Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 98
96
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Héraðslýsingar, saga og ættfræði
100 ára saga
Kaupfélags Héraðsbúa
Jón Kristjánsson
Kaupfélag Héraðsbúa, sem
stofnað var árið 1909, á
sér merka sögu. Það var á
löngu tímabili burðarás í
austfirsku atvinnulífi með
mikla starfsemi bæði á Hér-
aði og Fjörðum en með
breyttum viðskiptaháttum
og samfélagsþróun í lok 20.
aldar tók að fjara undan því.
Hér er rakin aldarsaga þessa
merkilega samvinnufélags og
ýmsir krókar teknir til að gera
frásögnina jafnt skemmtilega
sem fræðandi.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-31-6
Árbók Akurnesinga 2013
Ritstj.: Sigurður Sverrisson
Í Árbók Akurnesinga 2013
er að vanda fjölbreytt og
áhugavert efni, bæði fastir
liðir og ný viðtöl og greinar.
228 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-462-12-1
Brot úr byggðarsögu
Mannlíf í Grýtubakkahreppi
í 150 ár
Björn Ingólfsson
Bókin skiptist í átta hluta:
Um hreppinn og stjórn
hans, einkum á þeim tíma
þegar framfærslumálin vógu
þyngst. Búnaðarbálkurinn er
fyrirferðarmestur, bændur
tóku hlutverk sitt alvarlega
og stofnuðu Framfarafélag
1867 og Nautgriparæktar-
félag 1904. Í kafla um sam-
göngur segir frá fyrstu gerð
vega og brúa, upphafi bíla-
aldar í hreppnum, pósti og
síma en í þessum hreppi var
einmitt lagður fyrsti sveita-
sími á Íslandi árið 1897. Í
kafla um rafmagn segir frá
fyrstu heimarafstöðvum og
hvernig fólk lýsti upp hús sín
með vindrellum og bensín-
mótorum og fleiru fram að
komu Laxárrafmagns 1956.
Læknum og ljósmæðrum er
tileinkaður sérstakur kafli en
Höfðahverfislæknishérað var
stofnað 1894. Verslunarkafl-
inn er litríkur og skólasagan
ekki síður. Síðasti kaflinn
fjallar um félagasamtök
margs konar.
Bókina prýðir hátt á
fimmta hundrað mynda.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-35-4
Ferðafélag Íslands
árbók 2013
Norðausturland
Hjörleifur Guttormsson
Hér skrifar höfundur um
Vopnafjörð, Langanes-
strönd, Langanes, Þistilfjörð,
Melrakkasléttu, Núpasveit,
Öxarfjörð og Hólsfjöll, svæði
sem að flatarmáli er um 7%
af Íslandi. Fallegar ljósmyndir
sem höfundur tekur skreyta
bókina auk þess sem ná-
kvæm kort eru af svæðunum
sem fjallað er um.
Bókin fjallar um fjölbreytt
og áhugaverð svæði hvað
varðar náttúrufar, sögu og
möguleika til útivistar.
Bókarhöfundi tekst á sinn
einstaka hátt að leiða lesand-
ann um landið og flétta sam-
an sögunni ásamt lýsingu á
náttúrufari.
Bókin er ríkulega mynd-
skreytt og hefur bókarhöf-
undur tekið flestar myndirnar
sérstaklega vegna bókarinn-
ar. Þá er fjöldi vandaðra stað-
fræðikorta og skýringar-
mynda í bókinni. Útkoman
er glæsileg bók sem er í senn
fræðandi og hvatning til les-
andans að kynna sér svæðið
af eigin raun.
392 bls.
Ferðafélag Íslands
ISBN 978-9935-414-11-3
Leiðb.verð: 7.600 kr.
Frá Bjargtöngum að
Djúpi. Nýr flokkur.
6. bindi
Mannlíf og saga fyrir vestan
Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson
Vestfirðir og Vestfirðingar.
Annað er það ekki!
160 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9935-430-47-2
Leiðb.verð: 5.900 kr.