Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 120
118
Matur og drykkur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Partíréttir
Rósa Guðjartsdóttir
Hér gefur matgæðingurinn
Rósa Guðbjartsdóttir frábær-
ar uppskriftir að ljúffengum
og girnilegum réttum og
öðru góðgæti sem einfalt
og ánægjulegt er að reiða
fram við hin ýmsu tækifæri, í
barnaafmælið, saumaklúbb-
inn, útskriftina eða þegar við
viljum gera okkur glaðan dag
í góðra vina hópi.
172 bls.
Bókafélagið (BF-útgáfa)
ISBN 978-9935-426-65-9
Plats faciles
Nanna Rögnvaldardóttir
Myndir: Gísli Egill Hrafnsson
Þýð.: Kristín Jónsdóttir
Frönsk þýðing matreiðslu-
bókarinnar Cool Dishes, sem
fyrst kom út 2004 og hefur
verið endurprentuð fjórum
sinnum. Hér öðlast hefð-
bundnir íslenskir réttir nýtt
líf. Uppskriftirnar eru blanda
af gamalli matreiðslu og nýrri
og hér má sjá íslenska heim-
ilismatargerð í sinni bestu
mynd. Tilvalin gjöf handa
frönskumælandi vinum og
kunningjum.
74 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2215-6
Sælkeraflakk
um Provence
88 uppskriftir að
hamingjunni að hætti
Provencebúa
Sigríður Gunnarsdóttir
Myndir: Silja Sallé og Michel
Sallé
80 girnilegar uppskriftir með
glæsilegum ljósmyndum og
skemmtilegum frásögnum
um sveitir Provence en hvergi
í Frakklandi er matreiðsla eins
nátengd hamingjunni. Bók
sem gleður matgæðinga!
158 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-088-0
Uppskriftir
Guðleif Fríður Sigurjónsdóttir
Bókin er til á íslensku, ensku,
þýsku, frönsku og dönsku.
Hún hefur að geyma
matar uppskriftir en einnig
eru auðar síður til að skrifa
sínar eigin.
Bókin er til í 4 litum og
er með teygju. Hún er 160
bls., innbundin í vírgorm og
pökkuð í sellófanpoka.
160 bls.
Bókagerðin Harpa slf
ISBN 978-9979-7223-3-5
Vín
– frá þrúgu í glas
Steingrímur Sigurgeirsson
Áhugi fólks og þekking á létt-
vínum fer sívaxandi og nú
er komin út bók sem bætir
miklu við. Þetta er aðgengi-
legt og gullfallegt rit þar sem
farið er í spennandi ferðalag
um vínheiminn, vínrækt og
víngerð er lýst og gefin góð
ráð um vínsmökkun og val
og geymslu á vínum. Sagt er
frá mismunandi tegundum
af þrúgum og vínunum sem
úr þeim eru gerð og lesand-
inn leiddur í fræg vínhús og
á fund kunnra víngerðar-
manna. Steingrímur Sigur-
geirsson hefur skrifað um vín
um langt skeið og dreypt á
mörgu af því besta sem vín-
heimurinn hefur að bjóða.
312 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2225-5
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR HELGINA 23.-24. NÓV. 2013
Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.bokmenntaborgin.is