Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Page 77

Bókasafnið - 01.01.2003, Page 77
Bækur og líf Elín Jóhannesdóttir í leit að ‘tímaþjófum’ Fyrir um það bil ári síðan, er ég var nýkomin að utan úr námi, lenti ég í þeirri aðstöðu að vera atvinnulaus í fyrsta skipti á ævinni. Reynslan var ekki skemmtileg og fólst aðallega í stöðugri bið eftir því að eitthvað færi nú að ‘gerast’, sem og leit að einhverju til að hafa að gera þess á milli. Ráðgjafarnir sögðu að mikilvægast væri að hafa nóg fyrir stafni, svo eftir að hafa þrifið íbúðina hátt og lágt, þvegið og straujað hvert eitt og einasta stykki úr fataskápnum, yfirfarið og endurraðað í alla skápa og skúffur var kominn tími að ráðast á bókaskápana. Það var líka orðið viðkvæðið að vinir og kunningjar réttu mér bók í hvert sinn er ég kvartaði yfir atvinnuleysinu svo á endanum var ég komin með dágóðan bókastafla. Hófst svo lesturinn. Þetta var æðislegt, ég las allt, allt milli himins og jarðar, hvort sem viðfangsefnið var Harry Potter eða Jónas Hallgrímsson, það var æðislegt að eiga tíma til að lesa (hlaut að auki ómælda aðdáun bróðursonar míns fyrir Potterþekkinguna). Þetta mun hljóma eins og ég hafi aldrei lesið bók fyrr, en eftir krefjandi framhaldsnám var yndislegt að vera að lesa án þess að þurfa að leggja allt á minnið - og það merkilega er að þá gerist það sjálfkrafa. Góð skáldsaga hrífur þig með sér, eiginleiki sem er sjaldnar fundinn í námsbókum. Allt í einu varð atvinnuleysið eins og forréttindi, það að eiga tíma til að lesa. Á þessum tíma kynntist ég fyrst bókum Arnaldar Indriðasonar. Varð einlægur aðdáandi og las allt sem maðurinn hafði skrifað, að minnsta kosti skáldsögurnar. Það sem mér finnst skemmtilegast við bækur Arnaldar er hversu myndrænar þær eru. Maður sér allt svo ljóslifandi fyrir sér, líkt og þegar maður les bókina eftir að hafa séð kvikmyndina. Ég sé fyrir mér litlu safnaraíbúðina hans Erlendar í Breiðholtinu, finn lyktina heima hjá Elínborgu, þegar hún á von á öllu tengdafólkinu í mat, og veit nákvæmlega að hver hlutur á sinn stað heima hjá Sigurði Óla og Bergþóru. Ráðgátan - morðgátan - er aldrei auðleyst og á oftast djúpar rætur í fortíðinni. Fléttur sögunnar eru oftast tvær eða þrjár, annað mál er tengist rannsókninni beint eða óbeint, svo og sálarstríð Erlendar og barna hans. Eins og mér þykir orðið vænt um Erlend og co. er Napóleonsskjölin sú bók Arnaldar sem er hvað mest í uppáhaldi hjá mér, kannski vegna þess að hún er ekki um hið þaul- reynda þríeyki. Málið snýr líka öðruvísi við lesandan- um, þ.e. við vitum alltaf örlítið meira en stúlkan úr Utanríkisráðuneytinu sem lendir í öllum hremming- unum. Napóleonsskjölin er heldur ekki bara skáld- saga heldur líka kvikmynd og það stórkostleg kvik- mynd. Maður sér fyrir sér glæsilegar hasarsenur upp á Vatnajökli, eltingaleik á Miðnesheiði, slagsmál á Kaffi Austurstræti, það er meira að segja rúmsena, allt sem tilheyrir Hollywood fyrirmyndinni, að ógleymdum íslensku náttúruskotunum. Skilst að Baltasar sé kominn með kvikmyndaréttinn. Myndin gæti þó stórlega skaðað samskipti íslands og Banda- ríkjanna. Eftir þriggja mánaða atvinnuleysi var síðan sælan búin. í dag leita ég ekki að tímaþjófum, þeir eru alls staðar, heldur að tíma fyrir mig og þá sérstaklega tíma til að lesa. Árni Sigurjónsson Hver er þessi maður? í ferðalagi í haust komst ég að því í flugstöðinni að bókin sem ég ætlaði að lesa á leiðinni hafði lent í ferðatöskunni svo mig vantaði kilju fyrir þetta átta stunda langa flug. Flugferðin varð skemmtileg, enda rambaði ég þarna á bók eftir Philip Roth sem heitir The Human Stain (2000) og kláraðist hún raunar ekki fyrr en við lendingu á heimleiðinni. Þessi saga fjallar um háskólakennara sem er bandarískur blökkumaður, nægilega hvítur á hörund til að geta villt á sér heimildir og hefur verið talinn hvítur allt frá því hann hóf háskólanám. Ofaná þessa þverstæðu bætist að hann stígur á strik BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 75

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.