Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 18

Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 18
María Jakobsdóttir Vefvæðing fyrirtækja - afmörkun verkefnisins Eitt er víst að Internetið mun halda áfram að þróast um ókomna tíð. Hver sú þróun verður er ekki gott að segja. í nýlegri kvikmynd Spiel- bergs, Minority Report sem gerist árið 2054 er enginn tölvuskjár og ekkert lyklaborð. Hetjan sem leikin er af Tom Cruise stendur á miðju gólfi með myndir allt í kringum sig. Með handapati sem einna helst er hægt að líkja við hreyfingar hljómsveitar- stjóra, flettir hann fram og aftur í rafrænum upp- lýsingum og velur það sem hann hefur áhuga á. Skemmtileg framtíðarsýn sem gaman er að velta fyrir sér. Þessi grein fjallar þó ekki um Tom Cruise eða vísindaskáldsögur heldur fjallar hún um ferli sem stjórnendur fýrirtækja eða stofnana geta farið eftir þegar endurmeta á núverandi vefsíðu eða stofna nýja. Vefsíður eru alltaf að verða notendavænni og gagnvirkari. Algeng mistök hjá stjórnendum fýrir- tækja og stofnana er að skilgreina ekki markmið með vefsíðu sinni og umgangast fyrirtækjavefinn eins og útgefið efni, bækling eða kynningarrit sem ekki þarf að uppfæra nema tvisvar á ári. Vefir eru oft hannaðir og þróaðir af starfsmönnum fyrirtækisins en þeir eiga stundum erfitt með að setja sig í spor viðskipta- vinarins/notandans og orðalag einkennist af innan- hússmáli sem fáir skilja. Vefir geta þannig verið mjög skipulagðir og vel hannaðir fyrir ákveðinn hóp not- enda en aðrir hópar verða útundan. Vefsíðugerð snýst ekki bara um að velja liti og stafagerðir heldur fyrst og fremst um það hvernig þjónusta á viðskiptavininn í gegnum vefinn og auð- velda honum aðgengi að upplýsingum. Aðalefni þessarar greinar er að lýsa í stutt máli fýrsta áfanga í grunnferli (e. Core Process) við vef- síðuhönnun. Þetta ferli hentar bæði stórum og smá- um verkefnum við endurhönnun/nýsmíði á vefsíð- um. í fyrsta áfanga er fjallað um þarfagreingu og áætlanagerð. Þessi aðferð er sett fram af Kelly Goto og Emily Cotler (2002) í bókinni Web Redesign - Worfe- fiow that Worfes. Spurningalistar, opin viðtöl og notendaprófanir eru meðal aðferða sem notaðar eru við þarfagrein- ingu. Nytsemismat eða notendapróf er stór þáttur í rannsóknum á vefum og mjög gagnleg aðferð til að kanna hvernig bæta má kerfi, bæði hvað varðar virkni og viðmót. Aðferðin er upprunnin úr tilraunasálfræði þar sem hún hefur þróast og verið notuð lengi, m.a. til að kanna og greina samskipti manns og tölvu. Kannanir og skýrslur sem minnst er á hér er hægt að nálgast á vefsíðu bókarinnar (www.web-redesign .com). Vefur eða kerfi? Hvað er vefsíða og hvað er átt við þegar við segjumst vera að hanna eða þróa vefsíðu? Hvernig stöndum við að undirbúningsvinnunni og hvað erum við að greina? Við getum litið á vef og allt sem viðkemur honum sem kerfi (e. system). í hugbúnaðarfræði er kerfi m.a. skilgreint á þennan hátt: „Kerfi er samansafn óháðra hluta eða þátta sem eru tengdir, mynda heild og þjóna ein- hverjum sameiginlegum tilgangi" Alter, Steven (1996): Information Systems, a Mana- gement Perspectiue, 2nd edition. Menlo Park, bls. 37. Kerfi er sem sagt ekki bara tölvukerfi heldur líka fýrirkomulag eða skipulag. í kerfisgreiningu erum við að skoða heildarmyndina, hveijar em þarfimar, hvemig getum við mætt þeim og er hægt að uppfylla þarf- irnar með rafrænum hætti. Kerfi hafa ákveðna eigin- leika, þau hafa: • Tilgang • Skipulag • Umhverfi • Ákveðin mörk • Inntak og úttak Margs konar aðferðafræði hefur verið notuð við stjórnun og þróun á hugbúnaði eða vefsíðum og má þar nefna verkefnastjórnunarferlið Prince2 (www. prince2.com) og DSDM ítrunarferlið (Dynamic Syst- ems Development Method - www.dsdm.com) við hugbúnaðarþróun. 16 BÓKASAFNIÐ 27. ARG. 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.