Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 99
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3 Héraðslýsingar, saga og ættfræði
97
Frá hestum til hestafla
Sögur um hestanotkun við
jarðrækt og heyskap
Bjarni Guðmundsson
Í þessari bók segir Bjarni sög-
ur af vinnuhestum og hesta-
notkun við bústörf, fyrstu
dráttarvélinni sem til Íslands
kom – Akranesstraktornum,
Lanz-þúfnabananum og loks
af landbúnaðarjeppunum,
Willys og Land Rover. Þá rifja
átta einstaklingar upp minn-
ingar sínar frá þessum breyt-
ingatímum.
232 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-94-0
Háski í hafi
Illugi Jökulsson
Í byrjun 20. aldar var talið
óhjákvæmilegt að á hverju
ári færust tugir manna í
sjóslysum við landið. Illugi
Jökulsson segir hér ótrúlegar
slysasögur, sem sumar munu
gera lesandann agndofa. Hér
segir í senn frá bjargarleysi
fólks andspænis náttúru-
öflunum, en líka ótrúlegri
þrautseigju þegar öll sund
virtust lokuð.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-43-9
Hér heilsast skipin
Saga Faxaflóahafna
Guðjón Friðriksson
Öld er liðin síðan fram-
kvæmdir hófust við gerð
Reykjavíkurhafnar og af því
tilefni var ráðist í að rita sögu
Faxaflóahafna. Ritverkið Hér
heilsast skipin eftir Guðjón
Friðriksson sagnfræðing rek-
ur jöfnum höndum merka
sögu hafnanna við Faxaflóa,
allt frá því landið var numið.
Hafnirnar mótuðu samfélag
bæjanna við flóann og í
þessu verki gerir höfundur-
inn þessari merku sögu skil
með þeim hætti sem hann
hefur getið sér frægðar fyrir
í fyrri verkum.
656 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-98-8
Hornstrandir og Jökul-
firðir 2. bók
Ýmsar frásagnir af horfnu
mannlífi
Samant.: Hallgrímur
Sveinsson
Hornstrandir heilla. Það er
ekki margbrotnara en það.
128 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9935-430-41-0
Leiðb.verð: 2.800 kr.
Hrímfaxi
Bergsteinn Sigurðsson
Hinn fjórtánda apríl 1963
fórst Hrímfaxi, flugvél Flug-
félags Íslands, í aðflugi að
Fornebu-flugvelli í Osló. Tólf
manns voru um borð og
létust allir. Í þessari bók er
ljósi brugðið á hvað gerðist
þennan örlagaríka dag í
Osló. Hefði mátt afstýra
slysinu? Og hverjar voru af-
leiðingarnar fyrir þá sem eftir
lifðu? Rætt er við aðstand-
endur fórnarlamba slyssins,
vitni, flugmenn og fagaðila
sem tengdust málinu. Þá er
stiklað á stóru í sögu Vickers
Viscount-flugvélanna, fyrstu
skrúfuþotanna hér á landi
sem mörkuðu tímamót í ís-
lenskri flugsögu.
116 bls.
Ljósmynd – útgáfa
ISBN 978-9935-9015-5-2
hvaða bók
fer á þinn
óskalista?