Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 132
130
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Faldar og skart
Faldbúningurinn og aðrir
íslenskir þjóðbúningar
Sigrún Helgadóttir
Saga faldbúningsins er rakin
í þessari bók. En hér er líka
sögð saga íslenskra kven-
klæða fram á 20. öld, með
aðaláherslu á faldbúninginn.
Honum er lýst í heild og ein-
stökum hlutum hans – og
öllum fylgihlutum, sem eru
ótrúlega margir og fjölbreyti-
legir. Hér er Íslandssagan rak-
in með hannyrðum kvenna.
Bókin er gefin út í samstarfi
við Heimilisiðnaðarfélag Ís-
lands, sem fagnaði 100 ára
afmæli á þessu ári. Höfundur
verksins, Sigrún Helgadóttir,
hefur samið margar kennslu-
og fræðibækur og hlotnast
ýmsar viðurkenningar. Hún
hefur starfað í faldbúninga-
hópi HFÍ, Faldafeyki.
201 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-056-6
Ferðaklúbburinn 4x4
30 ára
Jón G. Snæland
Ferðaklúbburinn 4x4 var
stofnaður árið 1983 og fagnar
því 30 ára afmæli á þessu ári.
Í þessari bók er fjallað ítar-
lega um sögu klúbbsins en í
bókinni er jafnframt sagt frá
íslenskum fjallamönnum allt
frá því menn tóku að ferðast
á bílum um hálendið.
Í bókinni er fjölbreytilegt
efni um flest það sem lýtur
að fjallamennsku á jeppum,
slóðamál, landmælingar,
skála klúbbsins á hálendinu,
umhverfismál, jeppasýning-
ar, ferðir jeppamanna á fram-
andi slóðir, svo sem á Suður-
og Norðurheimsskautin og
til Grænlands, og svo mætti
lengi telja.
Í bókinni eru tæplega 600
ljósmyndir, kort og skýringa-
myndir.
400 bls.
Skrudda
ISBN 978-9935-458-12-4
Leiðb.verð: 14.990 kr.
Ferðamál á Íslandi
Edward Hákon Huijbens og
Gunnar Þór Jóhannesson
Þetta er fyrsta rit sinnar teg-
undar á íslensku; heildstætt
grundvallarrit sem tekur
á ferðamálum í víðu sam-
hengi. Bókin er ætluð þeim
sem stunda nám í ferða-
málafræði á háskólastigi eða
ferðaþjónustugreinum á
ýmsum skólastigum en jafn-
framt þeim sem hafa atvinnu
af ferðaþjónustu.
323 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3389-0
Óbundin
jóla-
bækurnar
eru í nettó
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR HELGINA 23.-24. NÓV. 2013
Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.bokmenntaborgin.is
kynntu þér úrval
nýrra fræðibóka