Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 172
170
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Vættir, álfar, vatnabúar
… heimsþekkt vitneskja
Christopher Vasey
Þýð.: Ágústa Lyons Flosadóttir
Í þessari bók er fengist við
vitneskjuna um álfa eða nátt-
úruvætti, en hún lifir góðu
lífi á Íslandi. Hverjir eru það?
Hvaðan koma þeir? Hvert er
hlutverk þeirra í sköpunar-
verkinu? Bókin sýnir einnig
fram á það að vitneskjan um
tilvist þeirra kemur okkur enn
að gagni nú á dögum.
104 bls.
Stiftung Gralsbotschaft
ISBN 978-3-87860-399-3
Yfir saltan mar
Ritstj.: Hólmfríður
Garðarsdóttir og Sigrún Á.
Eiríksdóttir
Fjölmargir þýðendur hafa
fengist við að yrkja ljóð arg-
entínska skáldsins og rithöf-
undarins Borgesar á íslensku
og hafa sum þeirra verið þýdd
oftar en einu sinni. Í þess-
ari tvímála útgáfu á ýmsum
ljóða hans gefst lesendum
kostur á að bera saman ólíkar
þýðingar á sama texta. Ljóða-
þýðingunum er fylgt úr hlaði
með fræðilegum inngangi
Hólmfríðar Garðarsdóttur
um ævi og störf skáldsins en
Sigrún Á. Eiríksdóttir skrifar
um skáldið Borges. Í bókinni
er einnig áður óbirt smásaga
Matthíasar Jóhannessen og
umfjöllun um áhrif norrænna
bókmennta á skrif Borgesar. Í
bókarlok er svo greining á
ljóðum hans og leiðbeiningar
um ljóðagreiningu.
182 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-896-6
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Þrá eftir frelsi
Beverly Cobain og Jean Larch
Þýð.: Nanna B. Þórisdóttir
Mildur og læknandi leiðar-
vísir sem er ætlaður að-
standendum sem misst hafa
ástvin í sjálfsvígi. Bókin veitir
áhrifamikla innsýn í heim
uppnáms, ótta og sektar-
kenndar sem fjölskyldumeð-
limir í slíkum aðstæðum
ganga í gegnum. Áhrifarík
bók. Auðveldar einnig að-
standendum að greina hættu
á mögulegum sjálfsvígum.
128 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9789935426758 Kilja
Þú getur grennst
Fullkomin aðferð til að hætta
í megrun... Endanlega!
Marisa Peer
Þýð.: Arnrún Eysteinsdóttir
Þú getur grennst kennir okkur
á öflugan hátt hvernig hægt
er að breyta lífsstílnum auð-
veldlega með því að breyta
hugarfarinu. Til þess notar
höfundurinn, Marisa Peer,
sálfræðilegar og dáleiðandi
aðferðir sem hjálpa okkur
að ná þeim árangri sem við
viljum og viðhalda honum til
frambúðar. Bókinni fylgir dá-
leiðsludiskur sem eflir hugar-
farsbreytingarnar.
180 bls.
Argur
ISBN 978-9979-72-483-4
Þýðingar, endurritun
og hagræðing
bókmenntaarfsins
André Lefevere
Þetta er fyrsta bindið í nýrri
ritröð Þýðingaseturs Háskóla
Íslands um þýðingafræði og
hefst á klassísku verki í faginu
og fjallar um bókmenntaþýð-
ingar og þá hugmyndafræði
sem þær endurspegla á
hverjum tíma. Hér er fjallað
um þýðingar á mismunandi
verkum, allt frá Lýsiströtu
eftir Aristófanes til Önnu
Frank. Inngang ritar Gauti
Kristmannsson og ritstjóri er
Þröstur Helgason.
250 bls.
Þýðingasetur Háskóla Íslands
Dreifing: Háskólaútgáfan
ISBN 978-9935-9174-0-9
Leiðb.verð: 3.500 kr. Kilja
Öðruvísi ástarsaga
Harry Schrader og Þorsteinn
Antonsson
Bókajól