Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 135
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3 Fræði og bækur almenns efnis
133
Glíman við orðin
Afmælisrit
Guðrún Kvaran
Glíman við orðin er úrval rit-
gerða eftir Guðrúnu Kvaran.
Í bókinni eru nítján greinar
sem sýna fjölbreytt viðfangs-
efni Guðrúnar: orðfræði, orð-
sifjar, nafnfræði, biblíumál og
sögu íslenskrar málfræði. Að
bókarlokum er ritaskrá höf-
undar.
Guðrún Kvaran lauk
cand. mag.-prófi í íslenskum
fræðum við Háskóla Íslands
árið 1969 og doktorsprófi í
indóevrópskri samanburðar-
málfræði við háskólann í
Göttingen í Þýskalandi árið
1980. Hún starfaði við Orða-
bók Háskólans um áratuga
skeið sem sérfræðingur, síðar
forstöðumaður hennar og
prófessor við hugvísindasvið
Háskóla Íslands. Guðrún hef-
ur verið formaður Íslenskrar
málnefndar undanfarin ár.
Bókin er gefin út í tilefni
sjötugsafmælis höfundar
sumarið 2013.
388 bls.
Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum
ISBN 978-9979-654-25-4
Leiðb.verð: 5.900 kr. Kilja
Grikkland alla tíð
Sýnisbók grískra bókmennta-
texta; sögur, leikrit, ljóð,
heimspeki og sagnfræði frá
síðustu þrjúþúsund árum.
Hljómdiskur fylgir með upp-
lestri Kristjáns Árnasonar á
Ilíonskviðu. Varpað er ljósi á
ólíka þætti grískrar menn-
ingar að fornu og nýju.
438 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-312-6
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Guðni
Léttur í lund
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson fer á kost-
um í sögum af sjálfum sér
og öðrum – og þjóðþekktir
menn rifja upp litríkar sögur
af Guðna. Skemmtilegasta
bók ársins!
251 bls.
Veröld
ISBN 978-9935-440-55-6
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Íslandssagan
sögð með
hannyrðum
kvenna
Faldbúningurinn sem er í forgrunni
þessarar bókar á sér ótrúlega sögu. Hann
er talinn hafa verið að verðmæti á við 100
hross, og er gott dæmi um hvílíkar
gersemar íslensku búningarnir gátu verið.
Hér er rakin saga íslenskra kvenklæða
fram á 20. öld, með aðaláherslu á fald-
búninginn. Gerð er grein fyrir einstökum
hlutum búningsins og öllu skartinu sem
honum fylgir.
Ótal ljósmyndir prýða bókina, sem er
gefin út í samstarfi við Heimilisiðnaðar-
félag Íslands.