Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 23

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 23
niðurstöðurnar byggjast bæði á tölfræðiupplýsingum og skriflegri samantekt. í tímaritinu Computers in Libraries, nóvember/des- ember-hefti 2002, eru þrjár áhugaverðar greinar sem fjalla um notendaprófanir og úttektir á vefjum bóka- safna. ->• Upphafsfundur Öll verkefni þurfa að hafa upphafsfund eða einhvers konar samkomu þar sem verkinu er formlega ýtt úr vör. Meginmarkmiðið með fundinum er að allir sem koma að verkefninu hittist augliti til auglitis og verk- efnastjóri kynnir síðan verkefnaáætlunina og ábyrgðasvið hvers og eins. Hér með líkur fyrsta áfanga í grunnferlinu. Ráðgjafar Við hugbúnaðargerð eru oftast tveir hópar í aðalhlut- verkum en það eru viðskiptavinir og þróunaraðilar. Viðskiptavini er síðan hægt að flokka niður í notend- ur og eigendur kerfa. Hagsmunir notenda og eigenda kerfa/vefja eiga það til að fara ekki alltaf saman. Þróunaraðilar geta verið margir en meginhópar eru greinendur, hönnuðir og forritarar. Talið er að meginorsakir ,,slysa“ við kerfisgerð tengist oftast samskiptum hagsmunaaðila en ekki kerfum eða tækni. Fyrirtæki eru oft í vandræðum með að velja ráð- gjafa við þróun og skipulagningu á vefsíðum sínum. Til að fá betri yfirsýn yfir þá ráðgjöf sem í boði er á þessu sviði getum við greint þjónustuaðila niður í nokkra flokka: • Ráðgjafafýrirtæki Áhersla á markmiðasetningar og stefnumótun út frá viðskiptaferlum. • Rannsókna- og greiningaraðilar Símakannanir, notendaprófanir og óháðar rannsóknir. • Vef- og auglýsingastofur Greining, þróun og hönnun á vefsíðum. Oft er mikil áhersla lögð á útlitshönnun. • Hugbúnaðarhús Greining, þróun og hönnun á vefsíðum með áherslu á gagnagrunnstengingar og vefverslan- ir. Dreamweaver MX Starfsmönnum lítilla fyrirtækja vex það oft í augum að þurfa leita til utanaðkomandi ráðgjafa- eða hug- búnaðarfyrirtækja við vefsmíði. í dag er mjög auðvelt fyrir smærri fyrirtæki að setja upp góða gagnvirka vefsíðu með litlum tilkostnaði. Vefhönnunarforritið Macromedia Dreamweaver MX er t.d. orðið mjög fullkomið og aðgengilegt fyrir leikmenn eða fólk með lágmarkskunnáttu í HTML. Hægt er að tengja forritið við lítinn Access gagnagrunn t.d. fyrir umsýslu frétta og notendanafna og þannig blásið lífi í vefi. Ekki er alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í dýrum vefumsjónar- tólum. Ef við skoðum fyrirtækjavefi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sjáum við oft sömu uppbygging- una og sömu virknina: • Fréttatengt efni í miðdálki á forsíðu • Logo efst í vinstra horni • Upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins • Aðgangsstýringu fyrir notendur eða starfs- menn • Leit • Skoðanakannanir • Spurt og svarað • Hjálp • Veftré • Tölvupóst • Eyðublöð Auðvitað eru vefsíður oft mjög mismunandi bæði í útliti og virkni. Hvort sem um er að ræða lítil eða stór fyrirtæki þá er nauðsynlegt að hafa gott ferli til að fara eftir því vefsíða sem byggð er á einhverju sem fólk telur sig hafa á tilfinningunni mun ekki auka viðskipti fyrirtækisins. Gott að hafa í huga ... • Hugsaðu áður en þú framkvæmir Ekki setja upp vefsíðu bara vegna þess að allir aðrir eru með síðu. • Hvað virkar á núverandi síðu og hvað virkar ekki Skoðaðu fyrirspurnir hjá þjónustuborðinu og í tölvupósti. Gerðu notendaprófanir á vefnum frekar en að draga ályktarnir byggðar á tilfinn- ingalegu mati. • Skoðaðu vefi samkeppnisfýrirtækja Hvernig er þinn vefur frábrugðinn vefsíðum á sama sviði? • Hafðu núverandi notendur þína með í að hanna síðuna Ekki skella fram óvæntum breytingum á síðunni án útskýringa. Segðu greinilega frá því hvers vegna og hvenær breytingar verða gerðar á síðunni. • Hannaðu síðuna með notendur í huga, ekki fjárfesta Ekki láta hagsmuni auglýsenda og fjárfesta ná yfirhöndinni á síðunni. Finndu út hvaða hópar nota síðuna og hvernig þarfir þeirra samræmast stefnu fyrirtækisins. • Hafðu tækniráðgjafa með frá byrjun Ráðfærðu þig við HTML-forritara og gagna- grunnsérfræðinga strax í upphafi. Þannig færðu strax á tilfinninguna hvað er mögulegt að gera og hvað ekki. Einnig færðu yfirsýn yfir kostnað. BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.