Bókatíðindi - 01.12.2013, Blaðsíða 117
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3 Matur og drykkur
115
er að finna forrétti, smárétti,
fiskrétti, kjötrétti, sushi og
eftirrétti. Flestallir þessara
rétta hafa verið á matseðli
RUB23. Allar uppskriftirnar
eru nokkuð einfaldar og því
ættu allir að geta notið þess
að elda úr bókinni.
Sushi Pizzan margumtal-
aða, sem er klárlega frægasti
réttur RUB23, er í bókinni ef
þú ert að velta því fyrir þér.
168 bls.
K6 ehf / RUB23
ISBN 978-9979-72-474-2
Leiðb.verð: 4.700 kr.
Freistingar Thelmu
Thelma Þorbergsdóttir
Myndir: Lárus Karl Ingason
Freistingar Thelmu er bók fyrir
alla sem hafa gaman af því
að bera fram gómsætar og
fallegar freistingar. Í bókinni
eru uppskriftir að kökum,
sætum bitum, eftirréttum og
ís sem henta við öll tækifæri.
Einnig er kafli tileinkaður
barnaafmælum og þar deilir
Thelma með lesendum alls
kyns hugmyndum, upp-
skriftum og leikjum sem gera
barnaafmæli eftirminnileg
og skemmtileg. Þetta er bók
sem nýtist á hverju heimili
og fallegar myndir eftir Lárus
Karl gera bókina enn glæsi-
legri.
160 bls.
Ljósmynd – útgáfa
ISBN 978-9935-9015-4-5
Góðgæti fyrir
gæludýrin
Bjarkey Björnsdóttir
Skemmtileg og fræðandi bók
þar sem fjallað er um matar-
ræði gæludýranna okkar.
Hugmyndir og uppskriftir af
ýmsu bragðgóðu og hollu
nammi og þjálfunarnammi
fyrir ýmis gæludýr. Einnig er
bókin full af fallegum ljós-
myndum.
75 bls.
Bjarkey Björnsdóttir
ISBN 978-9979-72-252-6
Leiðb.verð: 2.599 kr.
Heilsubakstur
Auður Ingibjörg Konráðsdóttir
Inniheldur fjölda girnilegra
uppskrifta að brauðum, kök-
um og meðlæti. Hér má finna
orkubita, glúteinlaus brauð,
ídýfur, pestó og margt fleira.
Fjölmargir kannast við bækur
Auðar heilsukokks en þær
hafa notið mikilla vinsælda.
112 bls.
Bókafélagið (BF-útgáfa)
ISBN 978-9935-426-76-5
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Fjórar bækur
í einni
Bókin geymir á annað hundrað girnilegar
uppskriftir að brauði og kökum, eftir-
réttum, millibitum og veislumáltíðum.
Hverri uppskrift fylgja þrjú afbrigði sem
eiga við helstu ofnæmisvaldana, egg,
mjólkurvörur, hnetur og glúten.
Kræsingar - án ofnæmisvalda er samt ekki
bók um sérfæði, heldur alhliða matreiðslu-
bók, hlaðin fjölbreyttum uppskriftum að
hollum mat sem allir geta notið.
Bókin er gefin út að tilstuðlan Astma- og
ofnæmisfélagsins.