Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 128
126
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Búsáhaldabyltingin
Sjálfsprottin eða skipulögð
Stefán Gunnar Sveinsson
Búsáhaldabyltingin 2008–
2009 er einn ótrúlegasti kafl-
inn í nútímasögu Íslendinga.
Magnaða lýsingar á því sem
gerðist. Einstök bók um ein-
stakan viðburð. Margt nýtt
kemur fram í bókinni.
240 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9789935426567 Kilja
Byltingin að ofan
Vilborg Ísleifsdóttir
Á tímabilinu 1537–1565
verða mikil stjórnskipuleg
átök í Evrópu sem berast
hingð. Bókin greinir frá þeim
og veitir nýja og breytta,
vandaða og skilmerkilega,
sýn á 16. öldina.
347 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-287-7
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Chomsky – Mál, sál og
samfélag
Ritstj.: Höskuldur Þráinsson
og Matthew James Whelpton
Bandaríski málvísinda-
maðurinn og samfélags-
rýnirinn Noam Chomsky
hefur oft verið talinn sá
vísindamaður sem mest er
vitnað til í fræðaheiminum.
Í bókinni Chomsky – Mál, sál
og samfélag er annars vegar
fjallað á aðgengilegan hátt
um helstu þætti kenninga
hans um mannlegt mál og
eðli þess og hins vegar um
valin atriði í samfélagsrýni
hans. Chomsky var heiðurs-
fyrirlesari Hugvísindasviðs
Háskóla Íslands á hundrað
ára afmæli skólans árið 2011
og kaflarnir í bókinni eiga
rót sína að rekja til málstofu
sem haldin var af því tilefni.
Hér eru einnig þeir tveir fyrir-
lestrar sem Chomsky flutti
í Háskólabíói haustið 2011.
Bókin er ritrýnd.
355 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-23-016-4
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
D-vítamín, fjörefni
sólarljóssins
Zoltan P. Rona
Þýð.: Jón H. Karlsson
Fróðleikur um D-vítamín,
fjörefnið sem ver okkur fyrir
mörgum alvarlegum sjúk-
dómum. Með nægu D-víta-
míni byggjum við upp varnar-
kerfi líkamans og leggjum
grunn að góðri heilsu.
152 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-100-9 Kilja
D-vítamínbyltingin
Hvernig máttur þessa
undraverða vítamíns getur
breytt lífi þínu
Soram Khalsa
Þýð.: Bergsteinn Sigurðsson
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt
fram á samband D-vítamín-
skorts við sautján afbrigði
af krabbameini, þar á meðal
í brjóstum, ristli og blöðru-
hálskirtli. Aðrir kvillar á borð
við flensu, sykursýki, MS og
hjartasjúkdóma hafa einnig
verið tengdir við D-vítamín-
skort. Ítarleg heimildaskrá
fylgir.
192 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2242-2
Óbundin
Dagbók 2014
Árið með heimspekingum
Sigríður Þorgeirsdóttir
Hér er nýnæmi á ferðinni. Þetta
er í senn dagbók/dagatal fyrir
árið 2014 og saga kvenna sem
hafa lagt stund á heimspeki
allt frá fornöld til samtímans.
Bókin er fallega hönnuð og
hugsuð sem dagbók á skrif-
borði eða ferðafélagi í tösku.
Tilvalin gjöf. Bók til að njóta
og nota sem dagbók. Hverri
viku fylgir stutt umfjöllun um
marga helstu kvenheimspek-
inga fyrri tíma og samtímans.
Sigríður Þorgeirsdóttir, heim-
spekiprófessor, rekur hér í
stuttum pistlum sögu heim-
spekinnar í ljósi hugmynda
þessara kvenna. Dregnar eru
upp leiftrandi myndir af þess-
um huldu hetjum heimspek-
innar sem hafa löngum verið
„gleymdar“ og ekki metnar
að verðleikum. Þeirra viska –
sem oft er á skjön við ráðandi
visku karlheimspekinganna –
er veganesti fyrir hverja viku
ársins.
110 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-23-023-2
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja