Bókatíðindi - 01.12.2013, Side 3
Efnisyfirlit
1
Kæru bókakaupendur,
Íslenskur bókamarkaður er einstakur. Á Íslandi gefa
fleiri en 100 aðilar út bækur á hverju ári og í ár
eru skráðar rúmlega 700 nýjar bækur í Bókatíðindin.
Aðeins 1 af hverjum 3 þýdd, þannig að mikill meiri
hluti út gáfunnar er eftir íslenska höfunda, sem er afar
ánægjulegt.
Eitt af því sem gerir íslenskan bókamarkað svo einstakan
eru Bókatíðindin sem þú heldur nú á, en hvergi í heim
inum eru borin út tíðindi nánast allrar útgáfu ársins inn á
hvert heimili. Bókatíðindin eru upphafið að jólahaldinu í
hugum margra, og að fá bækur í jólagjöf er ríkur þáttur
í jólahaldi flestra Íslendinga enda sú hefð að leggjast til
hvílu á aðfangadag með nýja bók nauðsynleg mörgum.
Jólabókaflóðið, sem nú er hafið, er hornsteinn íslenskrar
bókaútgáfu og í raun það sem fjölmargir bókaútgef
endur, rithöfundar og aðrir, sem útgáfunni tengjast,
byggja allt sitt á. Jólabókaflóðið er því að mörgu leyti
grundvöllur þess að íslensk bókaútgáfa geti þrifist með
þeim hætti sem hún hefur gert áratugum saman. Sú ríka
hefð Íslendinga að gefa bækur til jólagjafa er flestum
sem að þessu koma nauðsynleg.
Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent í 25. skiptið
á næsta ári og af því tilefni hefur Félag íslenskra bóka
útgefenda ákveðið að fjölga verðlaunaflokkum í samtals
þrjá og verður nú í fyrsta skipti veitt verðlaun í flokki
barna og unglingabóka. Og þar er úr fjölmörgum
bókum að velja, en útgáfa barna og unglingabóka
eykst nú um næstum fimmtung milli ára, sem er mikið
ánægjuefni.
Að venja börn við bóklestur skiptir miklu máli. Lestur
örvar máltilfinningu, auðveldar tjáningu, eykur málskiln
ing og bætir námsárangur. Hann er fjölvítamínið sem við
þurfum öll á að halda.
Framundan eru frábær bókajól.
Njótið vel.
Egill Örn Jóhannsson
Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
BÓK ATÍÐ INDI 2013
Útgef andi: Félag íslenskra bóka út gef enda
Bar óns stíg 5
101 Reykja vík
Sími: 511 8020
Netf.: fibut@fibut.is
Vef ur: www.fibut.is
Hönn un kápu: Ámundi Sigurðsson
Ábm.: Benedikt Kristjánsson
Upp lag: 125.000
Umbrot, prent un Oddi,
og bók band: umhverfisvottuð prentsmiðja 141 776
UMHVERFISMERKI
PRENTGRIPUR
Dreifing: Íslandspóstur hf.
ISSN 10286748
Leið bein andi verð
„Leiðb.verð“ í Bók atíð ind um 2013 er áætl að
útsölu verð í smá sölu með virð is auka skatti.
Verð eru á ábyrgð hvers útgefanda.
Barna- og unglingabækur
Íslenskar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2
Þýddar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Skáld verk
Íslensk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42
Þýdd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54
Hljóðbækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70
Ljóð og leikrit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74
Endurútgáfur
Íslenskar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82
Þýddar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88
Listir og ljósmyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92
Héraðslýsingar, saga og ættfræði . . . . . . . . . . . . . . . 96
Ævi sög ur og end ur minn ing ar . . . . . . . . . . . . . . . . . . 102
Matur og drykkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 114
Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . 120
Útivist, íþróttir og tómstundir . . . . . . . . . . . . . . . . . 172
Rafbækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 182
Höf unda skrá. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 191
Útgef end ur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 199
Bók sal ar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 202
Titl askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 204
Þetta tákn merkir hljóðbók.
Tímalengd er uppgefin í mínútum.
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3