Bókatíðindi - 01.12.2013, Blaðsíða 94
92
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Listir og ljósmyndir
Black Sky
Nökkvi Elíasson og Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson
Viðfangsefni þessarar bókar
eru eyðibýli víðs vegar um
Ísland. Ljósmyndirnar búa
yfir miskunnarlausri fegurð
hnignunar með einstökum
hætti. Tregablandin ljóðin
kallast á við þessar áhrifa-
miklu myndir sem vakið hafa
verðskuldaða athygli víða um
heim, líkt og ljóðin sem þýdd
hafa verið á fjölda tungu-
mála. Texti bókarinnar er á
ensku.
96 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-462-01-5
Busy Birds
Friðþjófur Helgason
Bráðfalleg ljósmyndabók
með úrvali af frábærum
myndum Friðþjófs Helga-
sonar af íslenskum fuglum,
sem aldrei unna sér hvíldar,
ekki frekar en ljósmyndarinn
sjálfur.
Texti er á ensku.
96 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-90-2
Fjallaland
Behind the Mountains
Ragnar Axelsson
Höf. texta: Pétur Blöndal
Í rúman aldarfjórðung hefur
Ragnar Axelsson myndað
leitir í Landmannaafrétti við
allar hugsanlegar aðstæður
og skapað stórbrotið heim-
ildaverk sem á sér fáar hlið-
stæður.
Bókin er fáanleg á ensku
og íslensku.
184 bls.
Crymogea
ISBN 978-9935-420-28-2/-29-9
Græni hatturinn
Daníel Starrason, Skapti
Hallgrímsson og Þórhallur
Jónsson
Stemningin á Græna hatt-
inum á Akureyri er oft ólýs-
anleg. Tónleikar eru orðnir
rúmlega 1000 á 10 árum og
í þessari glæsilegu bók gefst
einstakt tækifæri til að rifja
upp undursamleg augnablik
eða láta sig dreyma um þau
sem framundan eru. Nær því
verður heldur ekki komist að
upplifa tónleikana sem þú
misstir af! Daníel, Skapti og
Þórhallur leika af fingrum
fram á ljósmyndavélar og
linsur en um undirspil sjá
snjöllustu tónlistarmenn lýð-
veldisins auk erlendra gesta.
347 ljósmyndir eru í bókinni.
224 bls.
Bitra ehf.
ISBN 978-9979-72-476-6
Leiðb.verð: 6.990 kr.
Hestar Íslands
Gígja D. Einarsdóttir
Íslenski hesturinn er ein af
þjóðargersemum Íslands.
Þetta einstaka hestakyn
hefur varðveist í landinu frá
upphafi byggðar. Öldum
saman var hesturinn notaður
til bústarfa og ferðalaga, oft
kallaður þarfasti þjónninn,
en nú er hann reiðhestur og
góður vinur eigenda sinna
og með sína einstöku hæfi-
leika er hann eftirsóttur víða
um heim.
Hestar Íslands er afar glæsi-
leg ljósmyndabók eftir Gígju
D. Einarsdóttur. Bókin hefur
að geyma fjölda ljósmynda
af íslenska hestinum sem
sýna hann í náttúru landsins
vetur, sumar, vor og haust.
Bókin er fáanleg á íslensku,
ensku, dönsku og þýsku.
Höfundur bókarinnar,
Gígja D. Einarsdóttir, hefur
frá barnæsku notið sam-
vista við íslenska hestinn og
náttúruna í byggð og óbyggð
og sjaldan hefur myndavélin
verið langt undan. Gígja er
fyrir löngu orðin þekkt fyrir
hestamyndir sínar enda hefur
hún einstakt lag á að fanga
augnablikið.
144 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 978-9935-421-27-2
Leiðb.verð: 4.990 kr.
I was here
Kristján Ingi Einarsson
Handhæg og gullfalleg ljós-
myndabók með myndum
víðs vegar að af landinu í
óvenjulegu broti. Kristján
Ingi hefur áður sent frá sér
ljósmyndabækur sem vakið
hafa athygli. Með þessari bók
festir hann sig í sessi sem
einn áhugaverðasti lands-
lagsljósmyndari landsins.
Texti er á ensku.
128 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-78-0