Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 26

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 26
fólk. Opinberar stofnanir þurfa oft aö breyta starf- semi sinni við verkefnatilfærslur og taka upp nýja starfshætti eða veita nýja þjónustu með litlum fyrirvara og það þarf að gerast innan þess þrönga fjárhagslega ramma sem þeim er settur. Opinberar stofnanir þurfa einnig að vera í góðum tengslum við viðskiptavini sína og samstarfsaðila. Sífellt koma fram meiri kröfur um aukna og betri þjónustu hins opinbera og aukið lýðræði. Þessum kröfum er reynt að svara með betri aðgangi almenn- ings að opinberum upplýsingum sem birtist m.a. í aukinni útgáfu bæði á pappír og á vef. íslensku ráðu- neytin hafa aukið rafræna upplýsingamiðlun og rafræna útgáfu á undanförnum misserum og má í því sambandi bæði nefna einstaka vefi ráðuneytanna og Stjórnarráðsvefinn (http://www.raduneyti.is og http://www.stjr.is). Kröfur um skilvirkni og samræmi hafa einnig komið fram, t.d. að staðið sé við afgreiðslutíma, að erindi, kvartanir og kærur gangi rétta boðleið og að samræmi sé í afgreiðslum á erindum til hins opin- bera. Má í þessu sambandi nefna sem dæmi beiðnir um niðurfellingu tolla, bensíngjalds og erfðafjár- skatts, umsóknir um viðurkenningu skóla o.s.frv. Einnig er gerð krafa um endurnýtingu upplýsinga, að ekki sé alltaf verið að skrá inn sömu upplýsingar. Dæmi um þetta eru auknar fyrirfram skráðar upplýs- ingar á skattskýrslum og upplýsingar sem færast úr innri kerfum stofnana beint á vefinn t.d. lög, reglu- gerðir, nefndir, upplýsingar um starfsfólk o.fl. Annað dæmi um samnýtingu upplýsinga er nýr vefur, Menntagátt, sem hefur að geyma menntatengt efni og námskrár og er ætlað að þjóna þörfum nemenda, kennara, skóla, foreldra og annarra sem tengjast menntun (http://www.menntagatt.is). Þekkingarverðmæti Til þekkingarverðmæta stofnana teljast uppsöfnuð gögn og upplýsingar að viðbættri kunnáttu, reynslu og hæfni starfsfólksins. Þekkingarverðmætum er oft skipt í tvo þætti, annars vegar mannauð (starfsfólk) og hins vegar skipulagsauð (kerfi og ferla) en innan stjórnsýslunnar er áhugi fyrir að þróa þetta enn frekar og bæta við þriðja þættinum, samskiptaauði (umhverfi). Mannauðurinn er sá hluti þekkingarverðmæt- anna sem býr í starfsfólkinu sjálfu og yfirgefur stofn- unina þegar það fer að loknum vinnudegi eða hættir störfum. Þessi þekking er oft nefnd leynd þekking. Skipulagsauðurinn er sá hluti þekkingarverðmæt- anna sem býr í upplýsingum í hinum ýmsu birtingar- myndum, innra skipulagi, ferlum og kerfum stofnun- arinnar. Þau verðmæti eru áfram til staðar að loknum vinnudegi og mæta starfsfólki, jafnt gömlu sem nýju, í byrjun næsta dags. Þessi verðmæti eru einnig nefnd ljós þekking. Atriði eins og markaðshlutdeild, viðskiptavild og ímynd fyrirtækja hafa einnig verið flokkuð með skipulagsauði. Hjá faghópi um þekkingarmat, á vegu- m Stjórnvísi — félags um framsœkna stjórnun er við- skiptaauður talinn þriðji þáttur þekkingarverðmæta. Faghópurinn hefur sett upp staðlaðan lista með helstu kennistærðum þekkingarmats fýrir fyrirtæki til þess að nota við gerð árlegrar þekkingarskýrslu eða þekkingarbókhalds. Væntanlega verður listinn birtur í bæklingi sem gefinn verður út á þessu ári í samvinnu nokkurra aðila, þar á meðal iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta.3 Danir hafa gert tilraunir með að þróa þetta módel áfram fyrir opinberar stofnanir og greina frekari skiptingu þekkingarverðmæta. í riti frá danska fjár- málaráðuneytinu er þeim skipt í þrennt, samstarfs- menn (medarbejdere), kerfi og ferla (systemer og processer) og umhverfi (omgivelser). Undir þriðja þáttinn falla samskipti stofnunar við umhverfið, almenning, fyrirtæki, stofnanir og hagsmunaaðila. Þar eru einnig atriði eins og miðlun upplýsinga frá hinu opinbera, bæði upplýsingar sem sóst er eftir og einnig þær sem hið opinbera vill koma á framfæri. 1. tafla. Tillögur fjármálaráðuneytis um þekkingarstjórnun.6 Almennt 1. Innleiðing þekkingarstjórnunar 2. Unnið verði í anda árangursstjórnunar Mannauður 3. Starfsmannasamtöl - starfslokaviðtal 4. Stefnumótuð endurmenntunaráætlun 5. Nýliðanámskeið / þjálfun 6. Forveri fylgi eftirmanni - mentor kerfi 7. Fundir og þekkingaruppákomur 8. Skipulag húsnæðis út frá forsendum þekkingar- stjórnunar 9. Gerð verkefnayfirlita og starfslýsinga fyrir hverja skrifstofu 10. Endurskoðun á starfsmannabrunni Skipulagsauður 11. Innri vefur og aukin upplýsingagjöf um almennt starf í fjr 12. Rafræn meðferð mála í ákveðnum málaflokkum 13. Endurskipulagning á drifum - almennar reglur 14. Skjalastjórnaráætlun 15. Aukin bókasafns- og upplýsingaþjónusta 16. Skráning og birting verkferla 17. Markviss gerð verkefnaáætlana fyrir hverja skrif- stofu 18. Samræmt útlit skjala Samskiptaauður 19. Aukin gagnvirkni á vef 20. Stjórnsýslunet 21. Innri vefur Stjórnarráðsins 22. Rafræn skil á gögnum til Þjóðskjalasafns 24 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.