Heima er bezt - 01.03.2003, Page 5
Rœtt við Ingibjörgu Sigurðardótt-
ur, frá Kálfshamarsnesi
Guðjón Baldvinsson:
inn sá efnisliður sem hvað lengst hefur verið
við lýði í Heima er bezt, eru framhaldssög-
urnar. Þær hafa verið fastur liður í blaðinu
nánast frá upphafi og alltaf verið vinsœlar.
Sá höfundur, sem einna oftast hefur átt fram-
haldssögu í Heima er bezt, er Ingibjörg Sigurðardóttir, lengst
afbúsett í Sandgerði.
Þœr eru orðnar jjölmargar sögumar hennar sem birst hafa
á síðum blaðsins og nú síðast sagan um Jensen skipstjóra,
sem lauk í janúarhefti blaðsins á þessu ári.
Þegar við fengum þá sögu Ingibjargar til birtingar, þá tjáði
hún okkur jafnframt að nú hefðum við fengið síðustu söguna
frá hennar hendi, hún hefði ákveðið að láta lokið þar með
sagnaritun sinni. Þar hefur vissulega orðið skarð jyrir skildi,
og er ekki að efa að margir lesendur Heima er bezt munu þar
sakna vinar í stað.
En hver er hún þessi stórvirka skáldkona, sem svo lengi hef-
ur glatt lesendur sína með uppbyggjandi og kærleiksríkum
sögum? Tilþess að forvitnast um það fannst undirrituðum til-
valið að heimsœkja hana og fræðast nokkuð um það af henni
sjálfri. Ingibjörg er reyndar fremur hlédræg kona og lítiðfyrir
að halda persónu sinni á lofti, enda hefur jafran verið fremur
hljótt um hana opinberlega, þó hún sé vel kunn meðal þjóðar-
innar, ekki hvað síst þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur,
fyrir sögur sínar.
Hef aldrei viljað
kalla mig rithöfund
Hún tók vel í það þegar ég bar upp erindið við hana, og
móttökumar þegar ég kom til þess að spjalla við hana, vom
mjög í ætt við sögurnar hennar, alúðlegar ogfullarafbirtu.
Eg spurði hanafyrst hvaðan hún vœri upp runnin.
Eg er fædd 17. ágúst 1925 að Króki, í Skagahreppi,
Austur-Húnavatnssýslu og þar ólst ég upp í afar fogru
umhverfi með tignarlegri ijallasýn til allra átta, víðáttu-
miklum Húnaflóanum annars vegar, í sínum margbreyti-
legu myndum, spegilsléttur og blár, sólgulli sleginn á björt-
um sumardögum, í byljum hausts og vetrar búinn rismikl-
um, freyðandi öldutoppum, sem féllu með þungum niði að
Heima er bezt 101