Bókasafnið - 01.01.2003, Side 75
• Að efla lestur og koma heimildum og þjónustu
skólasafna á framfæri við skólasamfélagið í heild
sinni og ennfremur út fyrir það.
Skólasafnið rækir ofangreinda starfsemi með því að
marka og þróa stefnu og þjónustu, velja og afla
heimilda, sjá fyrir efnislegu og vitsmunalegu aðgengi
að viðeigandi heimildum upplýsinga, sjá fyrir
aðstöðu til kennslu og ráða þjálfað starfsfólk.
Starfsfólk
Fagmenntaður skólasafnstjóri er sá starfsmaður sem
ber ábyrgð á skipulagningu og stjórn skólasafnsins
með aðstoð annarra starfsmanna safnsins og í
samvinnu við aðra í skólasamfélaginu og í samstarfi
við almenningsbókasöfn og aðrar stofnanir.
Hlutverk skólasafnstjóra getur verið mismunandi
í samræmi við fjárhagslegt bolmagn, námsskrá og
kennsluaðferðir skóla. Það fer einnig eftir fjárhags-
stöðu og löggjöf hvers lands. Tiltekin þekkingarsvið
eru ómissandi ef skólasafnstjórar eiga að geta þróað
og starfrækt skilvirka þjónustu á skólasafni, þ.e. fjár-
mála-, bókasafns- og upplýsingastjórnun svo og
kennslufræði.
í samfélagi þar sem tölvusamskipti aukast stöð-
ugt, verða skólasafnstjórar að vera færir um að skipu-
leggja og kenna bæði kennurum og nemendum
margs konar færni í meðferð upplýsinga. Þess vegna
verður að gera skólasafnstjórum kleift að þróa
stöðugt faglega færni.
Starfsemi og stjórnun
Til að tryggja skilvirka og gegnsæja starfsemi er
nauðsynlegt:
• Að stefna um þjónustu skólasafns sé sett fram
og markmið, forgangsröðun og þjónusta í tengsl-
um við námskrá skólans skilgreind.
• Að skólasafnið sé skipulagt og rekið í samræmi
við staðla á fagsviðinu.
• Að þjónustan sé aðgengileg öllum í skólasam-
félaginu og starfrækt í samræmi við yfirvöld og í
nánum tengslum við samfélagið.
• Að stuðla að því að safnið starfi í samvinnu við
kennara, skólayfirvöld, stjórnendur, foreldra
aðra bókasafns- og upplýsingafræðinga og aðra
samfélagshópa.
Útfærsla stefnuyfirlýsingarinnar
Stjórnvöld, fyrir tilstilli þess fagráðuneytis sem fer
með menntamál, eru hvött til að þróa stefnumörkun,
áætlanir og reglugerðir til að útfæra meginatriði
stefnuyfirlýsingarinnar.
Stefnuyfirlýsingunni ætti að dreifa til stofnana
sem halda uppi grunnnámi og endurmenntun fyrir
bókasafns- og upplýsingafræðinga sem og kennara.
Þeir sem taka ákvarðanir á landsmælikvarða og í
sveitarstjórnum svo og bókasafnasamfélagið í heild
sinni eru hér með hvött til að útfæra þá meginþætti
sem settir eru fram í stefnuyfirlýsingunni.
Stefnuyfirlýsingin um skólasöfn (The School Libr-
ary Manifesto) var tekin saman af IFLA (International
Federation of Library Associations and Institutions),
Alþjóðlegum samtökum bókavarðafélaga og stofnana
og staðfest af UNESCO (United Nations Educational,
Scientific and Cultural Organization), Menningarmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna á Aðalráðstefnu
(General Conference) stofnunarinnar í nóvember 1999.
Þórdís T. Þórarinsdóttir þýddi ©2002
Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræöa - http://
luiuiu.bofeis.is
Menntamálardðuneytið styrkti útgáfu stefnuyfirlýsingar-
innar á íslensfeu.
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
73