Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Side 34

Bókasafnið - 01.01.2003, Side 34
því að nota skjalavistunarkerfi verður allt utanum- hald skjala öruggara og aðgengilegra. Kerfið heldur utan um aðsend og útsend erindiog hægt er að tengja alla samskiptasögu erinda og mála sveitarfélagsins við viðskiptavini og þá starfsmenn sem bera ábyrgð á afgreiðslu þeirra. Hönnun skjalastjórnarkerfis og innleiðing skjala- stjórnarkerfis byggir að miklu leyti á fyrri vinnu við liði A-E. Hönnun skjalastjórnarkerfis gæti falið í sér að út- búa flæðirit fyrir ferli skjala frá því að þau eru mynd- uð í skjalavistunarkerfinu og þar til líftíma þeirra lýkur með eyðingu eða varanlegri vistun. Hér er einnig lagður grunnurinn að verklagsreglum handa starfsfólki sem kemur til með að nota skjalavistun- arkerfið og ákveðið er hvaða skjalaflokka skuliskrá í skjalavistunarkerfið og hvaða skjalaflokka skuli skrá í önnur kerfi, s.s. bókhaldskerfi, starfsmannakerfi og ýmis sérhæfð kerfi. Innleiðing skjalastjórnarkerfis er svo sá hluti ferlisins alls þar sem skjalavistunarkerfið er tekið í notkun. Notendur kerfisins fá kennslu í notkun þess og verklagsreglur til að vinna eftir, þ.e. skýrar reglur um það hvað skuli skrá í kerfið og hvernig. Að lokum fer fram endurmat á innleiðingunni sem mælir það hvernig kerfið reynist í notkun og gerir mögulegt að breyta og bæta kerfið ef það er ekki að reynast eins og upphaflega var ætlast til. Með fyrirspurnum hefur greinarhöfundur komist að raun um að hjá mörgum sveitarfélögum hefur ekki verið gerð frumkönnun, það er ekki til geymslu- áætlun og geymsluskrá og skjalalykillinn nær ekki fyllilega yfir alla starfsemi sveitarfélagsins. Innleið- ingin sjálf heppnast þá ekki sem skyldi. Skjalastjórar sveitarfélaga eru almennt sammála um að innleiðing skjalastjórnar tók lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir og það er líklegt að skortur á undirbúnings- vinnu eigi þar stóran þátt. Lokaorð Skjalastjórnun er vaxandi starfsgrein og á komandi mánuðum og árum má gera ráð fyrir auknum fjölda sveitarfélaga sem innleiða skjalastjórn. Með tilurð nýrra samtaka skjalastjóra og skjalafulltrúa sveitar- félaga með alþjóðlegan staðal í skjalastjórn við hend- ina má reikna með efldu samstarfi og samvinnu fé- lagsmanna sem sameinaðir standa vörð um hags- muni sína og þeirra stofnana sem þeir vinna fyrir. Heimildir ISO 15489-1:2001(E) lnformation and documentation — Records management— Part l:General ISO 15489-1:2001(E) In/ormation and documentation — Records management — Part l.'Guidelines Jóhanna Gunnlaugsdóttir (2002), Glærur frá fyrirlestri um alþjóðlegan staðal í skjalastjóm ISO 15489 dags. 26. apríl 2002 á vegum Símenntunar - Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri. Jóhanna Gunnlaugsdóttir (2002), Tímamót í skjalastjórn : alþjóðlegur staðall um skjalastjórn tekur gildi. Bókasafnið, 26, bls. 39-46 Summary Municipal Records Management The municipalities in Iceland have been implementing records management systems in the past few years. In this article, the implementation is reviewed in accordance to the new ISO 15489-1 International standard. It also describes the role of records managers in the implementation, as well as in their daily activities in municipality offices. Furthermore, it introduces the founding of a new association of records managers who work in municipality offices. STÖNDUM VÖRÐ UM ÍSLENSKA TUNGU Bókasafn Vestmannaeyja, Safnhúsinu v/ Ráöhúströð, Vestmannaeyjum Bókasafn Þórshafnarhrepps, Hálsvegi 7, Þórshöfn Bókasafnið Húsavík, Stóragarði 17, Húsavík Bókaútgáfan Björk, Birkivöllum 30, Selfossi Bæjar- og héraðsbókasafnið ísafirði, Gamlasjúkrahúsinu, ísafirði Bæjar- og héraðsbókasafnið Selfossi, Austurvegi 2, Selfossi Bæjarbókasafn Dalvíkur, Ráðhúsinu, Dalvík, Bæjarbókasafn Eskifjarðar, Lambeyrarbraut 16, Eskifirði Fjölbrautarskóli Vesturlands, Vogabraut 5, Akranesi Framhaldsskólinn á Húsavík, Stóragarði 10, Húsavík Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Dalavegi 2, Vestmannaeyjum Garðabær 32 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.