Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 60
58
Skáldverk « ÞÝDD » B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Græðarinn
Antti Tuomainen
Þýð.: Sigurður Karlsson
Illvirkinn sem kallar sig
„Græðarann“ myrðir vel valin
fórnarlömb í Helsinki – auð-
menn og fjölskyldur þeirra.
Blaðakonan Johanna er á
slóð hans þegar hún hverfur.
Maðurinn hennar leitar henn-
ar sjálfur og slóðin leiðir hann
dýpra og dýpra inn að kjarna
myrkrar veraldar. ★★★★ – SG/
Morgunblaðið
227 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3258-9 Kilja
Gröfin á fjallinu
Hjorth Rosenfeldt
Þýð.: Halla Kjartansdóttir
Fyrsta flokks sænskur krimmi
um hinn skapstygga en eld-
klára Sebastian Bergman.
Eftir höfund Brúarinnar.
488 bls.
Bjartur
ISBN 978-9935-454-17-1 Kilja
Heimsins besti bær
Arto Paasilinna
Þýð.: Þórður Skúlason
Kirkjubrennuvargurinn Asser
Toropainen liggur fyrir dauð-
anum og fær Eemeli, sonar-
syni sínum, það verkefni að
stofna andlátskirkjusjóð og
reisa kirkju í stað allra þeirra
sem sá gamli hafði brennt.
Hin glæsilega kirkja sem
rís í nágrenni Sotkamos
dregur til sín fólk af ólíku tagi
og smám saman verður til
lítið samfélag í kringum hana
sem lifir á landsins gæðum
og lætur sig lítið varða ys og
þys umheimsins.
Í Finnlandi er allt á fall-
anda fæti. Smástyrjaldir
víðs vegar um heim verða
að heimsstyrjöld. Og jafnvel
þótt lífið í litlu sókninni við
Ukonjärvi-vatnið einkennist
af meira jafnvægi og skyn-
semi en á vígstöðvunum,
fær Eemeli yfrið nóg af ill-
leysanlegum vandamálum
til að glíma við.
302 bls.
Skrudda
ISBN 978-9935-458-06-3
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
Horfin arfleifð
Kiran Desai
Þýð.: Kjartan Jónsson
Í afskekktu setri við rætur
Himalayjafjalla býr dómari á
eftirlaunum. Lífi hans er rask-
að er barnabarn hans, stúlkan
Sai, flyst inn á heimilið. Á setr-
inu er kokkur, en sonur hans
er ólöglegur innflytjandi í
New York og býr þar við erf-
iðan kost og hrekst frá einni
vinnu til annarrar. Höfundur
varpar ljósi á líf þessa fólks og
fjölda annarra litskrúðugra
persóna, á ljóðrænan og lif-
andi hátt. Í bakgrunni eru stef
nýlendustefnu og pólitísks
óróa í Norður Indlandi.
Kiran Desai hlaut Booker
verðlaunin árið 2006 fyrir
Horfna arfleifð.
318 bls.
Múltikúlti ehf.
ISBN 978-9979-72-432-2
Leiðb.verð: 3.900 kr.
Hungureldur
Victoriu Bergman
þríleikurinn
Erik Axl Sund
Þýð.: Halla Sverrisdóttir
Annar þáttur í mögnuðum
þríleik um Victoriu Bergman.
Í fyrstu bókinni, Krákus-
telpunni, voru kynntar til
sögunnar Sofia Zetterlund og
skjólstæðingur hennar Vic-
toria ásamt Janettu Kihlberg
í rannsóknarlögreglunni sem
þarf að takast á við erfiðasta
málið á ferlinum.
432 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-87-2 Kilja
Hún er horfin
Gillian Flynn
Þýð.: Bjarni Jónsson
Hjónaband getur verið ban-
jóla-
bækurnar
eru í nettó