Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Side 38

Bókasafnið - 01.01.2003, Side 38
Poulsen flokkar rannsóknir í þrjá mismunandi flokka og spyr: 1. Verða stúdentarnir betri námsmenn? Um þetta eru til fáar kannanir. Selegean, Thomas og Richman (1983) rannsökuðu samband milli brottfalls úr námi, námstíma og einkunna annars vegar og þátttöku í bókasafnsfræðslu hins vegar. Bornir voru saman tveir hópar með 234 stúdentum hvor, annar fékk bókasafnsfræðslu og hinn ekki. Niðurstaðan var að minna brottfall var í hópnum sem fékk kennslu (hefur komið fram víðar) og hærri einkunnir á próf- um. Enginn munur var á námstíma hópanna. Coulon rannsakaði þá kenningu að í bókasafns- fræðslu lærðu stúdentar grunnþætti í akademísku námi, að flokka og afleiða og að öllum líkindum bætti það þá sem námsmenn. Rannsókn fór fram 1991-92 og niðurstaðan var sú að þeir sem fóru ótilneyddir í safnfræðslu fóru hraðar í gegnum námið en þeir sem gerðu það ekki. Þó að spurningin um hvort safnfræðslan hafi já- kvæð áhrif á námsferil hafi lítið verið rannsökuð benda framkomnar niðurstöður, þó fáar séu, til þess að áhrifin séu jákvæð. 2. Hver er besta kennsluaðferðin? Aðeins ein rannsókn sýndi marktækan mun á kennsluaðferðum. Borin var saman hefðbundin safn- kennsla og safnkennsla byggð á PBL, þar sem spurt var faglegra spurninga og fólst í því að finna viðeig- andi heimildaleitartæki til að svara þeim. Árangur var fundinn með því að meta heimildaskrár í skrif- legum verkefnum nemenda. Bókasafnsfræðingur og kennari fóru yfir hvor í sínu lagi. Lítill munur var á mati þessara tveggja aðila en niðurstaðan var sú, að þeir sem höfðu unnið eftir PBL stóðu sig betur. Þetta hefur ekki verið hægt að sýna fram á í öðrum rann- sóknum og því er margt óljóst hvað gæði mismun- andi kennsluaðferða varðar. 3. Kunna stúdentarnir grundvallaratriði í upplýs- ingaleit? Lítið hefur verið skrifað um hversu mikið stúdentar læra í upplýsingaleit og hvernig hægt er að meta það. Þegar um grunnatriði er að ræða, þ.e. að finna í skrá titil, höfund, hvar bók er staðsett og leita eftir efnis- orði eru því miður flestar rannsóknir ómarktækar af því að þeim er tölfræðilega ábótavant og þær hafa ekki samanburðarhóp. Það hefur meira að segja kom- ið fram að því meiri fræðslu sem stúdentar fá, þeim mun verr standa þeir sig í upplýsingaleit. Sem betur fer eru þessar rannsóknir ekki heldur marktækar! Ein einasta rannsókn virðist benda til þess að PBL sé besta kennsluaðferðin í upplýsingaleit. í öllum öðrum rannsóknum hefur komið í ljós að engin ein kennsluaðferð sé annarri betri. Niðurstöður Godin-verkefnisins eru í stuttu máli þær að færni háskólanema í upplýsingaleit er ekki nógu mikil og kennslunni ekki sinnt sem skyldi. Kennsla í upplýsingafærni er oftast í verkahring bókavarða á bókasöfnum menntastofnana, sem hafa hvorki kennslufræðilega menntað fólk, skipulag né menningu sem styður þróun á kennslufærni starfs- fólksins. Mikilvægt er að geta nýtt kennsluhæfileika og -reynslu starfsmanna. Oft á tíðum vantar svigrúm og fjármagn til þróunarstarfs. Kennslu á bókasafni verður að taka alvarlega og í framtíðinni er mikilvægt að til komi auknar fjárveitingar og breyttar áherslur til að ná árangri. „Við verðum að kenna þeim að læra“ „Færni er nokkuð sem maður hefur af því að maður veit eitthvað eða gerir eitthvað sem uppfyllir kröfur við ákveðnar aðstæður." (Kompetencerádet 1999). Kröfur til bókasafnsstarfsfólks á skólasöfnum dagsins í dag eru margs konar, ein þeirra er eins og áður er getið að þeir bregði sér í kennarahlutverk. Á námskeiðinu talaði Gitte Larsen (Danmarks Biblioteksskole) um fjögur færnisvið í þessu sam- bandi: • fagfærni • félagsfærni • framkvæmdafærni/aðgerðafærni • breytingafærni Sá sem stundar bókasafnskennslu þarf að vera vel að sér í öllu sem að upplýsingaleit lýtur, laginn að um- gangast fólk, geta miðlað öðrum, vera sveigjanlegur og tilbúinn að tileinka sér nýjungar. Hann þarf að skilja drifkraft áhuga hjá fólki, hafa sýn á gæði kunn- áttu, virða einstaklinginn og hafa vilja til að breyta og endurnýja sig. Hann þarf að undirbúa kennarahlut- verkið með því að læra nokkrar kennslufræðilegar kenningar og aðferðir, hópkennslu, einstaklings- kennslu og kenna þeim að kenna sér sjálf,, og svona má lengi telja. Margar góðar skilgreiningar voru nefndar á kennsluhlutverkinu, eiginleikum og færni þess sem það leikur, en ekkert tók þó fram fyrirlestr- um og æfingum Kirsten Larsen frá Dansk Biblioteks Center. Hún var með okkur í tvo daga og kallaðist hennar þáttur „Undervisningsteknik og -planiœgning". Hún lagði áherslu á að skilja eðli námsins og hvað það er sem gerist í námsferlinu. Hún benti á eftirfar- andi: • Kennsla leiðir ekki sjálfkrafa til náms og upp- lýsingar eru ekki það sama og þekking. • Tilfinningar og reynsla einstaklingsins eru oftast mikilvægari þættir í námi en upplýsingar. • Mikilvægast er að reyna ekki að koma of miklum upplýsingum í einu til nemenda. • Nemandinn á að læra að nota þær upplýsingar sem hann fær og yfirfæra á fyrri reynslu og þekk- ingu. 36 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.