Bókatíðindi - 01.12.2013, Síða 13
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3 Barna- og unglingabækur « ÍSLENSK AR »
11
sögur. Ævintýraleg bók sem
heillar yngstu kynslóðina en
líka þá fullorðnu.
32 bls.
Salka
ISBN 9789935170996
Freyju saga
Múrinn
Sif Sigmarsdóttir
Dónolborg er í heljargreip
um einvaldsins Zheng og
lífvarðasveita hans. Þar elst
Freyja upp og veit ekki betur
en að hún sé ósköp venju
legur borgarbúi, þar til hinir
Utanaðkomandi taka skyndi
lega að sýna henni áhuga.
Hverjir eru þeir og hvað
vilja þeir Freyju? Múrinn er
fyrsta bókin í sagnabálkinum
Freyju sögu, ævintýralegum
spennutrylli fyrir unglinga.
365 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 9789979333999
Nikký og slóð hvítu
fjaðranna
Brynja Sif Skúladóttir
Myndskr.: Hjörleifur Skorri
Þormóðsson
Ný viðburðarík og spennandi
bók fyrir 912 ára. Nikký ellefu
ára lendir í háskalegu ævin
týri í Sviss þegar duldir hæfi
leikar hennar hrinda af stað
ótrúlegri atburðarrás.
158 bls.
Salka
ISBN 9789935171047
Íslensku smábarnabækurnar
Nú er úti norðanvindur
Marta Hlín og Birgitta Elín
Íslenskur vetur eins og hann
gerist bestur með örlitlu jóla
ívafi. Kuldaskór og vettlingar,
jólakötturinn, laufabrauð og
smákökur. Heiti hvers við
fangsefnis á íslensku, dönsku,
ensku og þýsku. Gott að kúra
undir sæng með litla krílinu
sínu og skoða þessa bók á
meðan maður bíður af sér
veturinn.
16 bls.
Töfraland
ISBN 9789935453624
Næstum Mennsk
Ísold Ellingsen Davíðsdóttir
Hvað eiga tvær geimverur,
fallinn engill, varúlfur, álfur
og ninja sameiginlegt? Þau
eru öll Næstum Mennsk!
Myndasaga þessi greinir frá
því hvernig leiðir þeirra lágu
saman, með afdrifaríkum
afleiðingum fyrir mannkynið
– og alla hina. Gamansamt og
stórbrotið ævintýri fyrir eldri
sem yngri lesendur.
90 bls.
Aparass Comix
(Ísold E. Davíðsdóttir)
ISBN 9789979722885
Leiðb.verð: 1.990 kr. Kilja
Randalín og Mundi
í Leynilundi
Þórdís Gísladóttir
Myndskr.: Þórarinn M.
Baldursson
Vinirnir komast í kynni við
sérkennilegt fólk, forvitnilega
fugla og dularfullan nábít.
Fyrri bók höfunda hlaut bæði
Fjöruverðlaunin og Bóksala
verðlaunin.
92 bls.
Bjartur
ISBN 9789935454133
Rangstæður í Reykjavík
Gunnar Helgason
Jón Jónsson og félagar hans
úr Þrótti eru komnir á Rey
Cup, innan um stelpur og
stráka í 3. og 4. flokki frá öllu
landinu og meira að segja frá
útlöndum! Þar ríkir gríðarleg
spenna innan vallar og utan,
og strákarnir komast að
því að rangstöðureglur eru
flóknar, bæði í fótboltanum
og lífinu sjálfu. Hér heldur
Gunnar Helgason áfram með
gríðarvinsælan bókaflokk
sem heillað hefur lesendur
undanfarin ár.
316 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 9789979333982