Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 72

Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 72
Stefnuyfirlýsing IFLA um Netið Óhindraður aðgangur að upplýsingum er grund- vallaratriði fyrir frelsi, jafnrétti, aiþjóðlegan skilning og frið. Þess vegna fullyrðir IFLA - Alþjóðleg samtök bókavarðafélaga og stofnana eftirfarandi: • Vitsmunalegt frelsi er réttur sérhvers einstaklings, bœði til að hafa og tjá skoðanir og til að leita að og taka á móti upplýsingum. Þetta er undirstaða lýðrœðis og jafnframt þungamiðjan í þjónustu bókasafna. • Frjálst aðgengi að upplýsingum á hvaða formi sem er og án tillits til landamœra er þungamiðja ábyrgð- ar starfsstétta bókasafna og upplýsingamiðstöðva. • Áfeuœði um óhindraðan aðgang að Netinu á bókasöfn- um og upplýsingamiðstöðvum styður samfélög og einstaklinga við að öðlastfrelsi, velmegun og þroska. • Hindranir upplýsingaflœðis œtti aðfjarlœgja, sérstak- lega þœr sem stuðla að misrétti,fátækt og uonleysi. Frjálst aðgengi að upplýsingum, Netinu og bókasöfnum og upplýsingaþjónustu Bókasöfn og upplýsingamiöstöövar eru öflugar stofn- anir sem tengja fólk saman með upplýsingaforða frá víðri veröld og með þeim hugmyndum og skapandi verkum sem það leitar eftir. Bókasöfn og upplýsinga- miðstöðvar hafa á boðstólum auðlegð mannlegrar tjáningar og menningarlega fjölbreytni á hvaða formi sem er. Netið gerir einstaklingum og samfélögum um heim allan kleift, hvort sem um er að ræða í hinum minnstu og afskekktustu byggðum eða í stærstu borgum, að hafa jafnan aðgang að upplýsingum fyrir persónulegan þroska, menntun, hvatningu, eflingu menningarmála, fjármálastarfsemi og upplýsta þátt- töku í lýðræðisríki. Allir geta komið á framfæri áhugamálum sínum, þekkingu og menningu sem allur heimurinn getur síðan sótt heim. Bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar láta í té ómissandi aðgang að Netinu. Fyrir suma bjóða þau fram þægindi, leiðsögn og aðstoð en fyrir aðra eru þau eini tiltæki aðgangurinn. Þau láta í té búnað til að vinna bug á hindrunum sem skapast af mismun hvað varðar fjármagn, tækni og menntun. Grundvallaratriöi varðandi frjálsan aðgang að upplýsingum á Netinu Aðgangur að Netinu og öllum heimildum sem þar er að finna ætti að vera í samræmi við Mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, einkum 19. grein: Huer maður skalfrjáls skoðana sinna og að því að láta þær í Ijós. Felur slíkt frjálsrœði í sér réttindi til þess að leita, taka við og dreifa upplýsingum og hugmyndum með hverjum þeim hœtti sem vera skal og án tillits til landa- mæra. Hnattræn tenging um Netið býður upp á miðil sem gerir það kleift að allir geti notið ofangreindra réttinda. Þar af leiðandi ætti aðgangurinn hvorki að vera háður neins konar hugmyndafræðilegri, stjórn- málalegri eða trúarlegri ritskoðun né efnahagslegum hindrunum. Bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar hafa ennfrem- ur þá skyldu að þjónusta alla þegna viðkomandi sam- félags, án tillits til aldurs, kynþáttar, þjóðernis, trúar- bragða, menningar, stjórnmálaskoðana, líkamlegrar eða annarrar fötlunar, kyns eða kynhneigðar eða annarra aðstæðna. Bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar ættu að styðja þann rétt notenda að leita upplýsinga að eigin vali. Bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar ættu að virða einkalíf notenda sinna og viðurkenna að heimildir sem þeir nota eiga að vera trúnaðarmál. Bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar bera ábyrgð á að auðvelda og stuðla að almennum aðgangi að há- gæða upplýsingum og fjarskiptum. Notendur ætti að aðstoða við að ná nauðsynlegri færni og skapa hentugt umhverfi til þess að nota þær upplýsinga- veitur og þjónustu, sem þeir hafa valið, á frjálsan og öruggan hátt. Til viðbótar við þær fjölmörgu gagnlegu heimildir sem fáanlegar eru á Netinu, eru sumar rangar, vill- andi og geta verið móðgandi. Starfsfólk bókasafna ætti að hafa til reiðu upplýsingar og heimildir fyrir bókasafnsnotendur til að læra að nota Netið og rafrænar upplýsingar á skilvirkan og markvissan hátt. Það ætti á framsækinn hátt að efla og greiða fyrir áreiðanlegum aðgangi að hágæða netupplýsing- um fyrir alla notendur sína, þar með talin börn og ungt fólk. Sem og önnur grundvallarþjónusta ætti aðgangur að Netinu á bókasöfnum og upplýsingamiðstöðvum að vera án endurgjalds. Útfærsla stefnuyfirlýsingarinnar IFLA hvetur alþjóðasamfélagið til að styðja þróun að- gangs að Netinu um heim allan, og sérstaklega í þró- 70 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.