Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 39
Þegar grunnurinn hefur verið lagður á nemandinn að geta hjálpað sér mikið sjálfur. Þess vegna er mikil- vægt að til staðar séu hjálparmöguleikar, s.s. bóka- safnsfræðingar, faggáttir, kennsluvefur og að góðar leiðbeiningar séu innbyggðar í leitarkerfin. Þá er nauðsynlegt vera í góðu samstarfi við kenn- arana. Þeir þurfa að hafa skilning á notagildi upplýs- inga- og heimildaleitar og kunna sjálfir að leita heim- ilda. Ef kennarar kunna ekki sjálfir upplýsingaleitar- tæknina sem verið er að kenna nemendum, þá eiga þeir síður möguleika á að kanna og meta þær heim- ildir sem nemendur eru að nota. Bókasafnsfræðingar þurfa að bjóða upp á nám- skeið fyrir nýja kennara og hafa reglulega kynningar á nýjungum í rafrænum gagnagrunnum og gögnum fyrir mismunandi faghópa. Einnig getur verið nauð- synlegt að bjóða upp á einstaklingskennslu þar sem kennarar eiga sumir bágt með að viðurkenna hvað þeir kunni lítið á Internet og gagnagrunna. Það sem Kirsten hafði fram að færa á námskeiðinu var sérlega áhugavert og kynnti hún margar sérlega skemmtileg- ar og gagnlegar lausnir í kennslu. Til dæmis að nota ekki músina of mikið í sýnikennslu í vefleit og að hafa bendilinn í áberandi lit. Þá benti hún á að það hefði góð áhrif að setjast á hækjur sér þegar rætt er við nemanda í stað þess að gína yfir honum. Nem- endur þurfa að þekkja efnið sem leitað er að og það hefur jákvæð áhrif að þeir finni árangur strax (success). Og að lokum góð ábending til okkar bóka- safnskennara, að séu nemendur fleiri en 20 er nauðsynlegt að kennarar séu tveir. Markaðssetning Síðasti fyrirlesarinn sem við gerum grein fýrir er Christina Tovoté. Hún hefur starfað að markaðsmál- um og skipulagningu safnkennslu í mörg ár, nú síðast við Háskólann í Stokkhólmi þar sem verið er að koma upp náms- og heimildamiðstöð (learning resource centre, LRC) sem kallast Lárandets Galleria, www. lrc.su.se. í máli hennar kom fram að allar tegundir þjónustu er hægt að markaðssetja og bókasöfn eru þar ekki undanskilin. Fram undir þetta hafa bókasöfn verið hinar hljóðu stofnanir þar sem fólk hefur hvíslast á og það hefur ekki verið álitið að þau þyrfti að auglýsa, þau eru þarna og það vita allir sem vilja nota þau og ekkert meira með það. í hinu mikla framboði á afþreyingu og tölvu- og upplýsingavæðingu nútímans á bókasafnið undir högg að sækja og þarf að sýna sig og sanna. Mörg bókasöfn á íslandi búa nú við góðan húsakost sem hægt er að nýta til fleiri hluta en aðeins að hýsa bækur og blöð. Þau geta orðið vettvangur listsýninga, leiksýninga, tónleika, upplestra og lítilla funda og um leið vakið athygli á starfsemi sinni. Bókasafn getur boðið listamanni mánaðarins í bókasafnið og skapað honum aðstöðu, hann getur verið úr hvaða listgrein sem er. Það er líka möguleiki að hafa kynningu á vef bókasafnsins á listamanni eða einhverju áhugaverðu efni sem staldrar þar við í ákveðinn tíma. Þetta má sjá á vef Borgarbókasafns Reykjavíkur og víðar. Skemmst er að minnast Galdranætur í Þjóðarbók- hlöðu á síðustu Menningarnótt, þar sem mætti stór hópur fólks sem aldrei áður hafði komið í safnið auk allra barnanna sem „veiddu" í síkinu, fengu málað andlit og hlustuðu á draugasögur í draugaherberginu. Þá getur bókasafnið selt sérmerkta muni sem tengj- ast starfseminni til að hressa upp á fjárhaginn og kaffistofa í tengslum við bókasafn er ómetanleg. Starfsfólk bókasafna hefur það orð á sér að vera upp til hópa hógvært hæglætisfólk sem ekki fer mikinn. Það er hins vegar mikils virði fýrir sérhvert bókasafn að starfsmenn þess mæti á menningarviðburði í sínu nánasta umhverfi, komi þar fram sem fulltrúar bóka- safnsins síns og séu stoltir af því. Þá er æskilegt að þeir sem fara á ráðstefnur mæti líka í kvöldveislurn- ar, einnig þannig er bókasafnið gert sýnilegt á menn- ingarstórmarkaðinum. Markaðssetning á sér undanfara: markaðsgrein- ingu, markmiðssetningu, aðgerðaáætlun og síðan þarf að fara fram árangursmat og eftirfylgni. Það þarf að huga að því hvað bókasafnið hefur, safnkost, starfsfólk, húsnæði, markhóp og hverjir það eru sem keppa við bókasafnið og hverjir eru samherj- ar. Það þarf að meta sterkar og veikar hliðar, hvaða kunnáttu starfsfólkið hefur og hvaða óskir notendur hafa. Kanna þarf hvað starfsfólki finnst um starfsemi bókasafnsins og hvaða tillögur það hefur fram að færa til breytinga og bóta. Mæla þarf fjölda heimsókna, þátttöku í viðburð- um, gera notendakannanir og athuga kostnað við hina ýmsu þætti safnsins. Athuga hvar hægt er að hagræða og henda út og nýta fé sem þannig fæst til bóta. Þá þarf að fylgjast með hvernig breytingar takast og breyta og bæta þar sem ekki fór eins og til stóð, en fylgja því eftir sem vel gengur og hugsanlega að gera gott betra. Og síðast en ekki síst þarf bókasafnið að koma sér upp velgerðarfólki og kostunaraðilum, sem styðja við starfsemina, með vinnuframlagi eða fjármunum, því þó að allar stofnanir eigi nú að standa undir sér og selja þjónustu sína, þá tekur það tíma að venja fólk við að taka upp budduna fyrir hvert lítið viðvik á bókasafni, þar sem þjónustan hefur fram að þessu verið afar ódýr og verður von- andi það ódýr áfram að allir geti nýtt sér hana. Að lokum Við erum sammála um að námskeiðið hafi verið afar gagnlegt. Við lærðum margt nýtt, fengum innsýn í margs konar rannsóknir og tilraunir og síðast en ekki síst fæddust margs konar hugmyndir eins og á að BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.