Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 67

Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 67
Örn Hrafnkelsson VESTNORD Stafrœnar endurgerðir dagblaða og tímarita á Netinu - www.timarit.is Inngangur í Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni stendur yfir vinna viö stórt blaða- og tímaritasafn sem er aðgengilegt á Netinu öllum að kostnaðarlausu. (Sjá: www.timarit.is.) Safnið mun hafa að geyma, þegar það verður fullgert, myndir og texta allra íslenskra blaða og tímarita frá upphafi og fram til 1920 og býður jafnframt upp á þann möguleika að setja þar inn yngra efni. Verkið er unnið í samstarfi við tvö önnur bóka- söfn, Landsbókasafn Færeyja og Grænlands. Það hófst í byrjun árs 2000 og gengur undir heitinu VEST- NORD og skal tæknilegri þróun þess og hönnun vera lokið fyrir árslok 2003. Hin söfnin leggja til efni og velja það sem þau vilja gera aðgengilegt á Netinu. Hér á íslandi er miðað við efni sem er frá því fyrir 1920 en það er vegna laga um höfundarétt. Á hinum söfnun- um, í Færeyjum og Grænlandi, velja þau það efni sem þeim þykir henta best svo framarlega sem það stangast ekki á við lög um höfundarétt. Félagar okkar í Færeyjum og Grænlandi taka þátt í þeirri hugmyndavinnu sem þarf að fara fram áður en haldið er af stað í svona stórt verk en starfsmenn Landsbókasafns sjá um alla tækniþróun. Við upp- byggingu verkefnisins var ákveðið að nota þau tæki sem eru til staðar í Landsbókasafni - stafræna myndavél en ekki örfilmur - til að koma efninu yfir á stafrænt form, en sú aðferð hefur tíðkast annars staðar við gerð sambærilegra verkefna víðs vegar um heiminn. Hugmyndin að stafrænu blaða- og tímaritasafni með íslensku efni vaknaði eftir að við á Landsbóka- safni höfðum fylgst með sambærilegu verkefni sem unnið var að hjá systursöfnum okkar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Það var um mitt ár 1998 að þau hófust handa við uppbyggingu á verkefni sem nefnist TIDEN en þar ætla þau að koma völdu efni sem er á örfilmum yfir á stafrænt form og gera það aðgengilegt á Netinu. Þess má geta að fyrrgreindu verkefni lauk í október 2001. (Sjá: tiden.kb.se.) Bæði þessi verkefni, TIDEN og VESTNORD, hafa hlotið styrki frá NORDINFO. Þá hafa RANNÍS og Nýsköpun- arsjóður námsmanna styrkt Landsbókasafn við þró- un verkefnisins hér á landi. í fyrrgreindum verkefnum, VESTNORD og TIDEN, eru notaðar tvær mismunandi aðferðir við að koma efninu á stafrænt form. Tilgangur þessara tveggja verkefna er að búa til eitt stafrænt bókasafn blaða og tímarita, og hafa þeir sem koma að þessum tveimur verkefnum skipst á hugmyndum og miðlað af reynslu sinni um það hvaða hugbúnaður, tæki o. þ. h. hefur reynst þeim best. Þótt TIDEN-verkefnið sé á enda runnið er verið að kanna hvort hægt sé að búa til sameiginlegt aðgengi fyrir þessi tvö norrænu blaða- og tímaritasöfn. Er það von okkar að hægt verði að setja á fót eina sameiginlega gátt að þessum staf- rænu söfnum þar sem notendur geta leitað frá einum stað að efni eftir ýmsum bókfræðilegum atriðum, svo sem titlum, útgefendum, útgáfustöðum, og seinna meir í texta blaðanna, og afmarkað leitina við sérstök landsvæði. Almennt um VESTNORD-verkefnið °g uppbyggingu þess Miðað við allar áætlanir má skipta VESTNORD-verk- efninu upp í fjóra þætti: (a) að búa til bókfræðigrunn, (b) að búa til myndasafn, (c) að greinaskrá blöðin og gefa innihaldi þeirra efnisorð, (d) að búa til leitarbært textasafn með tölvulestrarforriti sem stundum er nefnt OCR-vinnsla (en OCR stendur fyrir: Optical Character Recognition). Seinna meir munu allir þess- ir þættir (a-d) vinna sjálfstætt eða mynda saman leit- arbært blaða- og tímaritasafn. Hugmyndin er sú að bókfræðigrunnurinn myndi grunn verkefnisins og greina- og efnisorðasafninu verði síðan bætt við ásamt þeim texta sem verður til með tölvulestri og hann gerður leitarbær. Aðgengi að blaða- og tímaritasafninu verður þrí- þætt: (1) það verður hægt að blaða í gegnum safnið (fletta frá síðu til síðu) (2) framkvæma textaleit (3) leita eftir höfundum, titlum og efnisorðum. Opnað verður fyrir þetta aðgengi í áföngum. Frá og með 23. september 2002 geta notendur blaðað í þeim titlum sem hafa nú þegar verið myndaðir en þeim fjölgar jafnt og þétt. Opnað verður fyrir textaleit á árinu 2003 og í lok sama árs verður opnað fyrir þriðja aðgengið, sem er leit eftir höfundum, titlum og efnis- BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.