Bókasafnið - 01.01.2003, Side 54
Samvinna, sem hófst árið 1997 meðal þjóðbóka-
safna í þýskumcelandi Iöndum Európu, leiddi til þess
að öll löndin nota nú sama efnisorðakerfið (SWD)54
sem upphaflega var þróað í þjóðbókasafni Vestur
Þýskalands og styðjast jafnframt við sömu reglurnar
um notkun þess (RSWK) sem fyrst komu út árið 1986
eftir fimm ára undirbúningsvinnu hóps sérfræð-
inga.55 i athugun er að taka sérefnisorðalykla upp í al-
menna efnisorðalykilinn (SWD) sem styðst við rit-
hjarl og efnisorðum er bætt við eftir því sem þörf
krefur.56 Þá má geta þess að mikill áhugi er á því í
Þýskalandi að þýða óstyttu útgáfu Dewey-kerfisins og
taka upp notkun þess í landinu sem væri mikil breyt-
ing til samræmingar í flokkun því þar í landi hefur
nánast hvert bókasafn um sig þróað eigið flokkun-
arkerfi.
Hjá þeim löndum sem skoðuð voru er þróun
efnisorðalykla í höndum þjóðbókasafnanna með full-
tingi fagnefnda sem skipuð eru fulltrúum allra safna-
tegunda. Áhersla er lögð á að ný efnisorð séu aðeins
tekin upp ef þau byggjast á efnisgreiningu tiltekinna
rita, þ.e. styðjast við rithjarl.
Önnur lönd sem til dæmis er vert að gefa gaum að
lyklun hjá eru Frakkland og Pólland en hér verður
látið staðar numið að sinni.
Af framansögðu má glögglega sjá að á sviði lykl-
unar er þróunin hér á landi langt á eftir þeim löndum
sem kynnt hafa verið til sögunnar og mikið verkefni
bíður bókasafna landsins í samræmingu efnisorða-
gjafar, þróun heildarefnisorðalykils sem og sérefnis-
lykla og stefnumörkun í lyklun almennt.
Þróun íslensks efnisorðalykils
og stefnumótun um lyklun hér á landi
Eins og áður var drepið á hefur enn því miður hvorki
verið mótuð heildstæð stefna um lyklunaraðferðir á
bókasöfnum og upplýsingasmiðstöðvum hér á landi
né verið samstaða um að öll söfn byggðu á Kerfis-
bundna efnisorðalyklinum, tækju þátt í þróun hans og
notkun sem og mótun heildarstefnu í lyklun gagna á
söfnunum. Leiða má að því nokkur rök að Lands-
bókasafn íslands - Háskólabókasafn hefði átt að hafa
forgöngu um málið. í 15. lið 7. gr. laga um safnið frá
árinu 1994 segir að hlutverk bókasafnsins sé m.a. „Að
stuðla að samræmingu starfshátta í íslenskum
bókasöfnum, veita þeim faglega ráðgjöf og eiga við
þau sem víðtækast samstarf."57 í lögum um al-
menningsbókasöfn frá árinu 1997 er enn frekar
hnykkt á þessari hugsun en þar segir í 11. grein:
„Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn stuðlar
A EIJNUM STAÐ!
Offset ehf. býður hraðþjónustu í stafrænni prentun, sem hentar mjög vel í nútímafyrirtækjum.
Helstu kostirnir eru að ákveðið upplag er prentað í upphafi, t.d. 50-2000 stk. og síðan er hægt að panta viðbótarupplag
í þeim fjölda sem þörf er á hverju sinni. Þannig er komist hjá þvi að sitja uppi með óþarfa birgðir prentefnis.
Nokkur dæmi um þjónustu okkar eru:
Allskyns skýrslur, t.d. ársskýrslur - Almenn fjölritun/ljósritun - Skönnun og litgreining myndefnis - Nafnspjöld
Hönnun og uppsetning efnis - Teikningaprentun - Teikningaljósritun - Teikningaskönnun
Plaköt allt upp í 4m x l,8m
Komdu við eða hringdu í síma 545 0000 og fáðu nánari upplýsingar.
