Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 126
124
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Á jaðrinum
Afmælisrit Þorsteins
Antonssonar samið af honum
sjálfum
Þorsteinn Antonsson
Bók þessi er gefin út í tilefni
af 50 ára höfundarafmæli
Þorsteins. Með því fjallar
hann um nokkra höfunda
og bækur sem hann hefur
búið til kynningar og enn
eru óprentaðar. Samkvæmt
ritinu liggur jaðarinn milli
sveitar og borgar, milli þjóð-
lífs og útlegðar, milli byggðar
og öræfa, milli trjágreinar og
fuglsins uns hann hefur söng-
inn, milli höfundar og tölvu
sem hann leikur á af fingrum
fram.
93 bls.
Skrudda
ISBN 978-9935-458-13-1
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
Á sömu leið
Ritstj.: Jóhanna Einarsdóttir
og Bryndís Garðarsdóttir
Það eru mikilvæg skref í lífi
barna þegar þau hætta í leik-
skóla og hefja grunnskóla-
göngu. Á þeim tímamótum
hafa börn þegar aflað sér
reynslu sem skiptir máli í
áframhaldandi námi þeirra.
Því er mikilvægt að sú þekk-
ing og færni sem þau hafa
tileinkað sér í leikskólanum
nýtist þeim í grunnskólanum.
Hvernig er hægt að auka
tengslin milli þessara skóla-
stiga og skapa samfellu í
námi barna? Þessi spurning
er meginumfjöllunarefni
bókarinnar Á sömu leið.
Greint er frá niðurstöðum
samstarfsrannsóknar kenn-
ara í leik- og grunnskólum og
rannsakenda og stúdenta við
Menntavísindasvið Háskóla
Íslands. Rannsóknin fór fram
í þremur leikskólum og þrem-
ur grunnskólum í Reykjavík á
árunum 2009–2011. Bókin er
ritrýnd.
151 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-23-022-5
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
Ástarsaga Íslendinga
að fornu
Gunnar Karlsson
Hér er fjallað á aðgengilegan
hátt um ástir Íslendinga á
tímabilinu 870–1300: um
rétt landsmanna til að elska,
hömlur á þeim rétti, frjálsar
ástir, makaval, festar og brúð-
kaup, hjónaskilnaði, frillulíf,
stöðu óskilgetinna barna og
ást á eigin kyni, svo nokkuð
sé nefnt. Leitað er í forn
kvæði, lögbækur, Íslendinga-
sögur, Sturlungu, biskupa-
sögur og fleiri rit og kemur í
ljós að ástin réð furðumiklu í
lífi Íslendinga að fornu.
381 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3392-0
Óbundin
Barnið þitt er á lífi
Elín Hirst
Þegar Ranka fæðir langþráð
barn í Júgóslavíu er henni
sagt að það sé dáið. Hún
og maður hennar búa við
hörmuleg kjör sem flótta-
menn í Belgrad þegar Kast-
ljós Sjónvarpsins kemur til
sögunnar. Þegar Ranka lýsir
neyð sinni grátandi í viðtali
bregst Ingibjörg Vagnsdóttir
í Bolungarvík við og segir:
„Ég ætla að bjarga Rönku.“
Nokkrum mánuðum síðar
stendur Ranka skjálfandi á
beinunum á flugvellinum á
Ísafirði þar sem Inga tekur á
móti henni og umvefur hana
ást sinni og vináttu. Ranka
öðlast sálarfrið en sá friður
er rofin þegar óvænt símtal
berst frá fyrrum Júgóslavíu
og vekur upp brennandi
spurningar.
Barnið þitt er á lífi er magn-
þrungin örlagasaga.
188 bls.
Útkall ehf.
ISBN 978-9935-9141-0-1
Leiðb.verð: 5.990 kr.
www.boksala.is