Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 60
Auður Styrkársdóttir
Kvennasögusafn íslands
Kvennasögusafn íslands var stofnað á ný-
ársdag árið 1975, á fyrsta degi alþjóðlegs
kvennaárs Sameinuðu þjóðanna. á heimili
Önnu Sigurðardóttur á Hjarðarhaga 26 í
Reykjavík. Anna lagði safninu til húsnæði á eigin
heimili og gaf því eigið heimilda- og bókasafn. Hún
var forstöðumaður safnsins og lengst af eini starfs-
maður þess, en hún lést í janúar 1996. Hér verður
gerð nokkur grein fyrir Önnu Sigurðardóttur og því
safni sem hún kom á fót, markmiðum þess og fram-
tíðaráformum.
Anna Sigurðardóttir
Anna Sigurðardóttir fæddist að Hvítárbakka í Borgar-
firði árið 1908, þriðja barnið í röð tíu barna Sigurðar
Þórólfssonar og Ásdísar Margrétar Þorgrímsdóttur.
Sigurður átti fyrir eina dóttur á lífi, Kristínu L. Sigurð-
ardóttur, er var m.a. þingkona Sjálfstæðisflokksins
1949-1953. Sigurður hafði áður misst eiginkonu og
unga dóttur.
Sigurður var skólastjóri lýðháskólans á Hvítár-
bakka og nutu því systkinin meiri ogbetri menntunar
en þá var títt, ekki síst stúlkur. Árið 1920 flutti fjöl-
skyldan til Reykjavíkur og gekk Anna í Mýrarhúsa-
skóla á Seltjarnarnesi í tvö ár. Þar skipti Anna sér
sennilega í fyrsta sinn af jafnréttismálum karla og
kvenna. Þannig háttaði að drengir í Mýrarhúsaskóla
fengu tvo leikfimitíma í viku en telpur engan. Þetta
þótti Önnu og skólasystrum hennar hart og linntu
ekki látum fyrr en þær fengu einn leikfimitíma í viku.
Anna var síðar við nám í Kvennaskólanum í Reykja-
vík árin 1924-1926, dvaldist í Berlín í Þýskalandi 1929-
1930 sem þátíðar „au-pair“ stúlka, og vann síðan ým-
is störf fram til 1939. Anna giftist Skúla Þorsteinssyni
árið 1938 og fluttu þau til Eskifjarðar árið 1939. Þar
fékkst Anna við kennslu en vann einnig á hrepps-
skrifstofunni. Anna og Skúli bjuggu á Eskifirði til
ársins 1957 er þau fluttu aftur til Reykjavíkur og þá
með þrjú börn.
Anna segir sjálf að hún hafi fyrir alvöru farið að
hugsa um kvenréttindamál við lestur blaðsins Mel-
korku er hóf göngu sína árið 1944. Aðstandendur
blaðsins vildu hvetja konur til að berjast fyrir réttind-
um sínum. Árið 1947 gekk Anna í Kvenréttindafélag
íslands. Veturinn 1950 beitti hún sér fyrir stofnun
Kvenréttindafélags Eskifjarðar og gegndi formennsku
frá stofnun félagsins þar til hún flutti til Reykjavíkur.
Árið 1958 hóf hún störf á skrifstofu Kvenréttindafé-
lagsins og vann þar til 1964. Anna sat í stjórn fé-
lagsins 1959-1969 og sótti einnig fundi erlendis fyrir
þess hönd. Þar kynntist hún erlendum kvenréttinda-
konum og stóð í bréfaskriftum við margar þeirra.
Kvennasögusafn íslands stofnað
Anna fór að halda til haga öllu því er rak á fjörur
hennar er tengdist sögu kvenna skömmu fyrir 1950.
Hún skrifaði niður heimildir og hugdettur og safnaði
úrklippum, bókum og tímaritum. Árið 1968 hélt
Kvenréttindafélag íslands fund Samtaka norrænna
kvenréttindafélaga á Þingvöllum. Þar hélt Karen
Westmann Berg, dósent við Uppsalaháskóla, erindi
um nýjar rannsóknir í sögu kvenna og sagði m.a. frá
kvennasögusafninu í Gautaborg, sem stofnað var árið
1958, en er nú deild í bókasafni Gautaborgarháskóla.
Segja má að þessi fyrirlestur hafi orðið Önnu hug-
ljómun. Hún ræddi möguleika og fyrirkomulag
kvennasögusafns á íslandi oft við bókasafnsfræð-
ingana Elsu Miu Einarsdóttur og Svanlaugu Baldurs-
dóttur, en þær voru tíðir gestir á heimili hennar. Á
nýársdag 1975, fyrsta degi alþjóðlegs kvennaárs, var
svo Kvennasögusafn íslands stofnað formlega á
heimili Önnu Sigurðardóttur á Hjarðarhaga 26 í
Reykjavík, og veitti hún því forstöðu. Anna lagði ekki
einungis fram húsnæði til safnsins heldur gaf því
einnig eigið heimilda- og bókasafn. Hún var jafn-
framt eini starfsmaður safnsins og gegndi starfi for-
stöðumanns þar til hún lést í ársbyrjun 1996. Síðar
sama ár tókust samningar um flutning safnsins í
Þjóðarbókhlöðu. Þar starfar safnið sem sérdeild undir
sérstakri stjórn sem í eiga sæti fulltrúar frá Lands-
bókasafni, Rannsóknastofu í kvennafræðum og
Kvenfélagasambandi íslands, en forstöðumaður
heyrir undir landsbókavörð.
Markmið Kvennasögusafns
Samkvæmt stofnskrá Kvennasögusafns íslands og
samningi við Landsbókasafn eru markmið þess að
safna og varðveita heimildir og gögn er varða sögu
kvenna, svo sem útgefnar bækur, óprentuð handrit,
bréf og fundargerðir. Safnið skal auk þess sjá til þess
að gögn séu skráð og stuðla að því að skráðar séu
heimildir og gögn er varða sögu kvenna og varðveitt
58
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003