Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 64
62
Skáldverk « ÞÝDD » B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Morð í dómkirkju
T. S. Elliot
Þýð.: Karl J. Guðmundsson
Ritstj.: Ingibjörg Ágústsdóttir
Morð í dómkirkju er vin-
sælasta leikrit T. S. Eliots,
eins þekktasta ljóðskálds
tuttugustu aldar. Leikritið
var fyrst sett upp árið 1935
í Kantaraborg á Englandi og
fjallar um píslarvætti Tómasar
Beckets erkibiskups sem var
veginn í dómkirkjunni í Kant-
araborg 29. desember árið
1170. Íslensk þýðing Karls. J.
Guðmundssonar er hér birt
í fyrsta skipti í heild sinni við
hlið enska frumtextans. Í inn-
gangi að leikritinu er fjallað
um ævi Eliots, hugmyndir
hans um ljóðaleikritun, til-
urð verksins, sögulegan bak-
grunn þess og fleira því tengt.
Í sérstökum bókarauka hefur
ritstjóri verksins sett saman
spurningar og verkefni til að
nota í kennslu leikritsins á
framhaldsskólastigi.
Inngangur er ritrýndur.
186 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-978-9
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Náttúruleg skáldsaga
Georgi Gospodinov
Þýð.: Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson
Óvenjuleg, margslungin og
heillandi skáldsaga eftir einn
þekktasta samtímahöfund
Búlgara. Sagan fellur utan
hefðbundins ramma skáld-
skapar, en á sér djúpar rætur
í heimi popplistar, heimspeki
og bókmennta. Opinská,
einlæg og rambar stundum
á barmi sturlunar.
160 bls.
Dimma ehf.
ISBN 978-9935-4012-1-2
Leiðb.verð: 2.699 kr.
Og fjöllin endurómuðu
Khaled Hosseini
Þýð.: Ísak Harðarson
Bláfátækur faðir í Afganistan
bjargar fjölskyldunni frá
hungurdauða með því að
selja ríkum hjónum í Kabúl
unga dóttur sína: örþrifaráð
sem setur mark á stúlkuna
og bróður hennar ævilangt.
Margbrotin og hjartnæm
saga sem leiðir lesandann
yfir höf og lönd, eftir sama
höfund og metsölubókin
Flugdrekahlauparinn.
372 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-399-3
Ó- Sögur um
djöfulskap
Carl Jóhan Jensen
Þýð.: Ingunn Ásdísardóttir
Þetta skáldverk á fáa sína líka
í norrænum samtímabók-
menntum. Höfundurinn
leikur sér að skáldsagna-
forminu og segir örlagasögur
þriggja kynslóða af einstakri
frásagnarlist og fáséðu valdi
á stíl. Sögurnar í þessari bók
eru vissulega djöfullegar;
þær lýsa persónum sem eru
helteknar af ástríðum og
órum – og allt getur gerst.
Tilnefnd til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs 2006.
930 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-88-9 Kilja
Ólæsinginn sem kunni
að reikna
Jonas Jonasson
Þýð.: Páll Valsson
Nombeko vex upp í fátækra-
hverfi í Suður-Afríku en flæk-
ist inn í alþjóðlega stjórn-
málarefskák og lendir um síðir
í Svíþjóð þar sem bræðurnir
Holger og Holger verða á vegi
hennar með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Ærslafull og
innihaldsrík saga eftir sama
höfund og metsölubókin
Gamlinginn sem skreið út um
gluggann og hvarf.
463 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-400-6/-404-4
Innbundin/Kilja
Parísarkonan
Paula Mclain
Þýð.: Herdís Magnea Hübner
bokaforlagidbifrost@simnet.is
Sími 511 2400
Barátta dóttur við að hreinsa mannorð forel-
dra sinna.
Það syrtir í álinn þegar dr. Lyons er myrtur
á heimili sínu á grimmdarlegan hátt.
Þá koma ýmis leyndarmál í einkalífi hans í
ljós og eiginkona hans, sem glímir við
Alzheimer-sjúkdóminn, er dregin inn í
morðrannsóknina.
Það kemur í hlut dóttur þeirra hjóna að
leysa móður sína undan ákærunni og finna
ástæðuna fyrir morðinu á föður sínum.
Mary Higgins Clark hefur ritað
rúmlega 30 spennusögur sem
hafa selst í metupplögum um
allan heim árum saman.
Drottning spennusögunnar
Nú einnig
sem kilja