Sjá einnig á heimasíðu okkar www.offset.is
Faxafeni 8 / 108 Reykjavík / Sími: 545 0000 / www.offset.is / e-mail: joi@offset.is
NÝ LEIÐ TIL AÐ
að samræmingu starfshátta í íslenskum bókasöfn-
um, veitir þeim faglega ráðgjöf og á við þau samstarf,
svo sem nánar er kveðið á um í lögum um stofnunina
og reglugerð á grundvelli þeirra.“58 í 14. gr. reglugerðar
um safnið frá árinu 1998 er tekið enn dýpra í árinni
en þar segir meðal annars: „Landsbókasafn stuðlar
að samvinnu bókasafna í landinu og að samræmingu
starfshátta, sbr. 11 gr. laga um almenningsbókasöfn
nr. 36/1997. Meðal annars er um að ræða ráðgjafar-
starf og útgáfu handbóka, þróun og útgáfu bókfræði-
legra staðla, viðhald samskrár í tölvukerfi safnsins og
starfrækslu millisafnalána."59 Því miður hefur safnið
ekki haft bolmagn til að sinna þeim verkefnum sem
tilgreind eru hér að ofan nema að litlu leyti en vert er
að geta þess að nú í byrjun árs fór í dreifingu hjá
safninu langþráð ný íslensk útgáfa af Dewey-kerfinu
sem mikill fengur er að fyrir íslensk bókasöfn, sér-
staklega við samræmingu í flokkun þegar valkostir
kerfisins eru notaðir fýrir íslenskt efni.60
Eins og áður er getið mælti Vinnuhópar um efnis-
orðagjöf með stofnun efnisorðaráðs sem hefði það
hlutverk að móta stefnu um efnisorðagjöf í nýja
Gegni. Uppbygging sameiginlegs gagnagrunns ís-
lenskra bókasafns gerir samræmingu í lyklun heim-
ilda nær óhjákvæmilega. Stöðlun efnisorða og sam-
kvæmni í notkun þeirra auðveldar notendum mark-
visst aðgengi að upplýsingum.
Fyrsta skrefið í stefnumótun er að ákveða hvaða
aðferðum eigi að beita við að þróa Kerfisbundna efnis-
orðalykilinn og eftir hvaða aðferðum eigi að taka upp
efnisorð í hann.
Meðal annars þarf að marka stefnu um eftirfar-
andi atriði varðandi efnisorðalykilinn.
1. Hvort hann styðjist við rithjarl (e. literary
warrant) eða hvort um fræðilega uppbyggingu
verði að ræða. Við uppbyggingu þeirra efnis-
orðalykla, sem drepið var á hér að framan, er
stuðst við lyklun á útgefnu efni og þeir þróaðir
eftir því sem þörf krefur.
2. Fyrir eitt og sama hugtak ætti að setja fram eitt
heiti. Forðast ætti samheitalyklun, þ.e. að
dreifa heimildum um sama eða mjög svipað
efni á mismunandi samheiti eða heiti sem
hafa svo líka merkingu að við lyklun er til-
hneiging til að nota bæði/öll heitin sem valorð
ef þau eru bæði/öll í boði. Ef tiltekin valorð eru
ávallt notuð saman við lyklun heimilda er
ástæða til að skoða hvort ekki megi velja á
milli þeirra þannig að annað verði vikorð en
hitt valorð. Samræma þarf núverandi lyklun út
frá þessu sjónarmiði.
3. Framsetning og mótun valorðs, til dæmis þarf
að ákvarða eftir hvaða reglum á að nota
eintölu- og fleirtölumynd efnisorða, einkum
valorða.
4. Móta stefnu um eftir hvaða reglum skal leysa
samsett heiti upp í frumþætti. Samkvæmt ÍST
9061 er litið þannig á að hvert valorð sé sjálf-
stæður leitarlykill sem geti tengst öðru valorði
við heimildaleitir en af hagkvæmnisástæðum
við heimildaleitir getur þurft að nota samsett
valorð.
Æskilegt er að skráin skiptist a.m.k. í stafrófsrað-
aða framsetningu þar sem færslur (valorð og vikorð)
eru í einni stafrófsröð og stigveldisskipta framsetn-
ingu þar sem yfirheiti (þ.e. víðasta heiti hvers efnis-
sviðs) eru í stafrófsröð og undir því yfirlit yfir valorð
hvers stigveldis. Skrá sem þessi þarf að vera í stöð-
ugri endurskoðun því stöðugt skapast þörf á heitum
fyrir ný hugtök og endurskoðun á eldri heitum verður
nauðsynleg vegna viðhorfsbreytinga og þróunar í
málnotkun.62 Þá er nauðsynlegt að þær breytingar
sem gerðar eru á lyklunarmálinu komi fram í
skránni.
Aðildarsöfn nýja Gegnis þurfa að eiga þess kost að
koma með tillögur um hugtök sem sett yrðu fram á
lyklunarmálinu. Ákveða þarf eftir hvaða reglum á að
taka ný orð, sem ekki eru í útgefnum efnisorðalykli,
upp í efnisorðakerfið.
Jafnframt þarf að móta reglur um hvernig beita
eigi lyklinum við efnisgreiningu safnkosts og gefa út
leiðbeiningar þar að lútandi í handbók. Móta þarf
stefnu á sem skýrastan hátt til að tryggja sam-
kvæmni hjá þeim sem lykla en hún er mikilvæg til að
tryggja áreiðanleika leitarheimta. Samkvæmni þarf
að tryggja hjá sama lyklara og hjá öllum lyklurum
sem efnisgreina heimildir fyrir gagnagrunninn.
Reglurnar þurfa meðal annars að taka til þeirra
atriða sem fjallað er um hér að neðan:
1) ítarleiki lyklunar. Ákvarða þarf hámarksfjölda
efnisorða sem heimild fær en vissulega fer
eftir efnisumfangi hve þörf er á mörgum efnis-
Listdansskóli Islands
Engjateigi 1-105 Reykjavík
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
53