Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 49

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 49
Þórdís T. Þórarinsdóttir Stefnumörkun í lyklun á bóka- söfnum og upplýsinga- miðstöðvum á íslandi Inngangur í lok níunda áratugar 20. aldar hófst tölvuvæðing bókasafna hér á landi fyrir alvöru.1 Þar sem tölvu- vædd skráning safnkosts bauð upp á miklu meiri leit- armöguleika en voru fyrir hendi í spjaldskránum var með hliðsjón af breyttum aðstæðum farið að huga að lyklun gagna á íslenskum bókasöfnum með mögu- leika tölvutækninnar í huga. í september 1990 hélt undirrituð fyrirlestur sem nefndist /slensk efnisorða- skrá2 á ráðstefnu um íslenska bókfræði sem haldin var á Akureyri. Þar var meðal annars fjallað um staðal um heimildaskráningu, þ.e. leiðbeiningar um qerð og þróun kerfisbundinna efnisorðaskráa á einu tungumáli, sem flokkunarnefnd bókasafna vann þá að þýðingu á og gefinn var út árið eftir sem ÍST 90.3 í fyrirlestrinum var gert ráð fyrir að gefnar yrðu út leiðbeiningar um vinnuaðferðir við gerð íslenskrar efnisorðaskrár og ennfremur að flokkunarnefnd stýrði samantekt ís- lenskrar efnisorðaskrár sem stuðlaði að samræm- ingu í lyklun milli safna, auðveldaði samvinnu þeirra og dreifingu upplýsinga í framtíðinni. Mælt var með að gefin yrði út íslensk efnisorðskrá hið fýrsta og þannig skapaður traustur grundvöllur „til að hægt verði að vinna markvisst að íslenskri efnisorðaskrá þannig að bókaverðir og bókasafnsnotendur megi njóta hennar svo fljótt sem auðið er.“4 Er skemmst frá því að segja að ekki varð af því að flokkunarnefnd stæði fyrir samantekt og útgáfu íslenskrar efnisorða- skrár. Nefndin þýddi hins vegar annan staðal um heimildaskráningu, þ.e. um aðferðir við athugun heim- ilda, greiningu á efni þeirra og val efnisorða, sem gefinn var út árið 19945 en eftir það hefur flokkunarnefnd bókasafna ekki verið kölluð saman. Fyrstu aðgerðirnar til samræmingar á sviði lykl- unar hér á landi voru að sumarið 1992 var gefin út Kerfisbundin efnisorðaskrá (e. thesaurusj sem greinar- höfundur tók saman ásamt Margréti Loftsdóttur. Vinnan við skrána hófst árið 1990 með því markmiði að bæta úr brýnni þörf fyrir staðlaða kerfisbundna efnisorðaskrá sem einkum skapaðist við tölvuvæð- ingu safna. Efnisorðaskráin hefur alls verið gefm út þrisvar, 2. útgáfa kom árið 1996 og sú þriðja 2001 und- ir titlinum Kerfisbundinn efnisorðalykillfyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar.6 Eftir fyrstu útgáfuna gengu fulltrúar, skráningarráð, notendafélags Fengs (DOBIS/LIBIS) til liðs við höfunda um þróun skrár- innar7 sem skapaði breiðari grundvöll og skipti sköpum við þróun hennar. Markmið skráningarráðs var að tryggja samræmi í lyklun í gagnagrunninum Feng. Mörg bókasöfn landsins styðjast nú við Kerfis- bundna efnisorðalykilinn við lyklun safnkosts. Ennþá er skráin sú eina sinnar tegundar sem gefin hefur verið út og aðgengileg er hér á landi. Lykillinn er almenn kerfisbundin efnisorðaskrá sem sérefnisorðaskrár gætu tengst. í inngangi8 er uppbyggingu hennar og notkun lýst og hvaða aðferðum skuli beita við að byggja upp ný efnisorð sem falla að skránni og verður henni ekki lýst nánar hér. Við uppbyggingu efnisorða- lykilsins er stuðst við staðalinn ÍST 90. Nokkur söfn, sem notað hafa Gegni (LIBERTAS- kerfið), sóttu árið 2000 um styrk til að hefja gerð efnisorðaskrár. Veittur hefur verið 6,5 milljón króna styrkur til verkefnisins „að samræma efnisorð í Gegni og efnisorð í Kerfisbundnum efnisorðalykli"9 sem nefnd- ur var hér að framan. Verkefnið er farið af stað en ekkert hefur enn þá verið gefið út eða gert aðgengi- legt á annan hátt en stefnt er að því að efnisorða- lykillinn verði aðgengilegur á Netinu í framtíðinni. Nú fyrri hluta ársins 2003 verður nýi Gegnir (Aleph 500 kerfið) opnaður en það er landskerfi íslenskra bókasafna sem leysir meðal annars gamla Gegni og Feng af hólmi. Þar verða sameinaðar skráningarupp- lýsingar safnanna og íslensk söfn eignast sína fyrstu heildrænu samskrá. Fengur var bókasafnskerfi um 70 almennings- skóla- og rannsóknarbókasafna en í gamla Gegni var, auk þess að vera heimaskrá 11 aðildarsafna,10 vísir að samskrá sem lokað var í októ- ber 2001 þegar hætt var að taka við bókfræðilegum upplýsingum í skrána.11 Gegnir var aðgengilegur í gegnum Netið án gjalds og hægt var um tíma að kaupa áskrift að Feng. Áríðandi er að tryggja markvissar heimildaleitir í nýja bókasafnskerfinu og samræma lyklunaraðferðir allra aðildarsafnanna. Stefnt er að því að 3. útg. Kerfis- BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.