Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 190
188
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3Rafbækur
Tímakistan
Andri Snær Magnason
Mannkynið húkir inni í draugalegum
kössum og náttúran hefur yfirtekið borg-
irnar. Enginn veit hvað gerst hefur nema
gömul kona sem vakir í einu húsanna og
þekkir sögu prinsessunnar af Pangeu og
Dímons konungs. Margslungið ævintýri
fyrir lesendur á öllum aldri.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3417-0
Form: ePub
Sæmd
Guðmundur Andri Thorsson
Hér er byggt á raunverulegum atburðum
og persónum, og þær notaðar til að draga
upp áhrifamikla mynd af fólki og mannlífi
á viðkvæmu skeiði í sögu þjóðarinnar. En
Sæmd er líka saga um glæp og refsingu,
hugrekki, vald, stéttaskiptingu, hlutverk
skáldsins í samfélaginu – og sæmdina.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-408-2
Form: ePub
Sækið ljósuna
Jennifer Worth
Þýð.: Ólöf Eldjárn
Bókin bak við fróðlega og stórskemmti-
lega þætti BBC um ljósmóður sem starf-
aði í fátækrahverfum Lundúnaborgar á
sjötta áratug síðustu aldar.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3374-6
Form: ePub
Svifflug
Anne-Gine Goemans
Þýð.: Ragna Sigurðardóttir
Grípandi saga um unglingsstrák sem
saknar móður sinnar og fer frumlegar
leiðir til að yfirvinna söknuðinn. Höf-
undurinn hefur sópað til sín verðlaunum
í heimalandi sínu, Hollandi.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-349-8
Form: ePub
Sumar án karlmanna
Siri Hustvedt
Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir
Þegar Boris fer frá Míu eftir þrjátíu ára
hjónaband leitar hún til æskustöðvanna.
Í fyrstu er hún upptekin af eigin eymd en
smám saman fer fólkið í bænum að vekja
áhuga hennar. Eftirminnileg, grátbrosleg
og einstaklega heillandi kvennasaga.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2217-0
Form: ePub
Stúlka með maga
Skáldættarsaga byggð á pappírum úr
járnskápnum
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir
Hér fær tregi höfundar rödd Erlu Þórdísar
Jónsdóttur. Í frásögn hennar lifna þau
dánu þegar ættarmein og leyndarmál
koma úr glatkistunni.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-409-9
Form: ePub
Stjórn fiskveiða
Björn S. Stefánsson
Sýnt er, hvernig forsendur fiskveiði-
stjórnar eru bæði lífrænar (næring handa
fiskinum) og hagrænar. Athugun á hag-
fræðiritum um fiskveiðistjórn leiðir í ljós,
að hvergi er litið til næringarástandsins í
hafinu, undirstöðu aflasældar. Lýst er sjóð-
vali við mótun fiskveiðistjórnar.
114 bls.
Lýðræðissetrið/Dreifing: emma.is
ISBN 978-9935-457-25-7/-34-9
Leiðb.verð: 390 kr. hvor bókForm: ePub/Kindle
Stekk
Sigurbjörg Þrastardóttir
Er hægt að stjórna örlögum sínum með
kaldrifjuðum útreikningum? Ný grá-
glettin skáldsaga úr smiðju ljóðskáldsins
Sigurbjargar Þrastardóttur.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-329-0
Form: ePub