Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 50
48
Skáldverk « ÍSLENSK » B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Líf mitt, til dæmis
(Dagbækurnar 1998–2002)
Margrét Bjarnadóttir
Tunglbók nr. 5. Bókin er upp-
seld hjá útgefanda.
76 bls.
Tunglið forlag
ISBN 9789935915245 Kilja
Lífsháski
Halldór Svavarsson
Saga þessi segir frá þremur
systkinum sem fara í stutta
sjóferð til að lífga upp á dag-
inn, þegar foreldrar þeirra
bregða sér af bæ. Skemmti-
ferðin snýst upp í andhverfu
sína; háskalegt ævintýri og
mannraunir.
146 bls.
Óðinsauga Útgáfa
ISBN 978-9935-451-34-7
Leiðb.verð: 2.670 kr. Kilja
Lygi
Yrsa Sigurðardóttir
Gamlar syndir, nýjar lygar,
óhugnanlegar tilviljanir. Yrsa
bregst ekki lesendum sínum
í nýrri og spennandi glæpa-
sögu.
302 bls.
Veröld
ISBN 978-9935-440-57-0
Mannlífsmyndir
Vigfús B. Jónsson
Sagnamaðurinn Vigfús á
Laxamýri sækir efnivið smá-
sagna sinna í fjölbreytilegar
og kímilegar hliðar mannlífs-
ins. Sögur hans eru á kjarn-
yrtu íslensku alþýðumáli og
í þeim eru varðveitt fjölmörg
og orðtæki sem tilheyrðu
veröld sem var.
160 bls.
Bókasmiðjan Selfossi
ISBN 978-9935-9099-5-4
Leiðb.verð: 1.990 kr. Kilja
Mánasteinn
Drengurinn sem aldrei var til
Sjón
Árið er 1918 og frá Reykjavík
má sjá eldgos í Kötlu mála
himininn nótt sem dag.
Drengurinn Máni Steinn
lifir í kvikmyndunum. Sof-
andi dreymir hann mynd-
irnar í tilbrigðum þar sem
vefur atburðanna er slunginn
þráðum úr hans eigin lífi. En
þá tekur spænska veikin land
og leggur þúsundir bæjarbúa
á sóttarsæng. Það súgar milli
heima í veröld þar sem líf og
dauði, veruleiki og ímyndun,
leyndarmál og afhjúpanir
vegast á.
132 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-392-4
My pussy is hungry
Hugleikur Dagsson
Nýtt safn myndasagna á
ensku eftir hinn ástsæla
myndasmið og athuganda,
Hugleik Dagsson. Hér eru
fjölmörg helg vé tekin til
skoðunar og útkoman er eins
og fyrri bækur höfundarins,
sprenghlægileg en afskap-
lega óviðeigandi.
224 bls.
FORLAGIÐ
Ókeibæ
ISBN 978-9935-439-06-2
Óbundin
Olnbogavík
Skáldsaga um glæpi, skap-
andi bókhald og óhefðbundna
matargerðarlist
Hermann Jóhannesson
Olnbogavík fjallar um ungan
borgarbúa sem er fenginn
til að líta yfir bókhald kaup-
félagsins á Olnbogavík.
Verkefnið á einungis að taka
skamman tíma en óvæntar
uppákomur verða til þess að
tefja vinnuna. Stöðugt birtast
nýir fletir á málinu og ýmis-
legt dularfullt kemur í ljós
varðandi kaupfélagið, hálf-
gleymd mannshvörf og fortíð
piltsins sjálfs.
Sagan er stútfull af skraut-
legum persónum, framúr-
stefnulegri matargerðalist og
ófyrirsjánlegum atburðum.
Olnbogavík og fólkið þar
verður smám saman ljóslif-
andi í huga lesandans.
348 bls.
Aðalatriði slf.
ISBN 978-9979-72-319-6
Leiðb.verð: 3.299 kr. Kilja