Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 134
132
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Forskot
Þórður Sverrisson
Brautryðjandaverk á ís-
lensku, fyrsta bókin sem
tekur á heildstæðan hátt á
stefnumótun, framtíðarsýn,
stjórnun og skipulagi fyrir-
tækja. Hér er mið tekið af ís-
lenskum aðstæðum sem er-
lendar bækur um stjórnun ná
ekki til. Bókin er greinargóð
og læsileg og er lærdómsrík
öllum sem fást við stjórnun
á Íslandi.
394 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-448-14-9
Frásagnir af Íslandi
ásamt óhróðri Göries Peerse
og Dithmars Blefkens um
land og þjóð
Umsj.: Már Jónsson og
Gunnar Þór Bjarnason
„Deilugjarnir og illviljaðir,
hefnigjarnir, fláráðir og þræl-
lyndir.“ Þannig lýsir Johann
Anderson Íslendingum í
umdeildri Íslandslýsingu
frá 1746 sem nú birtist á ís-
lensku í fyrsta sinn. Í bókinni
eru jafnframt endurprent-
aðar alræmdar Íslandslýs-
ingar þeirra Göries Peerse og
Dithmars Blefkens frá 16. öld.
292 bls.
Sögufélag
ISBN 978-9935-466-00-6
Leiðb.verð: 3.900 kr.
Fyrirlestrar um
frumspeki
Ágrip af
rökgreiningarheimspeki
20. aldar
Ólafur Páll Jónsson
Tvenn þáttaskil urðu í sögu
rökgreiningarheimspekinnar
á 20. öld. Þau fyrri lýstu sér
í því að tungumálið varð
meginviðfangsefni heim-
spekinga. Þau síðari urðu
þegar háttarökræði hætti
að vera tæknilegt sérsvið og
varð að hversdagslegu verk-
færi heimpekinga í ólíkum
greinum.
Í fyrirlestrunum sem hér
birtast er gefin innsýn í
þessar tvær vendingar í rök-
greiningarheimspeki á 20.
öld. Fjallað er um nokkra
áhrifamestu heimspekinga
þessarar hefðar, svo sem
Frege, Russel, Wittgenstein,
Quine og Kripke, gerð grein
fyrir tilteknum þáttum í
heimspeki þeirra, flókin og
stundum tæknileg atriði út-
skýrð og valin rit sett í víðara
hugmyndasögulegt sam-
hengi.
151 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-985-7
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Förðun-skref fyrir skref
Kristín Stefánsdóttir
Kristín Stefánsdóttir hefur
starfað sem snyrti- og förð-
unarmeistari í áratugi og er
best þekkt fyrir förðunar-
línuna sína No Name. Í þess-
ari bók kennir hún konum
förðun og húðumhirðu á
einfaldan og skilmerkilegan
hátt.
128 bls.
Edda útgáfa
ISBN 9789935131423
Leiðb.verð: 5.290 kr.
Gifsplötur
Uppsetning veggja
Þýð.: Erling R. Erlingsson
Í þessari bók er gerð grein
fyrir smíði og uppsetningu
gifsveggja. Þegar unnið er
með gifsplötur er mikilvægt
að nota réttu verkfærin – á
réttan hátt! Þess vegna fjallar
sérstakur kafli í bókinni um
þau verkfæri sem koma að
bestu gagni.
88 bls.
IÐNÚ bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-327-9 Kilja
Gleðilegt hár
Flottar greiðslur fyrir öll
tækifæri
Íris Sveinsdóttir
Frábærar greiðslur fyrir allar
hársíddir. Ómissandi bók fyrir
allar stelpur!
122 bls.
Veröld
ISBN 978-9935-440-54-9
Bókajól