Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Side 16

Bókasafnið - 01.01.2003, Side 16
aftur á móti að finna eftirfarandi skýringu: „Fræði- grein sem fjallar um bókaskrárgerð, sögu bókagerðar og lýsingu bóka, m.t.t. prentunar, bókbands, mynd- skreytingar o.fl.“ Þessi skýring minnir mjög á skýring- ar á enska orðinu bibliography sem er að nokkru leyti, en ekki öllu, sömu merkingar og orðið bókfræði. Eng- in orðabók telur því upp allar merkingarnar, ekki heldur sú nýja. Útgáfa orðabóka hefur eflst verulega á undanförn- um tveimur áratugum. Má t.d. nefna Orðabófe um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál sem Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thorsson tóku saman og var gefin út af forlaginu Svart á hvítu 1982, Ensk-íslensku orðabók Sörens Sörenssonar frá 1984, íslenska samheitaorðabók Svavars Sigmundssonar frá 1984 ( nýjasta útgáfan er frá 2000), og orðabækur Jóns Hilmars Jónssonar Orða- staður (1994) og Orðaheimur (2002). Ennfremur ber að nefna málfarsbanka íslenskrar málstöðvar á Netinu, útgáfu íslenskrar orðabókar á CD-ROM árið 2000 og væntanlega Netútgáfu hennar en hingað til er aðeins hægt að slá upp orðum sem byrja á „d“ eða „e“. Orðabækur hafa breyst mikið í gegnum tíðina. Frá því að vera einfaldir orðalistar yfir í að vera leitarbær- ir gagnabankar á Netinu sem stöðugt er hægt að bæta í og lagfæra. Á Netinu eru m.a.s. til textasöfn sem eru tengd beint við orðabækur þannig að ef lesandi rekst á orð sem hann skilur ekki getur hann einfaldlega tvísmellt á það og fær þá skýringuna jafnóðum upp á skjáinn. Það er t.d. hægt í Britannica Online sem er tengd við orðabók Merriam Webster. „Eitt gott orð vermir þrjá vetrarmánuði." Svo segir japanskt orðatiltæki. Með góða orðabók við hendina hljótum við því að halda á okkur hita árum saman. Heimildaskrá „Cawdrey’s Work, and the Development of the Dictionary in Early Modern England." http://www.library.utoronto.ca/ utel/ret/cawdrey/cawdreyO.html. Sótt 13. janúar 2003. Collison, Robert L. Dictionaries offoreign languages. A biblio- graphical guide to the general and technical dictionaries of the chiefforeign languages ; uiith historical and explanatory notes and references. London: Hafner, 1955. Dictionnaire de l’Académie frangaise (http://www.acade mie-francaise.fr/dictionnaire/). Guðrún Kvaran. „Orðabókin og íslensk fræði." Mímir 44, 1997, bls. 53-56. íslensk málstöð. Málfarsbanki. http://www.ismal.hi.is. íslensfe orðabófe handa sfeólum og almenningi. Ritstjóri Árni Tveir góðir vefir sem vinna saman - stærsti upplýsingabrunnurinn Upplýsingaþjónusta Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns www.bok.hi.is upplys@bok.hi.is sími: 525-5685 Rafræn gagnasöfn í landsaðgangi www.hvar.is hvar@hvar.is Upplýsingadeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns býður upp á upplýsingaþjónustu án endurgjalds og ítarlega heimildaleit gegn gjaldi Leitað er í: * gjaldsettum tilvísanasöfnum á öllum fræðasviðum * gagnasöfnum erlendra upplýsinga- miðstöðva, s.s. Dialog, DataStar og STN sem almennir notendur hafa ekki aðgang að * gjaldfrjálsum gagnasöfnum á Netinu * um 10 þúsund tímaritum, prentuðum og rafrænum * Gegni sem tekur til meira en milljón bóka, tímarita, hljóð- og myndrita Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn Þekkingarveita á norðurslóð 14 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.