Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 100
98
Héraðslýsingar, saga og ættfræði B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Kampar í Kópavogi.
Herbúðir bandamanna
í landi Kópavogsbæjar
og næsta nágrenni í
síðari heimsstyrjöld.
Smárit Sögufélags Kópavogs
og Héraðsskjalasafns
Kópavogs II
Friðþór Eydal
Umsj.: Gunnar Marel
Hinriksson
Bournemouth, Skeleton Hill,
Hilton, Catherine og Wade
eru örnefni sem fæstir tengja
við Kópavog en á stríðsár-
unum voru herskálahverfi
með þessum nöfnum í landi
Kópavogs – og fleiri til. Hlut-
verk bragganna, hverjir
byggðu þá og hvaðan þeir
komu er viðfangsefni Frið-
þórs Eydals í þessu riti. Ritið
fæst hjá útgefanda.
56 bls.
Héraðsskjalasafn Kópavogs
ISBN 978-9935-9127-1-8
Leiðb.verð: 1.500 kr.
Landbúnaðarsaga
Íslands
Árni Daníel Júlíusson og
Jónas Jónsson
Landbúnaður á Íslandi frá
upphafi byggðar til okkar
daga. Fjögurra binda verk
þar sem annars vegar er
rakin saga landbúnaðarins
en hins vegar fjallað ítarlega
um hverja búgrein fyrir sig. Í
bókinni er aragrúi ljósmynda,
teikninga og korta.
1357 bls.
Skrudda
ISBN 978-9935-458-00-1
Leiðb.verð: 29.990 kr.
Loksins
klukknahljómur
Saga Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði í 100 ár
Björn Pétursson, Jóhann
Guðni Reynisson og Sigríður
Valdimarsdóttir
Saga Fríkirkjusafnaðarins í
Hafnarfirði er baráttusaga
sem hófst árið 1913. Í bókinni
er sagan rakin í léttleikandi
texta og hún er ríkulega
myndskreytt. Í henni eru m.a.
ljósmyndir sem ekki er vitað
til að hafi áður birst á prenti.
Sagan er skemmtileg og við-
burðarík heimild um afrek
frumkvöðlanna sem reistu
350 manna kirkju á um þrem-
ur mánuðum fyrir hundrað
árum og ögrandi viðfangs-
efni þeirra sem á eftir komu.
Bókinni fylgir geisladiskur
með söng Fríkirkjukórsins við
undirleik Fríkirkjubandsins
en tónlistin í kirkjunni hefur
notið mikilla vinsælda.
260 bls.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
ISBN 9789979724704
Leiðb.verð: 4.900 kr.
Mannlíf og saga fyrir
vestan. Nýr flokkur
2. hefti
Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson
Fyrir allt áhugafólk um Vest-
firði.
Aðal efni er um Hemma
Gunn fyrir vestan.
96 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9935-430-42-7
Leiðb.verð: 2.800 kr.
Minningar af Kársnesi
Smárit Sögufélags Kópavogs
og Héraðsskjalasafns
Kópavogs I
Eyþór Sigmundsson og
Helga Sigurjónsdóttir
Umsj.: Gunnar Marel
Hinriksson
Foreldrar Eyþórs Sigmunds-
sonar, Sigmundur Eyvinds-
son og Aðalheiður Olga Guð-
geirsdóttir, hófu landnám
við Borgarholtsbraut árið
1944. Hér eru birtar endur-
minningar Eyþórs frá fyrstu
árunum í Kópavogi sem
teknar voru saman vegna
fyrirhugaðs rits Helgu Sigur-
jónsdóttur (1936–2011) um
Vesturbæ Kópavogs. Með
þessari útgáfu vilja Sögu-
félag Kópavogs og Héraðs-
skjalasafn Kópavogs halda
minningu Helgu á lofti og um
leið því mikla starfi sem hún
vann fyrir sögu bæjarins. Ritið
fæst hjá útgefanda.
22 bls.
Héraðsskjalasafn Kópavogs
ISBN 978-9935-9127-0-1
Leiðb.verð: 1.000 kr.
jóla-
bækurnar
eru í nettó