Bókatíðindi - 01.12.2013, Blaðsíða 82
80
Ljóð og leikrit B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Skessukatlar
Þorsteinn frá Hamri
Heillandi, persónuleg ljóða-
bók, í senn hlý og beitt. End-
urtekið stef er margslungin
tengsl nútíma og fortíðar.
★★★★★ „Heilsteypt og fjöl-
breytt ljóðabók eftir eitt af
okkar allra bestu skáldum.“ –
JYJ/Fréttablaðið
54 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3385-2
Skuldunautar
Steinunn G. Helgadóttir
Önnur bók Steinunnar, sem
2011 sendi frá sér Kafbáta-
kórinn, sama ár og hún hlaut
Ljóðastaf Jóns úr Vör. Stíll
Steinunnar er knappur, engu
er ofaukið, en um leið tekst
henni að galdra fram kröft-
ugan seið sem er fullur af
merkingu.
64 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-462-00-8 Kilja
Skyldi það vera
Stefanía G. Gísladóttir
Ættjarðarást endurspeglast
sterkt í ljóðum höfundar
sem fjalla um íslenska nátt-
úru, fólk og æskuminningar.
Hér er næm tilfinning fyrir
íslensku máli og leikið með
orð og andstæður.
80 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-108-5 Kilja
Sonnettugeigur
Valdimar Tómasson
Þessi fallega og yfirlætislausa
bók hefur að geyma sonnett-
ur Valdimars Tómassonar um
ástina og dauðann en íslensk
skáld hafa löngum gripið til
þessa suðræna bragarháttar
til að tjá með hátíðlegum
hætti djúpar tilfinningar.
Skáldið sýnir hér listatök á
þessu krefjandi formi.
38 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-413-6
Óbundin
sonur
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir
Myndir: Gréta V.
Guðmundsdóttir
Bókin sonur er fyrsta ljóðabók
Ástu Bjarkar en þar yrkir hún
til minningar um látinn son
sinn, Svein Bjarka Sigurðsson.
Gréta V. Guðmundsdóttir
hannaði bókina.
87 bls.
Blómatorgið
ISBN 978-9979-72-442-1
Stolin krækiber
Skopmyndaskreytt úrval
vísnaþátta úr Skessuhorni
Dagbjartur Dagbjartsson
Myndskr.: Bjarni Þór
Bjarnason
Úrval vísnaþátta sem birst
hafa síðustu fimmtán ár í
Skessuhorni. 1.760 tækifæris-
og lausavísur höfunda víðs-
vegar af landinu. Dagbjartur
Dagbjartsson safnaði, skráði
og tengdi saman í lifandi frá-
sögn. Myndskreytt með 128
skopteikningum Bjarna Þórs
Bjarnasonar.
252 bls.
Skessuhorn ehf.
ISBN 978-9979-9828-1-4 Kilja
Tími kaldra mána
Magnús Sigurðsson
Þriðja ljóðabók Magnúsar,
sem einnig hefur sent frá sér
ljóðaþýðingar, smásagnasafn
og greinasöfn. Magnús Sig-
urðsson er handhafi Ljóðstafs
Jóns úr Vör 2013 og hlaut
Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar fyrir fyrstu
ljóðabók sína, Fiðrildi, mynta
og spörfuglar Lesbíu.
Sterk og einlæg ljóð sem
sýna að skáldið slær hvergi
af kröfum til yrkisefna og
tungumáls.
80 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-97-1 Kilja