Bókatíðindi - 01.12.2013, Síða 106
104
Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Frú Kennedy og ég
Clint Hill
Þýð.: Björn Baldursson
Hrífandi og náin lýsing á
heillandi forsetafrú, sögð af
manni sem þekkti hana betur
en flestir aðrir.
Í fjögur ár var Clint Hill líf-
vörður Jackie Kennedy og
stöðugt við hlið hennar – á
fyrstu dögum forsetatíðar
Johns F. Kennedy; við fæð-
ingu sonanna Johns og Pat-
ricks, og skyndilegt andlát
Patricks; á frídögum fjölskyld-
unnar; við forvitnileg kynni
hennar af Aristotle Onassis;
morðið á forsetanum og
þeim dimmu dögum sem
fylgdu í kjölfarið á því.
Þetta er einstök saga
manns sem var í einhverju
mest spennandi starfi sem
um gat, með konu sem allur
heimurinn elskaði, í ævintýri,
sem áleitinn harmleikur batt
endi á allt of fljótt.
297 bls.
Heima er best útgáfa ehf.
ISBN 978-9935-9166-0-0 Kilja
Fyrirmyndir
Stutt sjálfsævisaga Bjarna E.
Guðleifssonar
Bjarni E. Guðleifsson
Þetta er vafalítið óvenju-
legasta ævisagan sem um
getur. Höfundurinn Bjarni
E. Guðleifsson, náttúru-
fræðingur, setur sjálfan sig
ekki í öndvegi heldur fjallar
hann um þá einstaklinga
sem hann hefur mætt á lífs-
leiðinni og hafa gert hann að
þeim manni sem hann er.
80 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-38-5
Leiðb.verð: 1.500 kr. Kilja
Gengið með fiskum
Pálmi Gunnarsson
Pálmi Gunnarsson hefur verið
veiðimaður allt frá bernskuár-
um á Vopnafirði. Frá því hann
hóf veiðar hafa þær átt hug
hans allan, þótt ekki megi
gleyma að tónlistin hefur
leikið stórt hlutverk í lífi hans.
Gengið með fiskum er
ekki venjuleg bók um veiðar
því hún geymir öðru fremur
eftirminnilega þroskasögu
veiðimanns.
210 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9935-462-15-2
Gróa
Frásagnir úr heimasveit
Jói í Skáleyjum
Eyjabóndinn Jóhannes Geir
Gíslason segir hér frá sjálfum
sér og sínu fólki í Breiðafjarð-
areyjum og uppi á landi. Einn-
ig samtímamönnum og þeim
sem gengnir eru fyrr, kjörum
þeirra og hugsunarhætti.
160 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 978-9935-430-46-5
Leiðb.verð: 3.900 kr.
Gullin ský
Ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur
Óskar Þór Halldórsson
Söngkonan Helena Eyjólfs-
dóttir segir hér frá lífi sínu í
gleði og sorg; lífinu í Reykja-
vík á uppvaxtarárunum, föð-
urmissi, dvöl á Silungapolli,
fjölskyldulífinu og glímu
eiginmanns hennar, Finns
Eydal, við lyfjafíkn og síðar
krabbamein og nýrnabilun.
En rauði þráðurinn er dægur-
lagasöngurinn þar sem Hel-
ena var hvað þekktust fyrir
söng í Hljómsveit Ingimars
Eydal. Sautján ára gamalli
var henni boðið að syngja í
Bandaríkjunum, Skandinavíu
og á meginlandi Evrópu. En
hún kaus að hafna frægð og
fram í útlöndum og skemmta
Íslendingum. Það hefur hún
nú gert í um sextíu ár.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-37-8
jóla-
bækurnar
eru í nettó