Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Page 46

Bókasafnið - 01.01.2003, Page 46
sem svöruðu ekki séu á móti GL, höfðu a.m.k. 70.4% af öllum heimilislæknum sem störfuðu hjá Heilsu- gæslunni í Reykjavík á þessum tíma, áhuga á að stunda GL. Hindranir í uegifyrir ástundun gagnreyndrar læknis- frœði Þegar spurt var hvað heimilislæknarnir héldu að væri því helst til fyrirstöðu að GL væri stunduð, sögðu flestir svarendur (71.8%) að tiltækur tími væri stærsta hindrunin. Einnig nefndu 59% að skortur á þjálfun væri til tálmunar. (Tafla 1). 48.7% svarenda sögðust ekki hafa tíma á meðan á vinnu stæði til að líta á upplýsingar í tengslum við heimsókn skjólstæðings. Notfeun klíniskra leiðbeininga Þegar spurt var um notkun klíniskra leiðbeininga sögðust 75.0% heimilislæknanna nota þær í starfi sínu. Dæmi um hvaða leiðbeiningar væru notaðar voru gefin af 67.5% svarenda, eða 27 og af þeim sögð- ust 14 nota Lyfjaval, sem eru klíniskar leiðbeiningar á vegum Tryggingastofnunar ríkisins og Landlæknis- embættisins. GL aðferðir eru leiðarljós vinnunnar við Lyfjaval og þessu verkefni hefur greinilega verið vel tekið af heimilislæknum. Gagnasöfn og heimildaleitir Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu leitað í bókfræðilegum gagnasöfnum, t.d. Medline og 72.5% sögðust hafa gert það. í næstu spurningu sögðu 75.0% svarenda að einhver annar hefði leitað fyrir þá. Ein- ungis tveir svöruðu báðum spurningum neitandi og því virðast allir nema tveir hafa notað bókfræðileg gagnasöfn með eða án milliliða. Bókfræðileg gagna- söfn eins og Medline eru ekki besta leiðin til að fmna upplýsingar sem henta GL en þetta er langþekktasta og mest notaða gagnasafnið í læknisfræði. Tilgangur- inn með spurningunni var að fá upplýsingar um hversu útbreidd notkun á einhverskonar læknisfræði- legum gagnasöfnum væri meðal þessa hóps. Niður- stöðumar sýna að meirihlutinn er að nota gagnasöfn. Þegar spurt var um hvaða fyrirkomulag heimilda- leita menn vildu (Tafla 2), sögðu 52.8% að þeir vildu gera einfaldir leitir sjálfir en láta bókasafnsfræðing gera aðrar. Hinsvegar sögðu 19.4% að þeir vildu helst gera allar sínar leitir sjálfir en hefðu ekki alltaf tíma og sami fjöldi vildi gera sínar leitir í samvinnu við bókasafnsfræðinginn. Flestir kjósa helst einhvers- konar samvinnu. Enginn vildi að bókasafnsfræðing- urinn gerði allar leitir og aðeins einn (2.8%) vildi gera allar leitirnar sjálfur. Þörf á þjálfun Þátttakendur voru beðnir um að merkja við þau svið þar sem þjálfun kæmi að gagni. (Tafla 3). Það er mikill áhugi á þjálfun/kennslu og svarendur merktu við marga möguleika hver, 3.17 að meðaltali. Tafla 3. Would you find training in some of the following areas useful? Check as many as are appropriate. Computer skills (i.e. e-mail, word processing, spreadsheets etc) 21 53.8% Internet skills (i.e. using search engines, evaluating websites etc) 29 74.4% General searching of bibliographic and full text databases 25 64.1% Strategic searching to find research information in databases 24 61.5% Critical appraisal of the evidence 25 64.1% Number of respondents = 39 Tafla 4. What are your preferences for sources of clinical evidence for patient care problems. Rank in order of preference. (1 for the one most preferred etc.) Please rank all. Rank 5 4 3 2 1 Primary research articles 13 50% 5 19.3% 4 15.3% 3 11.5% 1 3.8% Traditional review articles 2 7.7% 1 3.8% 3 11.5% 8 30.7% 12 46.2% Systematic revievs 5 19.3% 8 30.8% 9 34.7% 3 11.5% 1 3.8% Newsletters and bulletins 3 11.5% 8 30.8% 7 27.0% 7 27,0% 1 3.8% Clinical guidelines 3 11.5% 4 15.3% 3 11.5% 5 19.3% 11 42.4 TOTAL 26 100% 26 100% 26 100% 26 100% 26 100% 44 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.