Bókatíðindi - 01.12.2013, Blaðsíða 93
91
Endurútgáfur « ÞÝDDAR »B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Meistarinn
Hjorth Rosenfeldt
Þýð.: Halla Kjartansdóttir
Fimm stjörnu sænskur eðal-
krimmi um réttarsálfræðing-
inn Sebastian Bergman. Eftir
höfund Brúarinnar.
599 bls.
Bjartur
ISBN 9789935 454010 Kilja
Ný jörð
Áttaðu þig á tilgangi lífs þíns
Eckhart Tolle
Þýð.: Björn Jónsson
Í þessu verki leiðbeinir höf-
undur fólki til að skríða úr skel
sinni og gera þennan heim að
betri og andlega þróaðri stað
til að búa í. Hann bregður upp
björtu ljósi er leiðir til ham-
ingju og heilbrigði, sem hver
lesandi getur notað til að vísa
sér veg til framtíðar.
„Megintilgangur þessarar
bókar er ekki að bæta nýrri
vitneskju eða skoðunum í
huga þinn eða reyna að sann-
færa þig um eitt eða neitt,
heldur stuðla að vitundar-
breytingu, það er að segja
vakningu. Þessi bók fjallar
um þig …“
208 bls.
Bókaforlagið Bifröst
ISBN 978-9935-412-29-4
Leiðb.verð: 3.490 kr. Kilja
Purpuraliturinn
Alice Walker
Þýð.: Ólöf Eldjárn
Saga um gleði, sársauka
og ást; saga sem höfðar til
dýpstu tilfinninga lesandans,
saga um fátæka og ómennt-
aða blökkustúlku sem er mis-
notuð frá barnæsku, þvinguð
í ástlaust hjónaband, varla
læs eða skrifandi, en sest þó
niður og skrifar Guði bréf
– og lærir smám saman að
berjast fyrir lífi sínu og öðlast
kjark til að hlæja, ærslast og
loks að elska. Purpuraliturinn
hefur hlotið fjölda verðlauna
og viðurkenninga, auk þess
sem Steven Spielberg gerði
kvikmynd eftir sögunni.
Eftirmáli eftir Guðrúnu Elsu
Bragadóttur. Erlend klassík
Forlagsins.
299 bls.
Forlagið
ISBN 978-9979-53-594-2 Kilja
Goðheimar 4
Sagan um Kark
Peter Madsen
Þýð.: Bjarni Fr. Karlsson
Bókaflokkurinn um Goð-
heima eftir Peter Madsen
hóf göngu sína fyrir rúmum
þrjátíu árum og nýtur enn
gríðarlegra vinsælda um all-
an heim. Hér kemur til sögu
jötnabarnið Karkur sem Loki
tekur að sér að temja en það
reynist vandaverk.
48 bls.
FORLAGIÐ
Iðunn
ISBN 978-9979-1-0526-8
Sólskinsstúlkan
Bodil Forsberg
Þýð.: Skúli Jensson
Viðburðarík saga um ást,
vináttu, glæp, brostnar vonir
og breyskleika. Endurútgáfa
á einni vinsælustu sögu
metsöluhöfundar sem átti
miklum vinsældum að fagna
hér á árum áður.
196 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-089-7 Kilja
Ævintýri Tinna
Blái lótusinn
Vindlar faraós
Hergé
Þýð.: Loftur Guðmundsson
Í áttatíu ár hafa Tinni og fé-
lagar hans heillað lesendur
um allan heim. Ævintýri Tinna
eru nú endurútgefin í gömlu,
góðu þýðingunni en nýju og
handhægu broti. Safnaðu
þeim öllum!
64 bls.
FORLAGIÐ
Iðunn
ISBN 978-9979-1-0524-4/
-0523-7