Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 61
Auður Styrfeársdóttir, /orstöðumaður Kvennasögusafns íslands, á sferi/sto/u sinni í Þjóðarbófe-
hlöðunni.
eru annars staðar. Safnið skal
einnig greiða fyrir áhugafólki um
sögu íslenskra kvenna og veita
aðstoð við að afla heimilda og
miðla þekkingu um sögu kvenna.
í því felst m.a. að gefa út fræðslu-
og heimildaskrár.
Kvennasögusafni íslands er
einnig ætlað að hafa samvinnu
við önnur kvennasögusöfn.
Samvinnan hefur verið mest við
sambærileg söfn á Norðurlönd-
unum, KVINFO í Kaupmanna-
höfn, Kvinnohistoriska samling-
arna í Gautaborg og Kilden í Osló.
Forstöðumaður sótti sameigin-
legan fund safnanna árið 2001 og
voru þar lögð drög að sameigin-
legu verkefni um nýju kvenna-
hreyfinguna á Norðurlöndum
sem birt verður á heimasíðum
safnanna. Vinnan hér á landi er
hafin og væntanlega mun al-
menningur geta séð fyrsta áfangann vorið 2003.
Kvennasögusöfn á Norðurlöndunum skiptast á marg-
víslegum upplýsingum og er þessi samvinna ómet-
anleg fyrir Kvennasögusafn íslands.
Starfsemi safnsins
Starfsemi safnsins hlýtur ávallt að velta á þeim fjár-
munum sem það hefur til ráðstöfunar. Það hefur
aðeins einn starfsmann og er hann kostaður af sér-
stakri fjárveitingu til safnsins. Forstöðumaður sinnir
flokkun og skráningu efnis auk þess að svara fyrir-
spurnum sem berast símleiðis, um tölvupóst og frá
gestum sem leita til safnsins, en þeir eru fjölmargir,
aðallega þó fræðimenn og nemendur á framhalds-
skólastigi. Safninu berst töluverður fjöldi bóka og
skjala á ári hverju og mörg kvenfélög og kvenfélaga-
sambönd hafa komið skjalasöfnum sínum til varan-
legrar geymslu hjá Kvennasögusafni. Þetta eykur gildi
safnsins fyrir þá fræðimenn sem áhuga hafa á sögu
kvenfélaga og samtaka og hreyfinga kvenna.
Þrátt fyrir lítið ráðstöfunarfé hefur safninu tekist
að gangast fyrir útgáfu á nokkrum ritum síðustu árin.
Má þar nefna ritið Ártöl og áfangar í sögu íslenskra
kvenna sem kom út árið 1998 í ritstjórn Erlu Huldu
Halldórsdóttur og Guðrúnar Dísar Jónatansdóttur.
Ritið Kvennaslóðir kom út árið 2001, mikið rit og veg-
legt til heiðurs SigríðiTh. Erlendsdóttur sagnfræðingi.
Þá gaf safnið út bæklinginn Kvennasöguslóðir í Kvos-
inni sumarið 2002, lítið rit um áfangastaði í gamla
miðbæ Reykjavíkur þar sem konur hafa komið eða
koma við sögu. Það rit er væntanlegt á ensku vorið
2003.
Veraldarvefurinn er að mörgu leyti upplýsinga-
veita nútímans og sú leið sem yngri kynslóðin fetar
fyrst. Því er öllum söfnum nauðsynlegt að koma upp
góðum heimasíðum. Kvennasögusafn íslands hefur
síðustu misserin lagt aukna áherslu á þennan þátt í
starfi safnsins. Á heimasíðuna hafa til að mynda ver-
ið settar upplýsingar um íslenskar konur sem lokið
hafa doktorsprófi, nöfn þeirra, heiti ritgerðar, dag-
setning varnar og háskóla þar sem vörnin fór fram.
Þessi skrá er unnin í samvinnu við Önnu Höllu Björg-
vinsdóttur á þjóðdeild Landsbókasafns, en þar er
sennilega að finna heildstæðustu skrá landsins um
íslendinga sem lokið hafa doktorsprófi. Þá er að finna
á heimsíðunni nokkra leslista, m.a. um Bríeti Bjarn-
héðinsdóttur. Kvennasögusafn fékk Hólmfríði Önnu
Baldursdóttur til að safna saman heimildum um
sögu íslenskra kvenna og mun afrakstur þeirrar
vinnu berast á heimasíðu safnsins á næstu mánuð-
um. Skrár og listar af þessu tagi geta létt notendum
safnsins leit að ýmsu efni og þá jafnframt dregið úr
álagi á starfsfólk Kvennasögusafns og Landsbóka-
safns við að hjálpa fólki í heimildaleit. Komið hefur í
ljós bæði hér heima og erlendis að þegar skrár hafa
verið gerðar aðgengilegar í rafrænu formi hefur eftir-
spurnin vaxið mjög eftir viðkomandi heimildum.
Verðmæti heimildanna hefur því aukist til muna.
Kvennasögusafn íslands hefur staðið fyrir nokkr-
um sýningum sem ætlað er að miðla þekkingu um
sögu kvenna. Má þar nefna sýningu til minningar um
skáld- og listakonuna Ástu Sigurðardóttur árið 2000,
og sýningu um ævi og störf Bjargar C. Þorláksson árið
2002. Sýningar safnsins hafa almennt vakið athygli
og verið fjölsóttar. Þá hefur safnið gengist fyrir kvöld-
vöku í byrjun desembermánaðar ár hvert þar sem
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
59