Bókasafnið - 01.01.2003, Side 67
Örn Hrafnkelsson
VESTNORD
Stafrœnar endurgerðir dagblaða og tímarita á Netinu - www.timarit.is
Inngangur
í Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni stendur
yfir vinna viö stórt blaða- og tímaritasafn sem er
aðgengilegt á Netinu öllum að kostnaðarlausu. (Sjá:
www.timarit.is.) Safnið mun hafa að geyma, þegar
það verður fullgert, myndir og texta allra íslenskra
blaða og tímarita frá upphafi og fram til 1920 og býður
jafnframt upp á þann möguleika að setja þar inn
yngra efni.
Verkið er unnið í samstarfi við tvö önnur bóka-
söfn, Landsbókasafn Færeyja og Grænlands. Það
hófst í byrjun árs 2000 og gengur undir heitinu VEST-
NORD og skal tæknilegri þróun þess og hönnun vera
lokið fyrir árslok 2003. Hin söfnin leggja til efni og
velja það sem þau vilja gera aðgengilegt á Netinu. Hér
á íslandi er miðað við efni sem er frá því fyrir 1920 en
það er vegna laga um höfundarétt. Á hinum söfnun-
um, í Færeyjum og Grænlandi, velja þau það efni sem
þeim þykir henta best svo framarlega sem það
stangast ekki á við lög um höfundarétt.
Félagar okkar í Færeyjum og Grænlandi taka þátt í
þeirri hugmyndavinnu sem þarf að fara fram áður en
haldið er af stað í svona stórt verk en starfsmenn
Landsbókasafns sjá um alla tækniþróun. Við upp-
byggingu verkefnisins var ákveðið að nota þau tæki
sem eru til staðar í Landsbókasafni - stafræna
myndavél en ekki örfilmur - til að koma efninu yfir á
stafrænt form, en sú aðferð hefur tíðkast annars
staðar við gerð sambærilegra verkefna víðs vegar um
heiminn.
Hugmyndin að stafrænu blaða- og tímaritasafni
með íslensku efni vaknaði eftir að við á Landsbóka-
safni höfðum fylgst með sambærilegu verkefni sem
unnið var að hjá systursöfnum okkar í Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Það var um mitt ár 1998
að þau hófust handa við uppbyggingu á verkefni sem
nefnist TIDEN en þar ætla þau að koma völdu efni
sem er á örfilmum yfir á stafrænt form og gera það
aðgengilegt á Netinu. Þess má geta að fyrrgreindu
verkefni lauk í október 2001. (Sjá: tiden.kb.se.) Bæði
þessi verkefni, TIDEN og VESTNORD, hafa hlotið
styrki frá NORDINFO. Þá hafa RANNÍS og Nýsköpun-
arsjóður námsmanna styrkt Landsbókasafn við þró-
un verkefnisins hér á landi.
í fyrrgreindum verkefnum, VESTNORD og TIDEN,
eru notaðar tvær mismunandi aðferðir við að koma
efninu á stafrænt form. Tilgangur þessara tveggja
verkefna er að búa til eitt stafrænt bókasafn blaða og
tímarita, og hafa þeir sem koma að þessum tveimur
verkefnum skipst á hugmyndum og miðlað af reynslu
sinni um það hvaða hugbúnaður, tæki o. þ. h. hefur
reynst þeim best. Þótt TIDEN-verkefnið sé á enda
runnið er verið að kanna hvort hægt sé að búa til
sameiginlegt aðgengi fyrir þessi tvö norrænu blaða-
og tímaritasöfn. Er það von okkar að hægt verði að
setja á fót eina sameiginlega gátt að þessum staf-
rænu söfnum þar sem notendur geta leitað frá einum
stað að efni eftir ýmsum bókfræðilegum atriðum, svo
sem titlum, útgefendum, útgáfustöðum, og seinna
meir í texta blaðanna, og afmarkað leitina við sérstök
landsvæði.
Almennt um VESTNORD-verkefnið
°g uppbyggingu þess
Miðað við allar áætlanir má skipta VESTNORD-verk-
efninu upp í fjóra þætti: (a) að búa til bókfræðigrunn,
(b) að búa til myndasafn, (c) að greinaskrá blöðin og
gefa innihaldi þeirra efnisorð, (d) að búa til leitarbært
textasafn með tölvulestrarforriti sem stundum er
nefnt OCR-vinnsla (en OCR stendur fyrir: Optical
Character Recognition). Seinna meir munu allir þess-
ir þættir (a-d) vinna sjálfstætt eða mynda saman leit-
arbært blaða- og tímaritasafn. Hugmyndin er sú að
bókfræðigrunnurinn myndi grunn verkefnisins og
greina- og efnisorðasafninu verði síðan bætt við
ásamt þeim texta sem verður til með tölvulestri og
hann gerður leitarbær.
Aðgengi að blaða- og tímaritasafninu verður þrí-
þætt:
(1) það verður hægt að blaða í gegnum safnið
(fletta frá síðu til síðu)
(2) framkvæma textaleit
(3) leita eftir höfundum, titlum og efnisorðum.
Opnað verður fyrir þetta aðgengi í áföngum. Frá og
með 23. september 2002 geta notendur blaðað í þeim
titlum sem hafa nú þegar verið myndaðir en þeim
fjölgar jafnt og þétt. Opnað verður fyrir textaleit á
árinu 2003 og í lok sama árs verður opnað fyrir þriðja
aðgengið, sem er leit eftir höfundum, titlum og efnis-
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
65