Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Page 82

Bókasafnið - 01.01.2003, Page 82
Netfang: bokasafn@seltjarnarnes.is. Veffang: www.seltjarnarnes.is/bokasafn Mánud. kl. 12-22, þriðjud.-föstud. kl. 12-19, laugard. (okt,- apríl) kl. 13-16. Bókasafn Mosfellsbæjar Þverholti 2, Mosfellsbæ. Sími: 566 6822, fax: 566 8114. Netfang: mhr@mos.is. Veffang: www.mos.is/bokasafn Mánud. kl. 12-21, þriðjud.-föstud. kl. 12-19, laugard. (1. sept. -15. maí) kl. 12-15. Upplýsingar í síma frá kl. 8. VESTURLAND Bókasafn Akraness Heiðarbraut 40. Sími: 433 1200, fax: 433 1201. Netfang: bokasafn@akranes.is. Veffang: www.akranes.is/bokasafn Mánud.-fimmtud.. kl. 13-20, föstud. kl. 11-18, laugard. kl. 11-14 (okt.-apríl). Lesstofa er opin yfir vetrarmánuði kl. 8-19.45 virka daga, annars á afgreiðslutíma safnsins. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar Bjamarbraut 4-6, Borgarnesi. Sími: 430 7200, fax: 430 7209. Netfang: bokasafn@safnahus.is. Veffang: www.safnahus.is. Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 13-18, þriðjud. og fimmtud. kl. 13-20. Amtsbókasafnið í Stykkishólmi Bókhlöðustíg 17. Sími: 438 1281, fax: 438 1081. Netfang: amtsty@stykkisholmur.is. Sept.-maí: Mánud.-fimmtud. kl. 15-19, föstud. kl. 13-17. Júní-ágúst: Mánud. og fimmtud. kl. 15-19. Bókasafn Snæfellsbæjar Hjarðartúni 6. Sími: 436 1507. Netfang: bokasafn@snb.is Veffang: www.snb.is/bokasafn. Mánud.-föstud. kl. 16-18, miðvikud. einnig kl. 20-22. Sumaropnun auglýst sérstaklega VESTFIRÐIR Héraðsbókasafn V-Barðastrandarsýslu Patreksskóla, sími: 456 1527. Á BÓKASAFNINU J.K. Rowling Harry Potter og fanginn frá Azkaban (Bjartur 2000) Harry var brugðið þegar hann leit í glugga bókaverslunarinnar. í stað hinna gullskreyttu galdrabóka á stærð við gangstéttarhellur sem venjulega voru hafðar til sýnis mátti nú sjá stórt járnbúr hinum megin við glerið. í því voru um það bil hundrað eintök af bókinni Ógnuœnlega skrímslabókin. Bækurnar glefsuðu og bitu í svo æðis- gengnum áflogum að rifnar blaðsíðurnar fuku í allar áttir. Harry dró bókalistann upp úr vasanum og las hann vandlega í fyrsta skipti. Ógnvænlega skrímslabókin var skráð sem skyldulesning í faginu um umönnun galdraskepna. Nú skildi Harry hvers vegna Hagrid hafði sagt að bókin ætti eftir að koma að góðum notum. Harry létti; hann hafði nefnilega óttast að Hagrid þyrfti aðstoð við eitthvað nýtt ógnvekjandi gæludýr. Þegar Harry gekk inn í Flourish & Blotts hraðaði búðareigandinn sér á móti honum. „Hogwartskóli?" spurði hann fyrirvaralaust. „Þarftu nýjar bækur?“ „Já,“ sagði Harry. „Mig vantar..." „Færðu þig“ sagði eigandinnn óþolinmóður og ýtti Harry til hliðar. Hann setti á sig mjög þykka hanska, tók sér stóran, kræklóttan staf í hönd og stefndi í átt að búrinu með skrímslabókunum. „Bíddu aðeins," sagði Harry í flýti, „ég á svona bók.“ „Er það?“ Svipur eigandans lýsti gríðarlegum létti. „Guði sé lof. Ég varbitinn fimm sinnum bara núna í morgun...“ Hátt, skerandi hljóð kvað við; tvær skrímslabókanna höfðu náð taki á þeirri þriðju og rifið hana í sundur. „Hættið þessu! Hættið þessu!" æpti eigandinn og potaði stafnum inn á milli rimlanna til að skilja þær að. „Þetta er í síðasta skipti sem ég kaupi birgðir af þessum bókum! Þetta er algjör kleppur! Ég hélt að botninum hefði verið náð þegar við keyptum tvö hundruð eintök af Ósýnilegu huliðsbókinni - þær kostuð heil ósköp og við fundum þær aldrei... Jæja... var það eitthvað annað sem ég get aðstoðað þig með?“ (2000, s. 39-40) 80 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.