Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Side 70

Bókasafnið - 01.01.2003, Side 70
Almennar hugleiðingar Hér að framan verið fjallað um tæknileg atriði er varða þetta verkefni en í lokin er rétt að ljúka þessu á vangaveltum um kosti slíks blaða- og tímaritasafns. 1. „Eitthvað fyrir alla“ - Það er vitað mál að endurgerð blaða og tímarita mun gagnast ekki aðeins fræði- mönnum og nemendum heldur einnig almenn- ingi. Þá er einnig vitað að þessi blöð og tímarit eru aðeins til á mjög fáum bókasöfnum og þar er að- gengi að þeim mjög takmarkað. Þá er einnig vitað að þessar heimildir nýtast mjög mörgum fræða- sviðum, svo sem í sagnfræði, íslensku (bæði bók- menntum og málfræði) og ættfræði. Þá þekki ég það einnig úr starfi mínu sem bókavörður að almenningur sækir mikið í þessi blöð og tímarit. 2. „Því meira því betra“ - Það efni sem verður gert aðgengilegt með þessum hætti eru öll íslensk blöð og tímarit frá öndverðu og fram til 1920 - nálægt 185 titlar eða eitthvað í kringum 250 þúsund blaðsíður. 3. „Forvarsla til framtíðar“- Þegar öll íslensk blöð og tímarit hafa verið gerð aðgengileg á Netinu verður mögulegt að taka frumritin úr umferð og ganga frá þeim til varanlegrar geymslu við bestu aðstæður en sum þeirra eru nú þegar í mjög illa farin. Ég vil einnig geta þess að mikilvægt er að gera við frum- ritin, bæði áður en þau verða mynduð og seinna meir þegar þau fara í geymslu. 4. „Aðgengi fyrir alla“ - Hver og einn sem hefur að- gang að tölvu mun hafa tækifæri til að skoða blöðin og tímaritin hvar sem hann er staddur og hvenær sem er: hann þarf aðeins að hafa aðgang að nettengdri tölvu. Á sama hátt munu margir geta skoðað sama eintakið í einu og í því felst tímasparnaður, ekki aðeins fyrir starfsfólk bóka- safna heldur munu gestir geta afgreitt sig sjálfir hvenær sem er. 5. „Nýsköpun" - Myndir verða samkvæmt bestu gæð- um, í lit eða svart-hvítu allt eftir óskum notand- ans í hvert skipti. Þá verður hægt að blaða í gegn- um efnið og leita eftir höfundum, titlum greina, efnisorðum eða sökkva sér ofan í textann með orðaleit. 6. „Lærdómsrík tilraun" - Að takast á við verkefni sem þetta - og því má ekki gleyma að fleiri taka þátt í því - er lærdómsríkt og út frá þeirri reynslu verður hægt að meta hvort skynsamlegt verði að ráðast í eitthvað sambærilegt, t.d. Stjórnartíðindi eða Alþingistíðindi ogblöð frá síðustu áratugum elleg- ar gamlar bækur frá síðustu öldum. Samantekt Tilgangurinn með stafrænni endurgerð á blöðum og tímaritum er a. að bjóða tvennskonar aðgang um Netið að blöðum og tímaritum: (1) aðgang að efninu sjálfu, þ.e. ritunum (2) aðgang að innihaldi þeirri, þ.e. að leita að ákveðn- um orðum eða orðasamböndum, titlum, höfund- um eða efnisorðum. b. að bjóða takmarkalaust aðgengi að bókfræði- grunni og stafrænum endurgerðum sem uppfylla strangar gæðakröfur. c. að búa til heildrænt safn af íslenskum blöðum og tímaritum. Summary VESTNORD - digital reproduction of newspapers and magazines on the Internet The three national libraries of the West-Nordic countries: The National and University Library of Iceland, the National Library of the Faeroe Islands and the National and Public Library of Greenland are now creating a digital library - VESTNORD - with historical newspapers and magazines from the 18th, 19th and 20th centuries (see: www.timarit.is <http://www. timarit.is/>.) When it is finished, in 2003, it will incorporate around 300.000 pages. The VESTNORD project can be divided into four phases or parts: (a) to make a bibliographical database, (b) to make an image collection, (c) to make a bulk or collection of text using the OCR-techni- que, (d) to catalogue the newspaper and magazine articles and organise them under headings. In the future, all these phases or parts will work both independently and together (a-d), forming a searchable, digitized collection of news- papers and magazines. The idea is as follows: the biblio- graphical material will form the centre of the database and provide a framework for the image collection; the article- database will then be added to this; lastly, the collection of text which will be made searchable, both by word or by phrase. In a way, access will be three-dimensional: it will be possible to browse through the material (images); search by author, article title or subject; or words and phrases. The aim of the VESTNORD project is, therefore: (a) to provide Internet access to historical newspapers and magazine: access to the material itself; and access to specific parts of its contents; (b) to allow users unlimited access to the data- base, providing them with reproductions of the material of the highest possible standard and (c) to make the digitally reconstructed material as complete a collection as possible. 68 BÓKASAFNIÐ 27. ARG. 2003

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.