Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 37
• Fjárveiting til að undirbúnings og þróunar?
• Tveir kennarar saman, eftirfylgni og miðlun
kennslufræðilegrar færni og reynslu?
• Skipuleg uppbygging kennslumenningar í allri
stofnuninni?
Niðurstöður af Godin-verkefninu eru svipaðar og
annars staðar í heiminum.
Sú spurning kann að vakna hvort ekki sé best að
starfsfólk bókasafna leiti með hverjum nemanda og
taki hann svo á námskeið í notkun útvaldra leitar-
verkfæra.
Ef ekki kæmi til skortur á fjármagni væri þetta
líklega besta lausnin.
Handleiðsluvakt í stað hópkennslu myndi þá fara
að deila nemendum í hópa, þá sem hefðu efni á þjón-
ustu sem þessari og þá sem ekki hefðu það.
Reynslan af almennri kennslu í upplýsingaleit
snemma í háskólanámi bendir til hærri einkunna og
minna brottfalls hjá þeim er taka þátt í henni, en
samt nær aðeins helmingur þátttakenda grundvall-
arkunnáttu í faginu. Pessa mótsögn hefur ekki verið
hægt að skýra - ekki heldur í tengslum við baslið við
að gera nemendur upplýsingalæsa.
Samkvæmt mati sem fram fór eftir námskeiðin
1999/2000 kom ekki fram marktækur munur á
frammistöðu náttúrufræðinema sem fengu PBL-
kennslu og félags- og hugvísindanema sem fengu
hefðbundna kennslu með fyrirlestrum og æfingum.
Allir fengu eins og hálfs tíma kynningu í upphafi
náms og síðan tíu tíma námskeið í upplýsingafærni.
Eftir eins og hálfs tíma kennslu gátu 50% nem-
enda framkvæmt einfalda efnisleit.
Hálfu ári seinna, rétt fyrir 10 tíma námskeiðið,
gátu aðeins 30% gert sams konar leit og eftir 10 tím-
ana voru 50% fær um það. Þetta er allt í samræmi við
alþjóðlegar rannsóknir.
Þá kom í Ijós að allir kennarar gátu kennt nemend-
um að finna bók í skrá eftir titli og höfundi á einum og
hálfum tíma, en bara 2 af 10 kenndu þeim efnisleit.
Besti kennarinn kenndi þrisvar sinnum fleiri
nemendum efnisleit en sá lakasti.
Túlkun þessara niðurstaðna leiðir í ljós að
kennsla í upplýsingaleit krefst breytinga á skipulagn-
ingu bókasafnsins, þannig að það verði kennslustofn-
un, eins og hefur t.d. gerst á bókasafni Karolinska
Institutet í Stokkhólmi.
Það þarf miklu að bæta við kennslufærni bóka-
safnsfræðinga - ekki aðeins með menntun í kennslu-
fræði heldur í formi skipulags og fjármagnsdreifing-
ar, sem hvetur starfsmenn til að skiptast á og vinna
úr kennslureynslu og kennslufærni.
Bókasafnsfræðingurinn sem kennari
Poulsen staðhæfir að kennslufræðileg sérþekking sé
hagnýt þekking: samþætting vísindalegrar þekkingar
á kennslu og samsvarandi verkþekkingu.
í menntun bókasafnsfræðinga hefur hingað til
ekki verið gert ráð fyrir kennslu í uppeldis- og
kennslufræði þrátt fyrir að gerðar séu sífellt meiri
kröfur um kennslu á bókasöfnum. Til þess að koma til
móts við þessar kröfur hefur verið gripið til þess ráðs
að beita samvinnu og liðveislu á vinnustað eða í
hópum sem vinna á sams konar bókasöfnum. Einnig
er gagnlegt að safna saman kennsluefni á einn stað á
Netinu, þar sem allir hafa aðgang að því og ekki þurfi
að margvinna verkið. Hann mælir líka með því að fólk
komi saman og ræði málin af og til. Mikilvægt er að
stjórnendur sýni því skilning að undirbúningur
kennslu er tímafrekur. Vel undirbúin kennsla er þró-
unarvinna sem skilar sér áfram. Það er talið æskilegt
að kennararnir séu tveir og styðji þannig hvor annan
í nýju hlutverki. Á Karolinska Institutets Bibliotek í
Stokkhólmi var ráðinn kennslufræðingur, David
Herron, til að þjálfa starfsfólk í kennslu og hefur það
gefið góða raun. Þar hefur verið byggður upp góður
vefur með kennsluefni: http://kib.ki.se/pingpong/
index_se.html
Venjulega er litið á kennslu í upplýsingaleit sem
aukagrein á mjög stuttu námskeiði í upphafi náms.
Hingað til hafa verið fremur lítil tengsl milli bóka-
safnsins og námsins í háskólanum. Upplýsingaleit er
ekki á námsskrá og óljósar kröfur um færni eru gerð-
ar.
Víða í skrifum um upplýsingaleit kemur fram
krafa um að hún verði hluti af kennslu annarra
námsgreina og metin sem hluti af einkunn. Sam-
þætting þessara þátta gæti aukið gildi upplýsinga-
leitar og eflt áhuga á greininni. Þetta gengur þó ekki
upp nema kennarar séu fúsir til samvinnu og hafi að
einhverju leyti tileinkað sér tæknina. Nokkrar rann-
sóknir á notendum upplýsinga hafa sýnt að jafnvel
kennara skortir kunnáttu í upplýsingaleit.
Staðan á íslandi á líklega eftir að breytast mikið
þegar grunnskólabörn dagsins í dag koma ofar í
skólakerfið og verður spennandi að sjá hvernig þessi
tölvukynslóð stendur sig í upplýsingaleit í fram-
tíðinni.
Vænlegt virðist að tengja kennslu í upplýsingaleit
enn betur við námsgreinarnar, og að hún verði ómiss-
andi þáttur þannig að innihald kennslunnar og
kennslan þróist upp í að verða einstaklega freistandi
tilboð, sem hvorki kennarar né nemendur geta hafnað.
Mat
Poulsen fannst lítið hafa verið gert af því að meta
kennslu í upplýsingaleit. Algengasta matsaðferðin er
að leggja fyrir nemendur spurningalista um það
hvernig þeim hafi fallið kennslan og hvernig þeim líki
á bókasafninu, sem er gott að vita út af fyrir sig og
skilyrði fyrir því að nám fari fram. Kannanir af þessu
tagi sýna þó ekki hvað nemandinn kann, né hvernig
honum gengur að nýta sér kunnáttuna í náminu.
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
35