Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 22
• Leggja áherslu á ákveðna framleiðslu eða þjón-
ustu
• Búa til gagnvirkan og innihaldsríkan vef
• Minnka álag á þjónustuborð
• Auka sýnileika vöru og þjónustu
Markmiðin þarf að flokka eftir mikilvægi og skil-
greina hvernig þau eru mælanleg.
-> Verkefnayfirlit
Verkefnayfirlit er stutt skýrsla alls ekki meira en 1-2
blaðsíður sem inniheldur samantekt á verkefninu,
niðurstöður frá upplýsingaöflun, markmiðssetningar
og undirskrift verkkaupa. Þetta er stutt og hnitmiðuð
skýrsla sem gefur tóninn fyrir verkefnið án teikninga
og nákvæmra útlistanna.
Áætlanir
Nú er komið að því að móta allar greiningar, skrá-
setja/skjala þær og fá undirskrift verkkaupa. í þess-
um áfanga er m.a. framkvæmdaáætlun með tíma-
vörðum, verkaskipting, vinnusvæði verkefnisins,
hvaða prófanir á að nota og hvernig skjölun verk-
efnisins er háttað.
-> Verkefnastjórnun
Kostnaður, tímavörður, tímaskráning og vinnusvæði
verkefnisins eru allt hlutir sem falla undir verkefna-
stjórnun.
Kostnaðaráætlanir í vefsíðugerð geta verið mjög
vandasamar. Einnig er oft erfitt að áætla hve langan
tíma hvert verk tekur. Reynslan hefur sýnt að flest
verkefni í vefsíðugerð taka lengri tíma en áætlað er í
byrjun. Með því að hafa góða og skýra afhendingar-
og verkefnaáætlun, áhættugreiningu og undirskrift
verkkaupa minnka líkur á að verktaki þurfi að taka á
sig óþarfa kostnað. Gera má ráð fyrir að verkkaupi
skipti um skoðun mörgum sinnum á hönnunartíma-
bilinu. Því þarf stöðugt að vera endurskoða kostnað-
aráætlanir.
Til að fá skýra mynd af ábyrgðarsviði hvers þátt-
takanda, tímavörðum og heildaryfirliti yfir tíma-
skipulag hvers verkþáttar er hægt að nota hugbúnað
eins og Microsoft Project eða sambærilegan hugbún-
að.
Fyrirtæki nota mjög mismunandi aðferðir við að
skrá niður vinnutíma starfsmanna. Sum fyrirtæki
hafa tímaskráningu í bókhaldskerfinu sínu og önnur
tengja skráningu hópvinnukerfi fyrirtækisins. Sama
má segja um úthlutun verkefna og verkefnastjórnun-
arhugbúnað. Flestir stjórnendur eru þó sammála að
einhvers konar vinnusvæði á vefnum eða svæði sem
eingöngu meðlimir verkefnisins hafa aðgang að sé
besti kosturinn við verkefnastjórnun í hugbúnaðar-
gerð.
í stærri verkefnum er oft beitt sérstakri verkefna-
stjórnunaraðferð til að mynda ákveðna yfirbyggingu
yfir verkefnið. Ráðinn er verkefnastjóri sem stjórnar
vinnuhópum og samskiptum verkkaupa, verktaka og
annarra hagsmunaaðila.
-*■ Verkefnaáætlun
Verkefnaáætlun er skýrsla sem er mun nákvæmari
en verkefnayfirlitið. í henni er t.d. tekið á því að vef-
urinn skal vera 25 síður og verkinu lokið eftir tvo
mánuði.
Undirflokkar í verkefnaáætluninni eru:
• Verkefnalýsing
• Verkefnayfirlit (úr kaflanum Útskýringar)
• Yfirlit yfir kostnaðar- og framkvæmdaáætlun
• Notendahópar
• Prófanir
• Forsendur og ábyrgð
• Afhendingaráætlun
• Undirskrift
-> Hlutverkaskipan
Helstu hlutverk eða störf sem hægt er að nefna við
vefsíðugerð eru:
• Verkefnastjóri (e. Project Manager)
• Upplýsingahönnuður (e. Information Designer)
• Gæðastjóri (e. QA Lead)
• Notendasérfræðingur (e. Usability Lead)
• Framleiðslustjóri (e. Production Lead)
• Hönnuður (e. Visual Designer)
• Efnisstjóri (e. Content Manager)
• Forritari/tækniráðgjafi (e. Programmer)
í sumum verkefnum getur getur t.d. sami aðilinn
verið notendasérfræðingur og gæðastjóri. Þeir sem
sjá um hönnun og forritun eiga alls ekki að vera í
eftirlitsstörfum eða framkvæma prófanir.
-> Notendaprófanir
Aðalmarkmiðið fyrir endurhönnun á vefsíðum ætti
fyrst og fremst að vera að gera hana notendavænni.
Notendaprófanir eiga að vera byggðar inn í fram-
kvæmdaáætlun verkefnisins. Reglulegar prófanir
með notendum eru nauðsynlegar yfir allt hönnunar-
ferlið til að sjá hvort verkefni sé á réttri braut og hvað
má gera betur. Aðrar aðferðir sem hægt er að nota eru
t.d. að senda könnun í tölvupósti til viðskiptavina og
stofna rýnihópa (e. focus group). Nóg er að fram-
kvæma notendaprófanir á litlum hópi manna, t.d. 1-5
manns.
Nytsemismæling er aðferð sem miðar að því að
bæta hönnun viðmóts með því að safna gögnum um
notendur. Lögð er áhersla á að safna gögnum um not-
andann með því að fylgjast með hvernig samskipti
hans við kerfið ganga.
Notendur eru hvattir til að „hugsa upphátt" en
20
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003