Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 104
102
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Ævisögur og endurminningar
Að vera kona
Caitlin Moran
Þýð.: Anna Margrét
Björnsdóttir
Caitlin Moran sló í gegn með
þessari bók í heimalandi
sínu, Englandi. Bráðfjörug og
húmorísk frásögn af því hvað
felst í því að vera kona og
ganga í gegnum kynþroska-
skeið, sambúð, barneignir
og hjónaband. Caitlin er
femínisti fram í fingurgóma
og setur fram róttækar skoð-
anir og gagnrýnir hlutskipti
kvenna í nútímasamfélagi
sem allt of margar konur virð-
ast vera tilbúnar að gangast
undir. Brasilískt vax er þar
ekki undanskilið.
246 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-432-85-8 Kilja
Alla mína
stelpuspilatíð
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Sigríður er frá Garði í Mý-
vatnssveit, dóttir Jakobínu
Sigurðardóttur rithöfundar
og Þorgríms Starra Björg-
vinssonar bónda og hag-
yrðings. Hún segir hér frá
sjálfri sér, uppvexti sínum og
slitróttri skólagöngu. Um leið
fræðumst við um ættmenni
hennar, einkum konurnar
og þá fyrst og fremst móður
hennar, og hún veltir fyrir sér
hlutskipti kynjanna um aldir.
Persónuleg og ögrandi bók –
„öðruvísi“ ævisaga.
314 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3396-8
Allt upp á borðið
Vilhjálmur Hjálmarsson
Sagnameistarinn Vilhjálmur
Hjálmarsson á Brekku rifjar
hér upp bernsku sína og
gerir upp þingmanns- og ráð-
herraferil sinn í stuttu máli. Þá
fjallar hann um Seyðisfjörð
og Seyðfirðinga og ekki síst
það góða og göfuga starf
sem unnið er á heilbrigðis-
stofnuninni þar í þágu þeirra
sem glíma við minnistap.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-34-7
Ár drekans
Dagbók utanríkisráðherra á
umbrotatímum
Össur Skarphéðinsson
„Sturlunga hin nýja“ er dóm-
ur eins af æðstu mönnum
lýðveldisins um þessa hisp-
urslausu dagbók Össurar
Skarphéðinssonar frá árinu
2012. Össur var í hringiðunni
og skrifar um innanflokks-
átök í Samfylkingunni, upp-
gjör við hrunið, glímuna við
forseta Íslands, samskiptin
við Jóhönnu Sigurðardóttur,
ESB og margt fleira. Einstök
heimild, allt að því nístandi
opinská á köflum en full
þeirrar ritgleði og húmors
sem Össur er þekktur fyrir.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-44-6
www.boksala.is