Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 14

Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 14
O mes amis, ne faites jamais de dictionnaire! Emile Littré: Cotnment j’ai fait mon Dictiormaire de 1 a languefrangaise. rits L’Encyclopédie sem rithöfundurinn og heimspek- ingurinn Denis Diderot og eðlisfræðingurinn Jean d’Alembert stóðu að. Hún hafði mikil áhrif á orða- bókastörf í Frakklandi og reyndar öll fræði þeirra tíma því að jafn vandað og umfangsmikið uppsláttarrit hafði ekki áður komið út. Þar sem hún telst frekar til alfræðirita verður saga hennar þó ekki rakin hér. Á síðari hluta 19. aldar kom út frönsk móðurmáls- orðabók sem þótti afar merkileg. Sú orðabók, Dicti- onnaire de la langue franqaise, var svo að segja eins manns verk líkt og orðabók Johnsons í Englandi. Höf- undurinn Émile Littré var málfræðingur og heim- spekingur og vann í meira en þrjátíu ár að gerð orða- bókarinnar. Hún kom út á árunum 1863-1877 í fjórum bindum ásamt viðbótarbindi og telst vera stærsta orðabókin sem samin hefur verið af einum manni. Orðabók hans tilgreinir uppruna orða og valdar tilvitnanir úr klassískum frönskum bókmenntum fylgja. Littré vann stórvirki með orðabók sinni og lengi vel var hún mest notaða móðurmálsorðabók Frakka. Um miðja 19. öldina stofnuðu tveir Frakkar Augustin Boyer og Pierre Larousse útgáfufyrirtæki, kennt við þann síðarnefnda, sem sérhæfði sig í út- gáfu orðabóka og alfræðirita. Larousse var höfundur orðabókarinnar Grand Dictionnaire uniuersel du XlXe siéde sem kom út í 15 bindum á árunum 1866 til 1876. Tvö viðbótarbindi voru gefin út 1878 og 1890. Aðrar oróabækur sem fylgdu í kjölfarið byggja að miklu leyti á þessari stóru orðabók. Aðaleinkenni Grand Dictionnaire voru stuttar, hnitmiðaðar færslur, oft myndskreyttar, í stafrófsröð ásamt skýringum á uppruna orða og notkunardæmi. Larousse vildi m.a. hefja daglegt mál til vegs og virðingar og forlagið sem hann stofnaði fyrir hálfri annarri öld er enn eitt virtasta orðabókaforlag í Frakklandi. ísland Fyrsta eiginlega íslenska móðurmálsorðabókin íslenzk orðabók handa skólum og almenningi kom ekki út fyrr en 1963. En fyrir þann tíma höfðu mikil orðabókastörf sem tengdust íslensku máli verið unnin, bæði af íslendingum og fræðimönnum annarra landa. Jakob Benediktsson hefur gert sögu íslenskra orðabóka fram til 1900 góð skil í grein sem birtist í Andvara 1969. í grein Jakobs kemur fram að fyrstu íslensku orðabækurnar sem geta talist veigamiklar komust ekki á prent fyrr en á 19. öld. Það var þó ekki svo að engin orðabókastörf hefðu verið unnin fram að því. Elstu prentuðu orðasöfn okkar íslendinga eru frá 17. öld, frá þeim tíma sem vísindafélögin á ítalíu og í Frakklandi voru að gefa út sínar stóru móður- málsorðabækur. Spedmen Lexici Runici eftir séra Magnús Ólafsson í Laufási var prentuð í Kaupmanna- höfn 1650 og Lexicon Islandicum eftir Guðmund Andrés- son 1683, einnig prentuð í Kaupmannahöfn. Þessi verk voru þó eingöngu með latneskum þýðingum á íslenskum orðum. Nokkur stór orðabókahandrit frá 18. öld eru til sem aldrei komust á prent s.s. orða- bækur Guðmundar Ólafssonar ogjóns Ólafssonar frá Grunnavík. Árið 1814 kom út Lexicon Islandico-Latino- Danicum, orðabók séra Björns Halldórssonar í Sauð- lauksdal. Hún var, eins og titillinn ber með sér, bæði með þýðingum á latínu og dönsku. Það þótti sérstakt að Björn safnaði talsverðum orðaforða úr daglegu máli auk eldri orða. Málfræðingurinn danski Rasmus Christian Rask bjó orðabókina til prentunar en hann er m.a. sagður hafa haft áhrif á fræðistörf Grimms- bræðra í Þýskalandi. Meðal annarra sem unnu að orðasöfnun á 19. öldinni var Hallgrímur Scheving kennari við Latínuskólann, en orðasafn hans er varð- veitt í handritadeild Landsbókasafns íslands - Há- skólabókasafns (Lbs. 220, 8vo). Þó að það hafi aldrei verið gefið út hafa seinni tíma orðabókahöfundar byggt talsvert á orðasafni Schevings, m.a. Sigfús Blön- dal. Önnur merk orðabók frá 19. öldinni er íslensk- ensk orðabók An Icelandic-English dictionary (1869- 1874) sem kennd hefur verið við Richard Cleasby og Guðbrand Vigfússon. Mun hún að miklu leyti hafa verið samin af Konráð Gíslasyni og rekur Jakob þá sögu nokkuð. Um orðabókina segir Jakob: „Þessi orða- bók var mikill merkisviðburður í sögu íslenzkrar orðabókargerðar. Þarna var í fyrsta sinn saman kom- inn mjög verulegur hluti orðaforðans úr íslenzkum fornritum; þýðingar voru á heimsmáli, og þær voru yfirleitt nákvæmar, og allt skipulag orðabókarinnar greinargott og handhægt." Konráð samdi einnig dansk-íslenska orðabók sem kom út 1851. Konráð hafði málhreinsun að leiðarljósi í sínu orðabókar- starfi og sleppti bæði ýmsum nýyrðum og svo orðum sem hann taldi að væru slettur úr dönsku. Sveinbjörn Egilsson (1791-1852) samdi orðabók um forníslenskt skáldamál með latneskum skýring- um Lexicon Poéticum sem kom út í heftum að honum látnum á árunum 1854-1860. Finnur Jónsson pró- fessor gaf hana svo út aftur á árunum 1913-1916, aukna og endurbætta með dönskum skýringum. Jón Þorkelsson (1822-1904) rektor við Reykjavíkur- skóla gaf út merka orðabók Supplement til isíandske ordbpger I og II á árunum 1876-1885 og III á árunum Samuel Johnson, 1755. „Goat": A ruminant animal that seems a middle species between deer and sheep. íslensfe orðabók, 2002. „geit": jórturdýr af ætt slíðurhyrn- inga, náskylt sauðkind 12 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.