) Ennfremur lýsti hann því yfir að orða- bók ætti að vera sögulegur minnisvarði um málfar á hverjum tíma. Hér var svipuð stefna mörkuð og í Þýskalandi (sjá nánar síðar). Félagsmenn höfðu mikinn áhuga á því að vinna að stórri orðabók enskr- ar tungu. Árið 1879 gerðu þeir samning við Oxford University Press og skoskan kennara James A.H. Murray um samningu móðurmálsorðabókar sem átti að koma út í fjórum bindum og innihalda um 100.000 flettur. Áætlað var að vinnan við nýju orðabókina, Neu; English Dictionary on Historical Principles tæki tíu ár. Að fimm árum liðnum var ljóst að spáin hafði verið full bjartsýn því enn var ekki búið að ljúka við stafinn „a“. Murray og samstarfsmenn hans unnu sleitulaust í nærri fimm áratugi að orðasöfnun (Murray lést reyndar árið 1915, þrettán árum áður en síðasta bindi orðabókarinnar kom út). Orðabókin var gefin út á árunum 1884-1928 í tíu bindum með 414.825 flettum. Þessi orðabók var og er langstærsta orðabók sem samin hefur verið. Að fýrstu útgáfunni störfuðu 1300 fræðimenn og sjálfboðaliðar við orða- söfnun í meira en 70 ár. Sjálfboðaliðar tóku að sér að lesa rit frá ákveðnum tíma og skrá niður orð á seðla ásamt tilvitnunum sem sýndu merkinguna á hverj- um tíma. Stefnan var að velja a.m.k. eina tilvitnun frá hverri öld og var þeim síðan raðað í tímaröð til þess að merkingarbreytingar sæust. Til að gefa einhverja hugmynd um stærð verksins þá voru t.a.m. 57.428 orð sem byrjuðu á bókstafnum „s“ og sögnin „go“ náði yfir 35 dálka. Viðbótarbindi var gefið út 1933 og voru þá slanguryrði tekin með en þeim hafði verið sleppt að mestu í fyrstu útgáfunni. Á sama tíma var verkið endurprentað í tólf bindum og hlaut þá nafnið The Ox/ord English Dictionary (OED). Fjögur ný viðbótarbindi voru gefin út á árunum 1972-1986. Önnur útgáfan kom svo 1989 í tuttugu bindum. Nú er þessi stóra orðabók aðgengileg gegn greiðslu bæði á CD-ROM og á Netinu. Þýskaland Tveir bókaverðir við háskólabókasafnið í Kassel í Þýskalandi, bræðurnir Jakob (1785-1863) og Wilhelm Grimm (1786-1859), sem frægir urðu fyrir söfnun ævintýra, komu einnig við sögu þýsku móðurmáls- orðabókarinnar Deutsches Wörterbuch en hún byrjaði að koma út um miðja 19. öld. Grimmsbræður héldu því fram að orðabók ætti að vera hlutlæg og lýsandi, en ekki halda fram ákveðinni málstefnu, eins og hafði tíðkast á 18. öld. Þeir litu svo á að orðabók ætti að lýsa málinu eins og það var en ekki eins og það átti að vera. Það má því með sanni segja að þessi orðabók hafi verið fyrsta stóra nútímaorðabókin eins og við þekkjum þær í dag og stefnan sem var mörkuð við samningu hennar hafði áhrif víða um Evrópu. Það tók ekki minna en hundrað ár að gefa þessa miklu orðabók út og sá lokabindið ekki dagsins ljós fyrr en 1960, löngu eftir að Grimmsbræður voru allir. Árið 1965 var svo hafist handa við nýja útgáfu. Áætluð verklok eru 2025. Annar orðabókafrömuður, Konrad Duden (1829- 1911) hóf útgáfu Duden orðabókanna í Þýskalandi snemma á áttunda áratugtugnum. Þær þykja afar vandaðar en eru m.a. þekktar fyrir að nota myndefni til að lýsa flóknum orðum. Tilgangurinn með mynd- efninu var upphaflega að sýna í smáatriðum ýmsan tæknilegan búnað sem erfitt var að lýsa með orðum einum. Á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar Þýskalandi var skipt í tvennt komu út tvær útgáfur orðabókanna, ein fyrir austurhlutann og önnur fyrir vesturhlutann. Þótti það sýna fram á að þýsk tunga væri að breytast; hún væri ekki lengur eitt mál heldur tvö og orðaforði Austur-Þjóðverja að einhverju leyti annar en Vestur-Þjóðverja. Frakkland Orðabók frönsku akademíunnar Dictionnaire de I'Aca- démie franqaise sem kom fyrst út 1694 hefur verið gef- in út átta sinnum, síðast 1992 og níunda útgáfan er í vinnslu. Hún hefur lengi vel verið helsta orðabók Frakka, en þykir nokkuð íhaldssöm og gamaldags þó að stefnt hafi verið að nútímalegra orðavali og frá- gangi í áttundu útgáfunni. Um miðja 18. öld hófst útgáfa hins þekkta alfræði- 10 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.