Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 186
184
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3Rafbækur
Höndin
Henning Mankell
Þýð.: Hólmfríður Gunnarsdóttir
Síðasta bókin sem Mankell sendir frá
sér um sína ofurvinsælu söguhetju, lög-
reglumanninn Kurt Wallander. Eftirmáli
eftir höfund um það hvernig söguhetjan
varð til.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3412-5
Form: ePub
Hver var Jesús í raun og veru og
hvert var erindi hans?
Guðmundur G. Þórarinsson
Fyrir 2000 árum gekk farandpredikari
milli þorpanna á bökkum Genesaret-
vatns. Jesú var ekki aðeins uppreisnar-
maður þessa tíma heldur byltingamaður.
Hér er ekki fjallað um kristna trú heldur
einkum um orsakir krossfestingarinnar.
emma.is
ISBN 978-9935-20-233-8
Leiðb.verð: 1.500 kr.
Form: ePub/mobi
Hreppamál. Greinar
Björn S. Stefánsson
Um Reykjavík, Kópavog, sveitahreppa,
sýslur, sjávarbyggðir, byggðarkjarna,
vaxtarmiðstöðvar, nafngiftir, raðval um
skipulag og til að kjósa stjórn, sjóðval
í höndum frambjóðenda og almennt
sjóðval. Greinar úr blöðum, tímaritum,
bókum og af vefsíðu.
47 bls.
Lýðræðissetrið/Dreifing: emma.is
ISBN 978-9935-457-46-2/-47-9
Leiðb.verð: 390 kr. hvor bókForm: ePub/Kindle
Hinir réttlátu
Sólveig Pálsdóttir
Afar spennandi saga úr samtímanum.
Kunnur athafnamaður finnst myrtur á
golfvelli á Suðurlandi. Sama dag verður
sprenging um borð í hvalveiðiskipi í
Reykjavíkurhöfn – og brátt taka atburðir
alveg óvænta stefnu.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-366-5
Form: ePub
Hemmi Gunn – Sonur þjóðar
Skrás.: Orri Páll Ormarsson
Sjá kynningu á bls. 106
396 bls.
Sena
ISBN 978-9935-9104-7-9
Form: ePub
Grimmd
Stefán Máni
Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson
rannsakar líkamsárás í undirheimunum
þegar siðblindur faðir rænir mánaðar-
gömlu barni sínu. Hjálp berst úr óvæntri
átt – en er bjargvætturinn fól eða frelsari?
Flugbeitt saga úr íslenskum raunveru-
leika.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-405-1
Form: ePub
Glæpurinn Ástarsaga
Árni Þórarinsson
Árni Þórarinsson rær hér á ný mið á höf-
undarferli sínum í meitlaðri og áleitinni
sögu um örlagaríkan sólarhring í lífi
fjölskyldu. „Ógleymanlegar persónur
sem glíma við óbærileg örlög. Fantavel
skrifað.“ – Árni Matthíasson
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-407-5
Form: ePub
Fórnargjöf Móloks
Åsa Larsson
Þýð.: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir
Kona er myrt á heimili sínu í Norður-Sví-
þjóð og í ljós kemur að flestir ættingjar
hennar hafa látist voveiflega. Bókin hlaut
sænsku glæpasagnaverðlaunin 2012.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-394-8
Form: ePub