Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 173
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3 Fræði og bækur almenns efnis
171
Óvænt sjónarhorn á við-
kvæmt málefni sem oft-
sinnis hefur borist í fréttir
á umliðnum árum, en ekki
fyrr hérlendis frá sjónarmiði
gerandans.
Mál Þjóðverjans Harrýs
Schrader sem varð íslenskur
ríkisborgari eftir áratuga bú-
setu í landinu og flúði land
vegna grunsemda um brot á
kynferðislöggjöfinni sem enn
hafa ekki verið útkljáð. Í bók-
inni er aðdragandinn rakin
með bréfum hans og frásögn
af ástarsambandi hans við
unglingspilt sem varð tilefni
mikils umróts í þjóðlífinu á
árunum um og upp úr 1968.
151 bls.
Sagnasmiðjan
ISBN 9789979982173
Leiðb.verð: 3.000 kr.
Önnur skynjun
– ólík veröld
Jarþrúður Þórhallsdóttir
Höfundurinn, sem er fötlun-
arfræðingur og sjúkraþjálfari,
leitar hér skýringa á erfiðleik-
um fólks á einhverfurófi. Hún
rekur sögu þeirra sjónarmiða
og kenninga sem hingað til
hafa ráðið för í rannsóknum á
einhverfu og greinir frá eigin
rannsókn sem hún gerði í
fötlunarfræðum við Háskóla
Íslands. Þvert á ríkjandi að-
ferðir leitar Jarþrúður í rann-
sókn sinni til fólksins sjálfs
um upplýsingar. Fimm karlar
og þrjár konur lýsa harðri
glímu við eigin viðbrögð og
annarra í baráttu sinni fyrir
því að vera tekin gild í samfé-
laginu og verða sátt við sjálf
sig og aðra. Niðurstöðurnar
gefa veigamiklar upplýsingar
um lífið á einhverfurófi og
undirstrika mikilvægi þess að
aðrir sýni sérstakri skynjun og
skynúrvinnslu skilning. í lok
bókarinnar eru gefin einföld
og hagnýt ráð til að fækka
þeim hindrunum sem mæta
fólki á einhverfurófi.
204 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-999-4
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
Örugg tjáning
Sigríður Arnardóttir
Sirrý gefur góð ráð og miðlar
aðferðum sem hafa dugað
henni og þátttakendum á
námskeiðum hennar vel.
231 bls.
Veröld
ISBN 978-9935-440-41-9
Uppheimar | Vesturgötu 45 | 300 Akranes | 511 2450
uppheimar@uppheimar.is | www.uppheimar.is
E I N Á E N DA
J A R ÐA R
ferðasaga – afrekssaga – þroskasaga
Ferðasaga Vilborgar Örnu Gissurardóttur á Suðurpólinn er í senn ein
stök afrekssaga og óvenjuleg þroskasaga. Ekki einasta greinir hún
frá þrekvirki fyrsta Íslendingsins sem kemst einn síns liðs á kaldasta
skika jarðar við hrikalegar aðstæður, heldur hverf ist hún ekki síður
um mikilvægi þess að hver manneskja læri á veikleika sína, svo styrk
leikar hennar fái notið sín til fulls.
Hér segir af því hvernig stelpa úr Vogahverfinu, sem þrisvar sinnum
var rekin úr skóla, fann að lokum hvað hún gat eftir að hafa verið týnd
og villt um árabil. Hér greinir frá mikilvægi þess að trúa því stað fast
lega að allir menn hafi hæfileika. Og hér blasir við sú upp byggilega
lífssýn að jákvæðni, áræðni og hugrekki sé heilladrýgri en svart sýni,
ill mælgi og afsakanir.
Vilborg Arna Gissurardóttir varð þjóðhetja eftir pólgöngu sína
2013. Ein á enda jarðar lýsir því óbilandi baráttuþreki sem þarf til
að draumar okkar rætist.
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar söguna, en fyrri lífsbækur
hans hafa verið valdar bestu ævisögur ársins af bóksölum og verið
um tal aðar metsölubækur.
Sagan af einstökum leiðangri
Vilborgar Örnu Gissurardóttur
á Suðurpólinn