Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 77
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3 Ljóð og leikrit
75
Bjarg
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Yfirleitt þykja blokkir ekki
kjörlendi ljóða en þessi bók
afsannar það. Fangað er
eitt afdrifaríkt andartak í lífi
blokkarinnar, litið við í öllum
hugskotum og ferðast upp
eftir stigagöngunum uns
komið er á efstu hæð. „Flott
bók, skemmtilegur þver-
skurður af þjóðfélaginu og
margir minnisstæðir karakt-
erar.“ – ÞH/Kiljan
112 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3363-0
Óbundin
Bók bókanna, bækur
ljóðanna. Alljóðaverk
Stefán Snævarr
Þessi bók samanstendur af
samtengdum undirbókum
rétt eins og Biblían. Þess
vegna kallast hún „Bók bók-
anna“. Jafnframt spannar hún
öll svið ljóðsins, þar af leið-
andi er hún „Bók ljóðanna“ og
„Alljóðaverk“, samanber „al-
listaverk“ (þý. Gesamtkunst-
werk). Allistaverk skapar eina
heild úr fleiri gerðum lista,
alljóðaverk eina heild úr fleiri
kvæðasviðum.
Stefán Snævarr fæddist
í Reykjavík árið 1953. Hann
er prófessor í heimspeki við
Lillehammerháskóla í Noregi.
Þetta er fimmtánda bók hans.
Níu þeirra eru skáldverk, sex
fræðirit.
203 bls.
Stefán Snævarr
ISBN 978-9979-72-259-5
Leiðb.verð: 5.000 kr.
Bæjarleið
Ari Trausti Guðmundsson
„Langt er liðið frá fyrstu heim-
sókn minni til bæjarins. Þá
var farartækið lítið stálskip.
Ég valdi fremur sjóferð en bíl-
ferð af því að strandsiglingar
voru enn við lýði og aðkoma
af sjó fljótleg og forvitnileg.“
Ari Trausti yrkir hér bálk
um sjómann og einstæðing
af næmi og innsæi – um
hlutskipti manns sem þrátt
fyrir einangrun lifir í sátt við
umhverfi sitt og samfélag.
72 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-462-18-3 Kilja
Ekkert nema strokleður
Mazen Maarouf
Úrval ljóða eftir palestínska
skáldið sem um skeið hefur
búið og starfað í Reykjavík.
Þessi tvímála útgáfa á arab-
ísku og íslensku hefur hlotið
afbragðs viðtökur. Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson, Kári Tul-
inius og Sjón íslenskuðu.
71 bls.
Dimma ehf.
ISBN 9789935401229
Leiðb.verð: 2.699 kr.
Ekki einhöm
Berglind Gunnarsdóttir
Efni ljóðanna í þessari bók er
margbreytilegt; þau spanna
viðnám tímans, fegurð and-
artaksins og harm dauðans,
ástina og skáldskapinn.
50 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-122-4 Kilja
j
ó
l
a
-
b
æ
k
u
r
n
a
r
e
r
u
í
n
e
t
t
ó