Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 76

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 76
Sigbergur E. Friðriksson f. 7. sept. 1949, d. 8. júní 2002 Kveðja Fallinn er frá Sigbergur E. Friðriksson bókasafns- fræðingur. Hann lést 8. júní á síðasta ári eftir stutt veikindi, aðeins 52 ára að aldri. Á starfsferli sínum vann Sigbergur einkum að skráningarmálum og kom víða að þróunarstarfi við tölvuvinnslu í bókasöfnum. Á því sviði vann hann brautryðjandastarf. Vegna þekkingar sinnar og reynslu naut hann trausts og virðingar allra þeirra sem honum kynntust. Sigbergur fæddist í Hvammi í Fáskrúðsfirði 7. september 1949. Hann stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri þar sem hann lauk stúdents- prófi árið 1970. Hann hóf síðan nám við Háskóla íslands og lauk þaðan B.A.-prófi í bókasafnsfræði, íslensku og sagnfræði árið 1975. Sama ár varð hann fastráðinn bókavörður við Háskólabóka- safn, en hafði á námsárum sínum unnið tíma- vinnu við safnið. Þegar Háskólabókasafn og Landsbókasafn voru sameinuð í nýrri stofnun í Þjóðarbókhlöðu árið 1994 var Sigbergur ráðinn deildarstjóri í skráning- ardeild. Hafði hann á hendi umsjón með skráningu erlendra rita og þróun skráningarsniðs. Sérgrein Sigbergs var skráning bókasafns- gagna. Á því sviði hafði hann yfirburðaþekkingu. Eftir að tölvur komu til skjalanna aflaði hann sér einnig mikillar þekkingar á bókasafnskerfum og meðhöndlun gagna. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í þessu efni á erlendum og al- þjóðlegum vettvangi. Starfsfélögum Sigbergs ber saman um að hann hafi unnið störf sín af einstakri fagmennsku og vandvirkni. Vinna hans við tölvuvæðingu bóka- safna verður seint að fullu metin. Munar mestu um framlag hans við undirbúning bókasafnskerf- isins Gegnis, uppsetningu þess og þróun. Án hans hefði róðurinn orðið miklu þyngri. Ritverk sem liggja eftir Sigberg eru bundin starfsvettvangi hans eins og vænta má. Þar er einkum um að ræða Skráningarreglur bókasafna, þýddar með íslenskum dæmum (1988), en þetta rit hefur verið notað við kennslu í bókasafns- fræði; ISBD(M): alþjóðlegan staðal um bókfrœðilega lýsingu prentaðra bóka (þýðingu frá 1992) og Mark- snið Gegnis (1993) sem Sigbergur þýddi og staðfærði með íslenskum dæmum. Þá kom í hlut Sigbergs að semja Lýsigagna- handbófe (2001), þ.e. íslenska gerð af staðli fyrir skráningaratriði vefsíðna. Þetta verk var unnið á vegum menntamálaráðuneytisins. Reynsla Sigbergs á sviöi tölvuvæðingar bóka- safna var ómetanleg við þá vinnu sem nú hefur staðið um skeið í því skyni að setja á fót heildar- kerfi allra bókasafna í landinu. Á þeim vettvangi náði hann að skila góðu grundvallarverki og eru menn þakklátir fyrir það. Það lýsir Sigbergi vel að hann fylgdist með þessari framkvæmd af lifandi áhuga til síðustu stundar. Sigbergur var hæglátur maður og barst lítið á. Honum féll best að vinna störf sín í kyrrþey. Hann var hvers manns hugljúfi og var alltaf boðinn og búinn að liðsinna þegar leysa þurfti aðkallandi vanda. Þeir eru orðnir fjölmargir sem notið hafa leið- sagnar hans, bæði nýir starfsmenn og bókasafns- fræðingar sem leituðu til hans í því skyni að glöggva sig á tölvuskráningu gagna, einnig nemar í bókasafnsfræði. Leiðsögnin var alltaf ljúfmann- leg, en Sigbergi var einkar lagið að útskýra hin flóknustu atriði á einfaldan hátt. Við sjáum nú á bak góðum félaga í sveit bóka- safnsfræðinga. Skarð hans verður vandfyllt, en verk hans standa og eftir lifir minningin um mætan mann. Ritstjórn Bókasafnsins og stjórn Upplýsingar kveðja Sigberg Friðriksson með virðingu og þökk. 74 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.